Logi um landsliðið: Ásgeir blekkti okkur og Janus Daði er betri en Elvar Örn Tómas Þór Þórðarson skrifar 15. október 2018 11:00 Jóhann Gunnar og Logi Geirsson fóru yfir landsliðsvalið í gær. vísir/getty Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handbolta, valdi í síðustu viku hópinn fyrir leikina á móti Grikklandi og Tyrklandi í undankeppni EM 2020 í handbolta. Þar kom hvað helst fram að Vignir Svavarsson er búinn að leggja landsliðsskóna á hilluna og þá var Ásgeir Örn Hallgrímsson, leikmaður Hauka og silfurdrengur, ekki valinn. Silfurdrengirnir halda áfram að tínast út úr liðinu. „Ásgeir blekkti okkur mikið á undirbúningstímabilinu. Hann var stórkostlegur þar og við héldum án gríns að hann væri að fara að labba yfir þessa deild,“ sagði Logi Geirsson í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport HD í gærkvöldi. „Fyrir leikinn í kvöld [gærkvöldi á móti Gróttu] var hann búinn að spila fjóra leiki og skora níu mörk. Auðvitað er hann að leggja mikið upp og hann spilar góða vörn. Það kemur manni alveg á óvart að hann sé ekki valinn út af varnarleiknum en það er bara ekki það sem að Gummi er að leita eftir,“ sagði Logi. Leikstjórnendaher Guðmundar Guðmundssonar er ekki gamall. Þeir þrír sem voru valdir eru Selfyssingarnir Elvar Örn Jónsson og Haukur Þrastarson auk Gísla Þorgeirs Kristjánssonar en allir eru undir tvítugu. Janus Daði Smárason, sem hefur spilað frábærlega með Álaborg í dönsku úrvalsdeildinni, var ekki valinn.Hópurinn.mynd/hsí„Janus er stærsta nafnið sem vantar en Gummi er með ákveðið plan. Honum finnst Janus greinilega ekki virka. Hann kýlir mikið áfram og sækir mikið á. Það er rosalegur hraði í kringum hann og þá vantar stundum upp á skynsemi. Á móti er Gummi að taka Gísla og Hauk sem eru gáfaðir leikmenn miðað við aldur,“ sagði Jóhann Gunnar. „Mér finnst skrítið að Janus Daði sé ekki þarna. Hann vantar vissulega styrk í varnarleiknum en sem sóknarmaður hefur hann sýnt okkur að hann getur brotið upp leiki og skorað á móti hverjum sem er. Hann var kóngurinn í Olís-deildinni þegar að hann var hér heima,“ sagði Logi en fyrir hvern á hann að vera þarna inni? „Mér finnst hann betri en Elvar í sókn en Elvar er sterkari varnarmaður,“ svaraði Logi. Einnig var talað um línumenn í landsliðinu en töluvert línumannahallæri er í gangi þessi misserin. Ágúst Birgisson fær tækifæri að þessu sinni og Logi var ánægður með að sjá hann inni. „Ég er ógeðslega glaður að sjá Ágúst Birgisson í hópnum. Ég hef verið að horfa á hann í Evrópukeppninnni. Hann er að taka þar atvinnumenn og jarða þá. Hann getur spilað vörn og sókn. Hann er þungur, hann er stór. Þetta er týpa eins og Vignir Svavarsson. Ég held bara, eins og staðan er í dag, er hann í góðum séns að sanna sig,“ sagði Logi Geirsson. Alla umræðuna má sjá hér að neðan. Olís-deild karla Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Fleiri fréttir Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Holland marði Katar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Grjóthörð Díana spilaði ristarbrotin Aldrei í sögunni skorað eins fá mörk og gegn Viktori Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb „Mér fannst Aron snúa algjörlega okkar sóknarleik við“ Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld „Þú þarft að vera dálítið leiðinlegur“ HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Haukar og Valur sluppu við að mætast „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Myndasyrpa frá mögnuðum varnarsigri á Slóveníu Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Sjá meira
Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handbolta, valdi í síðustu viku hópinn fyrir leikina á móti Grikklandi og Tyrklandi í undankeppni EM 2020 í handbolta. Þar kom hvað helst fram að Vignir Svavarsson er búinn að leggja landsliðsskóna á hilluna og þá var Ásgeir Örn Hallgrímsson, leikmaður Hauka og silfurdrengur, ekki valinn. Silfurdrengirnir halda áfram að tínast út úr liðinu. „Ásgeir blekkti okkur mikið á undirbúningstímabilinu. Hann var stórkostlegur þar og við héldum án gríns að hann væri að fara að labba yfir þessa deild,“ sagði Logi Geirsson í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport HD í gærkvöldi. „Fyrir leikinn í kvöld [gærkvöldi á móti Gróttu] var hann búinn að spila fjóra leiki og skora níu mörk. Auðvitað er hann að leggja mikið upp og hann spilar góða vörn. Það kemur manni alveg á óvart að hann sé ekki valinn út af varnarleiknum en það er bara ekki það sem að Gummi er að leita eftir,“ sagði Logi. Leikstjórnendaher Guðmundar Guðmundssonar er ekki gamall. Þeir þrír sem voru valdir eru Selfyssingarnir Elvar Örn Jónsson og Haukur Þrastarson auk Gísla Þorgeirs Kristjánssonar en allir eru undir tvítugu. Janus Daði Smárason, sem hefur spilað frábærlega með Álaborg í dönsku úrvalsdeildinni, var ekki valinn.Hópurinn.mynd/hsí„Janus er stærsta nafnið sem vantar en Gummi er með ákveðið plan. Honum finnst Janus greinilega ekki virka. Hann kýlir mikið áfram og sækir mikið á. Það er rosalegur hraði í kringum hann og þá vantar stundum upp á skynsemi. Á móti er Gummi að taka Gísla og Hauk sem eru gáfaðir leikmenn miðað við aldur,“ sagði Jóhann Gunnar. „Mér finnst skrítið að Janus Daði sé ekki þarna. Hann vantar vissulega styrk í varnarleiknum en sem sóknarmaður hefur hann sýnt okkur að hann getur brotið upp leiki og skorað á móti hverjum sem er. Hann var kóngurinn í Olís-deildinni þegar að hann var hér heima,“ sagði Logi en fyrir hvern á hann að vera þarna inni? „Mér finnst hann betri en Elvar í sókn en Elvar er sterkari varnarmaður,“ svaraði Logi. Einnig var talað um línumenn í landsliðinu en töluvert línumannahallæri er í gangi þessi misserin. Ágúst Birgisson fær tækifæri að þessu sinni og Logi var ánægður með að sjá hann inni. „Ég er ógeðslega glaður að sjá Ágúst Birgisson í hópnum. Ég hef verið að horfa á hann í Evrópukeppninnni. Hann er að taka þar atvinnumenn og jarða þá. Hann getur spilað vörn og sókn. Hann er þungur, hann er stór. Þetta er týpa eins og Vignir Svavarsson. Ég held bara, eins og staðan er í dag, er hann í góðum séns að sanna sig,“ sagði Logi Geirsson. Alla umræðuna má sjá hér að neðan.
Olís-deild karla Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Fleiri fréttir Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Holland marði Katar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Grjóthörð Díana spilaði ristarbrotin Aldrei í sögunni skorað eins fá mörk og gegn Viktori Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb „Mér fannst Aron snúa algjörlega okkar sóknarleik við“ Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld „Þú þarft að vera dálítið leiðinlegur“ HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Haukar og Valur sluppu við að mætast „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Myndasyrpa frá mögnuðum varnarsigri á Slóveníu Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Sjá meira