Hringdi bjöllum í Braggamáli Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 11. október 2018 07:00 Borgarstjóri varð ekki við beiðni blaðsins um viðtal í gær. Í færslu á Facebook sagði Dagur þó að málið væri alvarlegt og kallaði á skýringar. Fréttablaðið/Stefán Örn Þórðarson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir í grein sinni í blaðinu í dag að Dagur B. Eggertsson borgarstjóri hefði átt að „taka eftir þeim viðvörunarbjöllum sem látnar voru glymja í fundargerðum innkauparáðs, fyrirspurnum til borgarlögmanns, athugasemdum ráðsmanna og ábendingum“ um framúrkeyrslu í Braggamálinu svokallaða. Segir Örn aukinheldur að hann hafi sjálfur spurst fyrir um málið í desember 2017 og að tvær athugasemdir hafi borist borgarlögmanni sumarið 2017. Borgarstjóri varð ekki við beiðni blaðsins um viðtal í gær. Í færslu á Facebook sagði Dagur þó að málið væri alvarlegt og kallaði á skýringar. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður borgarráðs, vill ekki tjá sig um innihald greinar Arnar fyrr en að rannsókn Braggamálsins lokinni.„En það er alveg ljóst í mínum huga að þetta ferli hefur verið meingallað frá upphafi. Þarna er illa farið með almannafé og mér finnst þetta mjög alvarlegt. Nú síðast með þessi strá,“ segir Þórdís Lóa. „Við í Viðreisn komum inn í borgarstjórn og vissum að borgin væri stórt fyrirtæki og örugglega mörg mál sem væru á þannig stað að mætti gera betur. En verkefnin eru stærri en ég átti von á. Ég ætla ekki að setja mig í neinn rannsóknarstól, en það er algjörlega ljóst að þarna er illa farið með fé.“ Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn, segir að meðferð málsins sé skólabókardæmi um fúsk í rekstri borgarinnar. „Auðvitað koma meirihlutar og fara. Málið er búið að vera í gangi núna í um tvö ár. En sá sem er búinn að vera við stýrið er framkvæmdastjórinn, Dagur B. Eggertsson,“ segir Eyþór og bætir því við að borgarstjóri hafi bæði séð athugasemdir Arnar og ákall innkauparáðs til borgarlögmanns. „Það má segja að viðvörunarbjöllur hafi hringt og rauð ljós hafi blikkað. Framkvæmdastjórinn hafi ekki sinnt sínu starfi. Hann hefur kannski verið upptekinn í kosningabaráttu eða einhverju öðru. En hann getur ekki bent á aðra starfsmenn því hann fær þessar fundargerðir,“ segir Eyþór. Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata, segist vera að afla sér gagna um málið. Samkvæmt því sem hún hafi séð hafi málið ekki komið fyrir borgarráð, sem fer með fjármál borgarinnar, fyrr en of seint. „Samkvæmt því sem ég hef séð finnst mér undarlegt að það hafi ekki verið leitað sterkara umboðs kjörinna fulltrúa í meiri- og minnihluta. Ég get ekki séð að það hafi verið gert eins og góðir starfshættir kveða á um,“ segir Dóra Björt en bætir því við að hún geti ekki svarað fyrir grein Arnar. Hún hafi ekki nægar upplýsingar. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Fleiri fréttir Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Sjá meira
Örn Þórðarson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir í grein sinni í blaðinu í dag að Dagur B. Eggertsson borgarstjóri hefði átt að „taka eftir þeim viðvörunarbjöllum sem látnar voru glymja í fundargerðum innkauparáðs, fyrirspurnum til borgarlögmanns, athugasemdum ráðsmanna og ábendingum“ um framúrkeyrslu í Braggamálinu svokallaða. Segir Örn aukinheldur að hann hafi sjálfur spurst fyrir um málið í desember 2017 og að tvær athugasemdir hafi borist borgarlögmanni sumarið 2017. Borgarstjóri varð ekki við beiðni blaðsins um viðtal í gær. Í færslu á Facebook sagði Dagur þó að málið væri alvarlegt og kallaði á skýringar. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður borgarráðs, vill ekki tjá sig um innihald greinar Arnar fyrr en að rannsókn Braggamálsins lokinni.„En það er alveg ljóst í mínum huga að þetta ferli hefur verið meingallað frá upphafi. Þarna er illa farið með almannafé og mér finnst þetta mjög alvarlegt. Nú síðast með þessi strá,“ segir Þórdís Lóa. „Við í Viðreisn komum inn í borgarstjórn og vissum að borgin væri stórt fyrirtæki og örugglega mörg mál sem væru á þannig stað að mætti gera betur. En verkefnin eru stærri en ég átti von á. Ég ætla ekki að setja mig í neinn rannsóknarstól, en það er algjörlega ljóst að þarna er illa farið með fé.“ Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn, segir að meðferð málsins sé skólabókardæmi um fúsk í rekstri borgarinnar. „Auðvitað koma meirihlutar og fara. Málið er búið að vera í gangi núna í um tvö ár. En sá sem er búinn að vera við stýrið er framkvæmdastjórinn, Dagur B. Eggertsson,“ segir Eyþór og bætir því við að borgarstjóri hafi bæði séð athugasemdir Arnar og ákall innkauparáðs til borgarlögmanns. „Það má segja að viðvörunarbjöllur hafi hringt og rauð ljós hafi blikkað. Framkvæmdastjórinn hafi ekki sinnt sínu starfi. Hann hefur kannski verið upptekinn í kosningabaráttu eða einhverju öðru. En hann getur ekki bent á aðra starfsmenn því hann fær þessar fundargerðir,“ segir Eyþór. Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata, segist vera að afla sér gagna um málið. Samkvæmt því sem hún hafi séð hafi málið ekki komið fyrir borgarráð, sem fer með fjármál borgarinnar, fyrr en of seint. „Samkvæmt því sem ég hef séð finnst mér undarlegt að það hafi ekki verið leitað sterkara umboðs kjörinna fulltrúa í meiri- og minnihluta. Ég get ekki séð að það hafi verið gert eins og góðir starfshættir kveða á um,“ segir Dóra Björt en bætir því við að hún geti ekki svarað fyrir grein Arnar. Hún hafi ekki nægar upplýsingar.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Fleiri fréttir Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Sjá meira