Hvaða svívirðingar segja menn um keisarann á fylleríi? Þórlindur Kjartansson skrifar 12. október 2018 07:45 Góði dátinn Svejk var ekki lengi að koma sér í vandræði gagnvart leynilögreglumanninum Bretschneider þegar þeir hittust á kaffihúsinu Bikarinn í Vínarborg. Það þurfti heldur ekki mikið til. Sú einfalda staðhæfing Svejks, að fólk ætti það til að tala af vanvirðingu um keisarann á fylleríum, dugði til þess að leynilögreglumaðurinn handtók hann—og lét sér ekki nægja það heldur greip líka hinn orðvara veitingamann Pavilec og dró báða á lögreglustöðina. Jafnvel þótt Svejk hafi sjálfur tekið skilmerkilega fram að honum fyndist keisarinn alls ekki eiga það skilið að sagðar væru um hann svívirðingar þá var hann auðvitað að storka örlögunum með því að gefa í skyn að hann hefði samúð með því að annað fólk væri svo óvandað að virðingu sinni. Borgarleg mannréttindi Sögusvið Góða dátans Svejk er annar áratugur tuttugustu aldarinnar, sem er auðvitað löngu eftir að tjáningarfrelsið var fundið upp—en lengi frameftir öldum gat fólk þó átt von á því að vera refsað sérstaklega ef upp komst að það talaði illa um þjóðarleiðtoga og stjórnvöld. Slíkt er auðvitað ekki uppi á teningnum í dag á Vesturlöndum þar sem fólk er verndað í bak og fyrir af alls konar mannréttindum sem varin eru í stjórnarskrám og alþjóðlegum sáttmálum. Það myndi því engum manni detta í hug að Svejk ætti á hættu að vera handtekinn árið 2018 í Vínarborg fyrir að segja við lögreglumann að til sé fólk sem segi svívirðingar um keisarann á fylleríum. Og það er líka eins gott. Ef það er einhver risastór lærdómur sem draga má af sögunni—og ætti að vera tiltölulega óumdeildur—þá er það sá sannleikur að hin svokölluðu borgaralegu mannréttindi eru mikilvægustu stoðir mannvænlegs, friðsams og siðaðs samfélags. Þessi réttindi eru meira að segja mikilvægari heldur en lýðræðið, þótt nánast sé óhugsandi að annað geti þrifist til langs tíma án hins. Kúgun í þögninni Af þessum borgaralegu mannréttindum er tjáningarfrelsið oftast talið mikilvægast. Þegar stjórnvöld ákveða að hefta með valdboði rétt fólks til þess að tjá sig—til dæmis með svívirðingum um keisarann á fylleríum—þá er tómt mál að tala um raunverulegt lýðræði, og býsna hætt er við að öll gagnrýni á stjórnvöld og viðteknar skoðanir koðni fljótt niður. Með því er skrúfað fyrir uppsprettur nýrra strauma í stjórnmálum, vísindum og menningarlífi. Það er líka þannig í öllum bókmenntum sem fjalla um harðstjórnir og hörmungarheima að þar er fólki refsað harkalega fyrir að tjá sig frjálst; og jafnvel fyrir að hugsa frjálst. Þetta er ekki bara meginþema í bókmenntum á borð við 1984, Brave New World og Farenheit 451—heldur kveikti JK Rowling á sömu peru þegar hún ákvað að illmennið Voldemort væri svo máttugt að fólk þyrði ekki einu sinni að segja nafnið hans upphátt heldur talaði bara um „þann sem ekki má nefna“. Það felst nefnilega heilmikil kúgun í því að þagga niður í fólki; hvort sem kúgarinn kemur fram í formi refsiglaðra stjórnvalda, ofstopafulls múgs eða—sem oftast er—í óskilgreindum ótta og sjálfsritskoðun. Þetta veit fólk í harðstjórnarríkjum mætavel. Ef maður hittir unga stúdenta á bar í Moskvu þá munu þeir tala mjög varlega um þarlend stjórnvöld þangað til þeir telja sig fullvissa um að hægt sé að treysta viðmælandanum. Þar vill enginn láta