Innlent

Lítið eftir en allt stopp í bragga

Sigurður Mikael Jónsson skrifar
Bragginn í Nauthólsvík bíður þess að verða kláraður.
Bragginn í Nauthólsvík bíður þess að verða kláraður. Fréttablaðið/Stefán
„Það er framkvæmdastopp. Hins vegar er ekki mikið eftir,“ segir Bjarni Brynjólfsson, upplýsingastjóri Reykjavíkurborgar, um stöðu framkvæmdanna við Nauthólsveg 100.

Hin endurbyggðu hús við Nauthólsveg hafa í daglegu tali verið kölluð „bragginn“ en hann er þó aðeins þriðjungur framkvæmdarinnar. Um er að ræða bragga, skemmu og svokallað náðhús auk nýrrar tengibyggingar.

„Aðeins á eftir að ljúka frágangi við fyrirlestrasalinn eða náðhúsið svokallaða,“ segir Bjarni um hverju sé ólokið. Aðspurður hvenær áætluð verklok séu virðist það óljóst. „Framhaldið er ekki klárt.“

Upphafleg kostnaðaráætlun verkefnisins hljóðaði upp á 158 milljónir en framkvæmt hefur verið fyrir 415 milljónir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×