Ásmundur tekur við Fjölni í annað sinn á ferlinum, hann var einnig þjálfari liðsins frá 2005-2011. Á þeim tíma kom hann liðinu tvisvar í bikarúrslit og tvisvar kom hann þeim upp í efstu deild.
Fjölnir féll úr efstu deild í haust og mun því spila í Inkassodeildinni næsta sumar.
Ásmundur kemur í Grafarvoginn frá Breiðabliki þar sem hann stýrði 2. og 3. flokki kvenna. Þá var hann einnig þjálfari liðs Augnabliks í 2. deild kvenna.
Við bjóðum Ásmund Arnarsson hjartanlega velkominn aftur í Grafavogin. Í dag var hann ráðinn þjálfari mfl. kk. til ársins 2021.
Gunnar Már Guðmundsson verður aðstoðarþjálfari og Gunnar Sigurðsson markmannsþjálfari. Mikil gleðitíðindi fyrir Fjölni. #FélagiðOkkar pic.twitter.com/WaHf5rbMf5
— Fjölnir FC (@Fjolnir_FC) October 10, 2018