Síðbúin íhaldssemi Sigríður Á. Andersen skrifar 15. október 2018 07:00 Pawel Bartoszek, fyrrverandi þingmaður Viðreisnar en núverandi borgarfulltrúi sama flokks, hefur gefið mér tilefni til þess rifja upp aðdragandann að breytingum á lagaákvæðum um uppreist æru og hvernig flokkur hans Viðreisn stuðlaði að þeim vinnubrögðum við lagabreytinguna sem Pawel nú gagnrýnir. Pawel gerði þessa lagabreytingu að umtalsefni í grein í þessu blaði síðastliðinn föstudag. Þar gerir hann mér upp skoðanir sem ekki eiga við rök að styðjast og segir ekki rétt frá afstöðu minni til þess að leggja fram hálfkarað frumvarp um afnám uppreistar æru haustið 2017. Björt framtíð sleit fyrirvaralaust ríkisstjórnarsamstarfi við Sjálfstæðisflokkinn í skjóli nætur þann 14. september 2017. Þar með var jafn snarlega bundinn endi á framgöngu þeirra mála sem ráðherrar ríkisstjórnarinnar hugðust leggja fram á haustþingi sem þá var nýhafið. Þar á meðal var breyting á lögum er varðar uppreist æru og óflekkað mannorð. Um leið og mér barst fyrsta umsóknin um uppreist æru eftir að ég tók við sem dómsmálaráðherra tók ég ákvörðun vorið 2017, áður en gagnlegar umræður hófust um mál frá fyrri tíð, um að stöðva sjálfkrafa afgreiðslu slíkra umsókna í dómsmálaráðuneytinu og hefja allsherjarendurskoðun laga hvað varðaði veitingu á uppreist æru. Þá um sumarið boðaði ég breytingu á lögum þar að lútandi. Breytingin myndi fela í sér að horfið yrði frá þeirri framkvæmd að veita uppreist æru en um leið að tryggt yrði að dæmdir menn öðlist aftur með einhverjum hætti borgaraleg réttindi sem þeir missa við þá flekkun mannorðs sem í refsidómi felst. Ég lagði ávallt áherslu á að þessar breytingar yrðu unnar samhliða. Við stjórnarslitin ákváðu formenn allra flokka, þ.m.t. Viðreisnar, að leggja fram í sameiningu breytingu á lögum sem kvað aðeins á um afnám uppreistar æru og fengu í þeim tilgangi afnot af þeirri frumvarpsvinnu sem þegar hafði farið fram í dómsmálaráðuneytinu. Ákveðið var að láta það bíða nýrrar ríkisstjórnar að tryggja með lögum að dæmdir menn sem höfðu afplánað refsingu sína gætu sótt aftur borgaraleg réttindi sín. Þetta var miður – eins og ég lýsti í ræðu minni á Alþingi við afgreiðslu málsins þann 26. september 2017: „Ég játa það að mér hefði þótt meiri bragur að því og æskilegra ef það hefði náð fram að ganga, þ.e. ekki bara þetta frumvarp sem hér er til umfjöllunar heldur einnig þær lagabreytingar sem ég hef reifað að þurfi nauðsynlega að fara í ef þetta frumvarp nær fram að ganga. Þetta segi ég í ljósi þeirrar niðurstöðu sem ég komst að í sumar um heppilegustu leiðina að fara við endurskoðun á þessu fyrirkomulagi öllu.“ Það kemur fáum á óvart að borgarfulltrúinn kýs að gleyma með öllu þætti Viðreisnar í stjórnarslitunum sem settu málið í uppnám og komu í veg fyrir að ég gæti lagt það fram eins og ég gerði ráð fyrir um sumarið. Það vill nefnilega svo til að ég hafði einmitt gert það sem hann kallar eftir í grein sinni – talað um „nauðsyn þess að fara sér hægt og ígrunda vel“ og „standa vörð um klassíska íhaldssemi í þessum málum“. En miðnæturhlaup Bjartrar framtíðar frá ríkisstjórnarborðinu ásamt innanmeinum Viðreisnar í kjölfarið varð til þess að boðað var til kosninga. Lagafrumvarp flokksformannanna fékk flýtimeðferð í þinginu nánast án umræðu. Líkt og ég lýsti væntingum um við afgreiðslu frumvarpsins 26. september 2017 hefur vinna við málið haldið áfram í dómsmálaráðuneytinu. „Ég vil að það komi fram hér að ég hef óskað eftir því í dómsmálaráðuneytinu að sú vinna sem þegar er hafin við endurskoðun á allri þeirri löggjöf sem kveður á um óflekkað mannorð haldi áfram og ekkert gefið eftir í þeim efnum þannig að fyrir nýju þingi liggi vonandi einhver vinna sem hægt er að byggja á í framhaldinu.“ Í grein sinni kallar Pawel eftir lagafrumvarpi því sem nauðsynlegt er að til að tryggja dæmdum mönnum aftur réttindi sín eins og kjörgengi. Það er ánægjulegt að segja frá því að Pawel var bænheyrður áður en grein hans birtist því að frumvarp mitt um þetta var lagt fram á Alþingi í síðustu viku eftir að hafa verið til kynningar og umsagnar á opnum samráðsvef stjórnarráðsins í sumar. Engin umsögn barst um málið frá Pawel. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sigríður Á. Andersen Skoðun Uppreist æru Mest lesið Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald skrifar Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé skrifar Skoðun Hrossakjöt, hroki og hleypidómar Kristján Logason skrifar Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að byggja upp á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Fiskeldi og samfélagsábyrgð Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Pólitískt raunsæi og utanríkisstefna Íslands Ragnar Anthony Antonsson Gambrell skrifar Skoðun Vorstjarnan hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Fylgið fór vegna fullveldismáls Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er Ísrael ennþá útvalin þjóð Guðs? Ómar Torfason skrifar Skoðun Flokkurinn hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Raforkuverð: Stórnotendur og almenningur Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Hætt við að hækka ekki skatta á almenning Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattafíkn í skjóli réttlætis: Tímavélin stillt á 2012 Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Hver borgar brúsann? Ingibjörg Isaksen skrifar Sjá meira