spyrjast um sig að hann segi svívirðingar um keisarann á fylleríi. Í Norður-Kóreu fæst ekki nokkur maður til þess að láta í ljós annað en djúpstæða lotningu gagnvart einvaldinum. Og hvað má þá segja um Sádi-Arabíu? Þar beita stjórnvöld miskunnarlausri kúgun gegn öllum þeim sem með sannfærandi málflutningi geta ógnað valdi konungsfjölskyldunnar. Nú síðast hvarf Jamal Khashoggi, nafntogaður gagnrýnandi stjórnvalda, eftir að hafa verið ginntur inn í ræðismannsskrifstofu Sádi-Arabíu í Istanbúl. Tyrknesk stjórnvöld þykjast fullviss um að þar hafi fimmtán manna hópur frá sádiarabískum yfirvöldum drepið manninn og bútað hann niður. Þetta hefur ekki verið sannað, en flest bendir til þess að stjórnvöld í Riyahd séu ekki bara sek um glæpinn heldur vilji gjarnan auglýsa hann; öðrum til varnaðar. Tjáningarfrelsi fyrir fávita Þótt allir geti líklega tekið undir mikilvægi tjáningarfrelsis fyrir gagnrýnendur í harðstjórnarríkjum þá leyfum við sambærilegu frelsi stundum að fara í taugarnar á okkur þegar okkur finnst illa farið með það. Þá lætur fólk sér ekki nægja að segja um þvælukenndar og heimskulegar deleringar á Facebook að málflutningurinn dæmi sig sjálfur—heldur eru gerðar kröfur um refsingar og atvinnumissi. Þessar kröfur heyrast, og nást jafnvel fram, þótt engin leið sé að líta á slíkt þrugl sem alvarlegt innlegg í umræðuna heldur eigi miklu meira skylt við óvarlegt og heimskulegt tuð á fylleríum á krám og kaffihúsum. Tjáningarfrelsið er nefnilega ekki mikilvægt af því það verndar rétt sjónarmið og kurteislega tjáningu—heldur af því það verndar öll sjónarmið og alla tjáningu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þórlindur Kjartansson Mest lesið Halldór 27.03.2024 Halldór Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Sjá meira
Góði dátinn Svejk var ekki lengi að koma sér í vandræði gagnvart leynilögreglumanninum Bretschneider þegar þeir hittust á kaffihúsinu Bikarinn í Vínarborg. Það þurfti heldur ekki mikið til. Sú einfalda staðhæfing Svejks, að fólk ætti það til að tala af vanvirðingu um keisarann á fylleríum, dugði til þess að leynilögreglumaðurinn handtók hann—og lét sér ekki nægja það heldur greip líka hinn orðvara veitingamann Pavilec og dró báða á lögreglustöðina. Jafnvel þótt Svejk hafi sjálfur tekið skilmerkilega fram að honum fyndist keisarinn alls ekki eiga það skilið að sagðar væru um hann svívirðingar þá var hann auðvitað að storka örlögunum með því að gefa í skyn að hann hefði samúð með því að annað fólk væri svo óvandað að virðingu sinni. Borgarleg mannréttindi Sögusvið Góða dátans Svejk er annar áratugur tuttugustu aldarinnar, sem er auðvitað löngu eftir að tjáningarfrelsið var fundið upp—en lengi frameftir öldum gat fólk þó átt von á því að vera refsað sérstaklega ef upp komst að það talaði illa um þjóðarleiðtoga og stjórnvöld. Slíkt er auðvitað ekki uppi á teningnum í dag á Vesturlöndum þar sem fólk er verndað í bak og fyrir af alls konar mannréttindum sem varin eru í stjórnarskrám og alþjóðlegum sáttmálum. Það myndi því engum manni detta í hug að Svejk ætti á hættu að vera handtekinn árið 2018 í Vínarborg fyrir að segja við lögreglumann að til sé fólk sem segi svívirðingar um keisarann á fylleríum. Og það er líka eins gott. Ef það er einhver risastór lærdómur sem draga má af sögunni—og ætti að vera tiltölulega óumdeildur—þá er það sá sannleikur að hin svokölluðu borgaralegu mannréttindi eru mikilvægustu stoðir mannvænlegs, friðsams og siðaðs samfélags. Þessi réttindi eru meira að segja mikilvægari heldur en lýðræðið, þótt nánast sé óhugsandi að annað geti þrifist til langs tíma án hins. Kúgun í þögninni Af þessum borgaralegu mannréttindum er tjáningarfrelsið oftast talið mikilvægast. Þegar stjórnvöld ákveða að hefta með valdboði rétt fólks til þess að tjá sig—til dæmis með svívirðingum um keisarann á fylleríum—þá er tómt mál að tala um raunverulegt lýðræði, og býsna hætt er við að öll gagnrýni á stjórnvöld og viðteknar skoðanir koðni fljótt niður. Með því er skrúfað fyrir uppsprettur nýrra strauma í stjórnmálum, vísindum og menningarlífi. Það er líka þannig í öllum bókmenntum sem fjalla um harðstjórnir og hörmungarheima að þar er fólki refsað harkalega fyrir að tjá sig frjálst; og jafnvel fyrir að hugsa frjálst. Þetta er ekki bara meginþema í bókmenntum á borð við 1984, Brave New World og Farenheit 451—heldur kveikti JK Rowling á sömu peru þegar hún ákvað að illmennið Voldemort væri svo máttugt að fólk þyrði ekki einu sinni að segja nafnið hans upphátt heldur talaði bara um „þann sem ekki má nefna“. Það felst nefnilega heilmikil kúgun í því að þagga niður í fólki; hvort sem kúgarinn kemur fram í formi refsiglaðra stjórnvalda, ofstopafulls múgs eða—sem oftast er—í óskilgreindum ótta og sjálfsritskoðun. Þetta veit fólk í harðstjórnarríkjum mætavel. Ef maður hittir unga stúdenta á bar í Moskvu þá munu þeir tala mjög varlega um þarlend stjórnvöld þangað til þeir telja sig fullvissa um að hægt sé að treysta viðmælandanum. Þar vill enginn láta spyrjast um sig að hann segi svívirðingar um keisarann á fylleríi. Í Norður-Kóreu fæst ekki nokkur maður til þess að láta í ljós annað en djúpstæða lotningu gagnvart einvaldinum. Og hvað má þá segja um Sádi-Arabíu? Þar beita stjórnvöld miskunnarlausri kúgun gegn öllum þeim sem með sannfærandi málflutningi geta ógnað valdi konungsfjölskyldunnar. Nú síðast hvarf Jamal Khashoggi, nafntogaður gagnrýnandi stjórnvalda, eftir að hafa verið ginntur inn í ræðismannsskrifstofu Sádi-Arabíu í Istanbúl. Tyrknesk stjórnvöld þykjast fullviss um að þar hafi fimmtán manna hópur frá sádiarabískum yfirvöldum drepið manninn og bútað hann niður. Þetta hefur ekki verið sannað, en flest bendir til þess að stjórnvöld í Riyahd séu ekki bara sek um glæpinn heldur vilji gjarnan auglýsa hann; öðrum til varnaðar. Tjáningarfrelsi fyrir fávita Þótt allir geti líklega tekið undir mikilvægi tjáningarfrelsis fyrir gagnrýnendur í harðstjórnarríkjum þá leyfum við sambærilegu frelsi stundum að fara í taugarnar á okkur þegar okkur finnst illa farið með það. Þá lætur fólk sér ekki nægja að segja um þvælukenndar og heimskulegar deleringar á Facebook að málflutningurinn dæmi sig sjálfur—heldur eru gerðar kröfur um refsingar og atvinnumissi. Þessar kröfur heyrast, og nást jafnvel fram, þótt engin leið sé að líta á slíkt þrugl sem alvarlegt innlegg í umræðuna heldur eigi miklu meira skylt við óvarlegt og heimskulegt tuð á fylleríum á krám og kaffihúsum. Tjáningarfrelsið er nefnilega ekki mikilvægt af því það verndar rétt sjónarmið og kurteislega tjáningu—heldur af því það verndar öll sjónarmið og alla tjáningu.
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun