Hægriflokkurinn vill stýra einn Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 13. október 2018 08:15 Tillögu Ulfs Kristersson hefur ekki verið vel tekið en illa gengur að mynda ríkisstjórn í Svíþjóð. Vísir/EPA Ulf Kristersson, leiðtogi sænska Hægriflokksins (Moderaterna), sagði í gær að flokkur hans væri tilbúinn til þess að mynda einn minnihlutastjórn án aðkomu hinna flokkanna í hægriblokkinni. Kristersson lagði til að hinir hægriflokkarnir gætu varið stjórnina vantrausti. Stjórnmálaskýrendur í Svíþjóð töldu þetta útspil Kristerssons til þess gert að komast hjá því að vinna með Svíþjóðardemókrötum. Rúmur mánuður er nú liðinn frá kosningum og enn hefur ekki tekist að mynda stjórn. Einfaldasta útskýringin er sú að hvorki hægri- né vinstriblokkin náði meirihluta þar sem þjóðernishyggjuflokkurinn Svíþjóðardemókratar náði 62 þingsætum. „Hvorki Svíþjóðardemókratar né Vinstriflokkurinn ættu að hafa nokkra aðkomu að ríkisstjórn,“ sagði Kristersson í langri Facebook-færslu. Vinstriflokkurinn fékk 21 sæti og er hluti af vinstriblokkinni. Nokkrir þingmenn og sitjandi ráðherrar í starfsstjórn Jafnaðarmannaflokksins, stærsta flokks vinstriblokkarinnar, höfnuðu þessari tillögu Kristerssons í gær. „Með þessari tillögu sýnir Kristersson sitt rétta andlit. Hann vill mynda hægristjórn með stuðningi öfgamanna. Sú stjórn hefði minnsta umboð nokkurrar ríkisstjórnar í fjörutíu ár og væri sú hægrisinnaðasta í níutíu ár,“ sagði Morgan Johansson innanríkisráðherra í tísti. Jimmie Åkesson, leiðtogi Svíþjóðardemókrata, sagði að tillagan væri út í hött. „Það er algjörlega órökrétt að við myndum styðja myndun ríkisstjórnar sem gefur það út að við fengjum ekki að hafa nein áhrif. Það mun að sjálfsögðu ekki gerast.“ Þingmenn og leiðtogar hinna hægriflokkanna, Miðflokksins, Frjálslynda flokksins og Kristilegra demókrata, höfðu lítið tjáð sig um tillögu Kristerssons þegar Fréttablaðið fór í prentun í gær. Michael Arthursson, þingmaður Miðflokksins, sagði þó við sænska ríkisútvarpið, SVT, að það væri óheppilegt að rætt væri um slíkar tillögur á opinberum vettvangi. Þær ætti frekar að ræða innan hægriblokkarinnar. Heimildarmaður úr Frjálslynda flokknum sagði hins vegar við Expressen að tillaga Kristerssons ylli flokksmönnum áhyggjum. Færsla Kristerssons hefði komið Jan Björklund formanni á óvart og að það væri undarleg taktík að ræða ekki við formanninn áður en slík færsla væri birt. Andreas Norlén, forseti þingsins og þingmaður Hægriflokksins, gaf Kristersson stjórnarmyndunarumboðið þann 2. október síðastliðinn. Umboðið gildir til tveggja vikna og hefur Kristersson því frest fram á þriðjudag til að mynda ríkisstjórn. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Erlent Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Erlent Fleiri fréttir Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Sjá meira
Ulf Kristersson, leiðtogi sænska Hægriflokksins (Moderaterna), sagði í gær að flokkur hans væri tilbúinn til þess að mynda einn minnihlutastjórn án aðkomu hinna flokkanna í hægriblokkinni. Kristersson lagði til að hinir hægriflokkarnir gætu varið stjórnina vantrausti. Stjórnmálaskýrendur í Svíþjóð töldu þetta útspil Kristerssons til þess gert að komast hjá því að vinna með Svíþjóðardemókrötum. Rúmur mánuður er nú liðinn frá kosningum og enn hefur ekki tekist að mynda stjórn. Einfaldasta útskýringin er sú að hvorki hægri- né vinstriblokkin náði meirihluta þar sem þjóðernishyggjuflokkurinn Svíþjóðardemókratar náði 62 þingsætum. „Hvorki Svíþjóðardemókratar né Vinstriflokkurinn ættu að hafa nokkra aðkomu að ríkisstjórn,“ sagði Kristersson í langri Facebook-færslu. Vinstriflokkurinn fékk 21 sæti og er hluti af vinstriblokkinni. Nokkrir þingmenn og sitjandi ráðherrar í starfsstjórn Jafnaðarmannaflokksins, stærsta flokks vinstriblokkarinnar, höfnuðu þessari tillögu Kristerssons í gær. „Með þessari tillögu sýnir Kristersson sitt rétta andlit. Hann vill mynda hægristjórn með stuðningi öfgamanna. Sú stjórn hefði minnsta umboð nokkurrar ríkisstjórnar í fjörutíu ár og væri sú hægrisinnaðasta í níutíu ár,“ sagði Morgan Johansson innanríkisráðherra í tísti. Jimmie Åkesson, leiðtogi Svíþjóðardemókrata, sagði að tillagan væri út í hött. „Það er algjörlega órökrétt að við myndum styðja myndun ríkisstjórnar sem gefur það út að við fengjum ekki að hafa nein áhrif. Það mun að sjálfsögðu ekki gerast.“ Þingmenn og leiðtogar hinna hægriflokkanna, Miðflokksins, Frjálslynda flokksins og Kristilegra demókrata, höfðu lítið tjáð sig um tillögu Kristerssons þegar Fréttablaðið fór í prentun í gær. Michael Arthursson, þingmaður Miðflokksins, sagði þó við sænska ríkisútvarpið, SVT, að það væri óheppilegt að rætt væri um slíkar tillögur á opinberum vettvangi. Þær ætti frekar að ræða innan hægriblokkarinnar. Heimildarmaður úr Frjálslynda flokknum sagði hins vegar við Expressen að tillaga Kristerssons ylli flokksmönnum áhyggjum. Færsla Kristerssons hefði komið Jan Björklund formanni á óvart og að það væri undarleg taktík að ræða ekki við formanninn áður en slík færsla væri birt. Andreas Norlén, forseti þingsins og þingmaður Hægriflokksins, gaf Kristersson stjórnarmyndunarumboðið þann 2. október síðastliðinn. Umboðið gildir til tveggja vikna og hefur Kristersson því frest fram á þriðjudag til að mynda ríkisstjórn.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Erlent Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Erlent Fleiri fréttir Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent