Lukaku tryggði Belgum sigurinn

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Romelu Lukaku skoraði bæði mörk Belga í kvöld
Romelu Lukaku skoraði bæði mörk Belga í kvöld vísir/vilhelm
Belgar eru með sex stig á toppi riðils tvö, riðils okkar Íslendinga, í A deild Þjóðadeildarinnar eftir sigur á Sviss á heimavelli í kvöld.

Bæði lið höfðu unnið Ísland einu sinni þegar þau mættust í Belgíu í kvöld.

Það var markalaust í hálfleik en leikurinn lifnaði við í þeim seinni.

Romelu Lukaku kom heimamönnum yfir á 58. mínútu með marki eftir sendingu frá Meunier sem átti stórgóðan leik í liði Belga.

Svisslendingar jöfnuðu á 76. mínútu gegn gangi leiksins. Mario Gavranovic skoraði eftir fyrirgjöf Xherdan Shaqiri.

Lukaku átti dauðafæri til þess að tryggja Belgum sigurinn á 82. mínútu en skot hans fór yfir markið. Það kom hins vegar ekki að sök því framherjinn stóri skoraði fjórum mínútum seinna. Frábært liðsmark frá Belgum, sóknarspil framerjanna þriggja endar með auðveldu marki frá Lukaku, hann þurfti bara að pota boltanum yfir marklínuna.

Ísland mætir Sviss í næsta leik þessa riðils á mánudaginn.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira