Ekki búið að semja um aðild Íslands Sveinn Arnarsson skrifar 12. október 2018 07:00 Íslenskur lyfjamarkaður er afar lítill og veldur áhyggjum erlendra lyfjarisa Ísland hefur ekki skrifað undir samkomulag um þátttöku í samnorrænu lyfjaútboði sem á að fara fram í byrjun árs. Lyfjafyrirtæki lýstu yfir áhyggjum af aðild Íslands að útboðinu á sameiginlegum fundi með mögulegum aðildarríkjum í lok síðasta mánaðar. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir mikilvægt að ná niður kostnaðinum við lyfjakaup. Undirbúningsvinna vegna hins sameiginlega lyfjaútboðs hefur verið á hendi Amgros í samvinnu við stjórnvöld og stofnanir landanna. Völdum tilboðsgjöfum var boðið á kynninguna sem var haldin í Danmörku þann 28. september síðastliðinn. Að henni lokinni gafst tækifæri til umræðna um útboðskröfur, markaðsleyfi og afhendingu lyfja. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins komu fram á fundinum áhyggjur og óánægja tilboðsgjafanna með að Ísland verði mögulegur aðili að útboðinu og þá hvernig Ísland gæti verið aðili. Fyrirtækin hafa áhyggjur af því að hér á landi geti ekki verið til samkeppnismarkaður um lyf vegna smæðar markaðarins samanborið við markaðinn í Danmörku og Noregi sem séu margfalt stærri. „Það er mikilvægt fyrir Ísland og Norðurlöndin að finna leiðir til að standa saman í þessum efnum. Þetta er mikilvægt hagsmunamál fyrir notendur heilbrigðiskerfa á Norðurlöndum,“ segir Svandís. Eins og staðan er núna hafa aðeins Noregur og Danmörk skrifað undir samkomulag um að taka þátt í þessu sameiginlega útboði. Íslendingar og Svíar hafa ekki gert það. „Mér er ekki ljóst nákvæmlega hvernig það bar að, en þessu samtali er ekki lokið og samskipti ríkjanna eru enn í gangi. Við höfum verið í þessum samstarfshópi um árabil og það er bara ekki að fullu til lykta leitt,“ segir Svandís Hún segir viljann vera einnig til staðar á Norðurlöndum með aðkomu Íslands að verkefninu. Fréttablaðið hefur einnig staðfest vilja bæði heilbrigðisráðherra Norðmanna og Dana til þess að Ísland verði hluti af útboðinu. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Fleiri fréttir Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Sjá meira
Ísland hefur ekki skrifað undir samkomulag um þátttöku í samnorrænu lyfjaútboði sem á að fara fram í byrjun árs. Lyfjafyrirtæki lýstu yfir áhyggjum af aðild Íslands að útboðinu á sameiginlegum fundi með mögulegum aðildarríkjum í lok síðasta mánaðar. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir mikilvægt að ná niður kostnaðinum við lyfjakaup. Undirbúningsvinna vegna hins sameiginlega lyfjaútboðs hefur verið á hendi Amgros í samvinnu við stjórnvöld og stofnanir landanna. Völdum tilboðsgjöfum var boðið á kynninguna sem var haldin í Danmörku þann 28. september síðastliðinn. Að henni lokinni gafst tækifæri til umræðna um útboðskröfur, markaðsleyfi og afhendingu lyfja. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins komu fram á fundinum áhyggjur og óánægja tilboðsgjafanna með að Ísland verði mögulegur aðili að útboðinu og þá hvernig Ísland gæti verið aðili. Fyrirtækin hafa áhyggjur af því að hér á landi geti ekki verið til samkeppnismarkaður um lyf vegna smæðar markaðarins samanborið við markaðinn í Danmörku og Noregi sem séu margfalt stærri. „Það er mikilvægt fyrir Ísland og Norðurlöndin að finna leiðir til að standa saman í þessum efnum. Þetta er mikilvægt hagsmunamál fyrir notendur heilbrigðiskerfa á Norðurlöndum,“ segir Svandís. Eins og staðan er núna hafa aðeins Noregur og Danmörk skrifað undir samkomulag um að taka þátt í þessu sameiginlega útboði. Íslendingar og Svíar hafa ekki gert það. „Mér er ekki ljóst nákvæmlega hvernig það bar að, en þessu samtali er ekki lokið og samskipti ríkjanna eru enn í gangi. Við höfum verið í þessum samstarfshópi um árabil og það er bara ekki að fullu til lykta leitt,“ segir Svandís Hún segir viljann vera einnig til staðar á Norðurlöndum með aðkomu Íslands að verkefninu. Fréttablaðið hefur einnig staðfest vilja bæði heilbrigðisráðherra Norðmanna og Dana til þess að Ísland verði hluti af útboðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Fleiri fréttir Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Sjá meira