Pawel Bartoszek, fyrrverandi þingmaður Viðreisnar en núverandi borgarfulltrúi sama flokks, hefur gefið mér tilefni til þess rifja upp aðdragandann að breytingum á lagaákvæðum um uppreist æru og hvernig flokkur hans Viðreisn stuðlaði að þeim vinnubrögðum við lagabreytinguna sem Pawel nú gagnrýnir. Pawel gerði þessa lagabreytingu að umtalsefni í grein í þessu blaði síðastliðinn föstudag. Þar gerir hann mér upp skoðanir sem ekki eiga við rök að styðjast og segir ekki rétt frá afstöðu minni til þess að leggja fram hálfkarað frumvarp um afnám uppreistar æru haustið 2017. Björt framtíð sleit fyrirvaralaust ríkisstjórnarsamstarfi við Sjálfstæðisflokkinn í skjóli nætur þann 14. september 2017. Þar með var jafn snarlega bundinn endi á framgöngu þeirra mála sem ráðherrar ríkisstjórnarinnar hugðust leggja fram á haustþingi sem þá var nýhafið. Þar á meðal var breyting á lögum er varðar uppreist æru og óflekkað mannorð. Um leið og mér barst fyrsta umsóknin um uppreist æru eftir að ég tók við sem dómsmálaráðherra tók ég ákvörðun vorið 2017, áður en gagnlegar umræður hófust um mál frá fyrri tíð, um að stöðva sjálfkrafa afgreiðslu slíkra umsókna í dómsmálaráðuneytinu og hefja allsherjarendurskoðun laga hvað varðaði veitingu á uppreist æru. Þá um sumarið boðaði ég breytingu á lögum þar að lútandi. Breytingin myndi fela í sér að horfið yrði frá þeirri framkvæmd að veita uppreist æru en um leið að tryggt yrði að dæmdir menn öðlist aftur með einhverjum hætti borgaraleg réttindi sem þeir missa við þá flekkun mannorðs sem í refsidómi felst. Ég lagði ávallt áherslu á að þessar breytingar yrðu unnar samhliða. Við stjórnarslitin ákváðu formenn allra flokka, þ.m.t. Viðreisnar, að leggja fram í sameiningu breytingu á lögum sem kvað aðeins á um afnám uppreistar æru og fengu í þeim tilgangi afnot af þeirri frumvarpsvinnu sem þegar hafði farið fram í dómsmálaráðuneytinu. Ákveðið var að láta það bíða nýrrar ríkisstjórnar að tryggja með lögum að dæmdir menn sem höfðu afplánað refsingu sína gætu sótt aftur borgaraleg réttindi sín. Þetta var miður – eins og ég lýsti í ræðu minni á Alþingi við afgreiðslu málsins þann 26. september 2017: „Ég játa það að mér hefði þótt meiri bragur að því og æskilegra ef það hefði náð fram að ganga, þ.e. ekki bara þetta frumvarp sem hér er til umfjöllunar heldur einnig þær lagabreytingar sem ég hef reifað að þurfi nauðsynlega að fara í ef þetta frumvarp nær fram að ganga. Þetta segi ég í ljósi þeirrar niðurstöðu sem ég komst að í sumar um heppilegustu leiðina að fara við endurskoðun á þessu fyrirkomulagi öllu.“ Það kemur fáum á óvart að borgarfulltrúinn kýs að gleyma með öllu þætti Viðreisnar í stjórnarslitunum sem settu málið í uppnám og komu í veg fyrir að ég gæti lagt það fram eins og ég gerði ráð fyrir um sumarið. Það vill nefnilega svo til að ég hafði einmitt gert það sem hann kallar eftir í grein sinni – talað um „nauðsyn þess að fara sér hægt og ígrunda vel“ og „standa vörð um klassíska íhaldssemi í þessum málum“. En miðnæturhlaup Bjartrar framtíðar frá ríkisstjórnarborðinu ásamt innanmeinum Viðreisnar í kjölfarið varð til þess að boðað var til kosninga. Lagafrumvarp flokksformannanna fékk flýtimeðferð í þinginu nánast án umræðu. Líkt og ég lýsti væntingum um við afgreiðslu frumvarpsins 26. september 2017 hefur vinna við málið haldið áfram í dómsmálaráðuneytinu. „Ég vil að það komi fram hér að ég hef óskað eftir því í dómsmálaráðuneytinu að sú vinna sem þegar er hafin við endurskoðun á allri þeirri löggjöf sem kveður á um óflekkað mannorð haldi áfram og ekkert gefið eftir í þeim efnum þannig að fyrir nýju þingi liggi vonandi einhver vinna sem hægt er að byggja á í framhaldinu.“ Í grein sinni kallar Pawel eftir lagafrumvarpi því sem nauðsynlegt er að til að tryggja dæmdum mönnum aftur réttindi sín eins og kjörgengi. Það er ánægjulegt að segja frá því að Pawel var bænheyrður áður en grein hans birtist því að frumvarp mitt um þetta var lagt fram á Alþingi í síðustu viku eftir að hafa verið til kynningar og umsagnar á opnum samráðsvef stjórnarráðsins í sumar. Engin umsögn barst um málið frá Pawel.
Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar
Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun