Leiðtogi Skota segir sjálfstæði einu lausnina við Brexit-vanda Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 10. október 2018 06:30 Sturgeon þótti gefa í skyn að hún væri ekki tilbúin til þess að krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu strax. Getty/Duncan McGlynn Bretland Eina lausnin við Brexit-vanda Skotlands er að lýsa yfir sjálfstæði frá Bretlandi. Þetta sagði Nicola Sturgeon, fyrsti ráðherra skosku heimastjórnarinnar og formaður SNP-flokksins, á landsfundi SNP í Glasgow í gær. Sturgeon sagði vandamálið alvarlegt. Hin fyrirhugaða útganga úr Evrópusambandinu væri sönnun á því að framtíð Skota væri ekki í þeirra eigin höndum. Þar vísaði Sturgeon til þjóðaratkvæðagreiðslunnar um útgöngu sem fór fram árið 2016. Sé litið til þess hvernig atkvæði féllu má sjá að meirihluti var fyrir útgöngu í Englandi og Wales. Norður-Írar og Skotar voru hins vegar andvígir útgöngunni. Alls sögðu 62 prósent Skota nei og útgöngusinnar náðu ekki meirihluta í einu einasta kjördæmi þar í landi. Sturgeon sagði að ríkisstjórn Íhaldsflokksins í Lundúnum hefði sýnt Skotlandi lítilsvirðingu í aðdraganda atkvæðagreiðslunnar. Það stafaði af því að löndin sem saman mynda Bretland væru ekki á jafningjagrundvelli. „Framtíð Skotlands er í höndum Westminster og eina lausnin á þeim vanda er að gerast sjálfstætt ríki.“ Þá hvatti ráðherrann stuðningsmenn SNP til þess að vera þolinmóðir. Það myndi taka tíma að sannfæra meirihluta Skota um að sjálfstæði væri rétta leiðin. Aukinheldur sagði Sturgeon að hún myndi taka ákvörðun um nýja sjálfstæðisbaráttuherferð þegar útgönguskilmálar Bretlands lægju fyrir. Að mati Sturgeon snýst Brexit um að Bretland ætli að loka sig inni. „Sjálfstæði snýst hins vegar um að opna Skotland fyrir umheiminum. Að horfa út á við. Að taka þátt í alþjóðasamfélaginu,“ sagði hún. John Curtice, prófessor í stjórnmálafræði við Strathclyde-háskóla, sagði í viðtali við BBC að Sturgeon hefði gefið í skyn í ræðu sinni að hún væri ekki tilbúin til þess strax að krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skotlands. BBC tók landsfundargesti tali og voru viðmælendur ánægðir með ræðu leiðtogans. Susan Aitken, forseti borgarstjórnar Glasgow, sagði að flokkurinn þyrfti að leggja hart að sér til að sannfæra aðra um sjálfstæðismálstaðinn. „En Verkamannaflokkurinn og Íhaldsflokkurinn eru í raun að gera það fyrir okkur núna. Þeir rífa sjálfa sig í sundur sem og landið allt með þessum hryllilegu útgönguáformum,“ sagði Aitken aukinheldur.Höfnuðu sjálfstæði Rétt rúm fjögur ár eru frá því að Skotar gengu að kjörborðinu og svöruðu því hvort Skotland ætti að verða sjálfstætt ríki. Alls mættu 84,6 prósent kjósenda á kjörstað eftir harða og spennandi kosningabaráttu. Svo fór að 44,7 prósent Skota sögðu já á meðan 55,3 prósent sögðu nei. Því var sjálfstæði ekki lýst yfir og málið lagt til hliðar. Að minnsta kosti í bili. Ef ráðist yrði í aðra atkvæðagreiðslu í dag eru litlar líkur á því að öðruvísi færi. Meirihluti hefur ekki mælst fyrir sjálfstæði í könnunum síðan í mars og munaði þá einungis einu prósentustigi á fylkingunum. Hins vegar mældist meirihluti fyrir sjálfstæði í nokkra daga eftir að Bretar samþykktu Brexit. SNP lét gera könnun fyrir sig í síðustu viku. Þá sagðist 41 prósent hlynnt því að lýsa yfir sjálfstæði en 49 prósent voru andvíg. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Fleiri fréttir Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Sjá meira
Bretland Eina lausnin við Brexit-vanda Skotlands er að lýsa yfir sjálfstæði frá Bretlandi. Þetta sagði Nicola Sturgeon, fyrsti ráðherra skosku heimastjórnarinnar og formaður SNP-flokksins, á landsfundi SNP í Glasgow í gær. Sturgeon sagði vandamálið alvarlegt. Hin fyrirhugaða útganga úr Evrópusambandinu væri sönnun á því að framtíð Skota væri ekki í þeirra eigin höndum. Þar vísaði Sturgeon til þjóðaratkvæðagreiðslunnar um útgöngu sem fór fram árið 2016. Sé litið til þess hvernig atkvæði féllu má sjá að meirihluti var fyrir útgöngu í Englandi og Wales. Norður-Írar og Skotar voru hins vegar andvígir útgöngunni. Alls sögðu 62 prósent Skota nei og útgöngusinnar náðu ekki meirihluta í einu einasta kjördæmi þar í landi. Sturgeon sagði að ríkisstjórn Íhaldsflokksins í Lundúnum hefði sýnt Skotlandi lítilsvirðingu í aðdraganda atkvæðagreiðslunnar. Það stafaði af því að löndin sem saman mynda Bretland væru ekki á jafningjagrundvelli. „Framtíð Skotlands er í höndum Westminster og eina lausnin á þeim vanda er að gerast sjálfstætt ríki.“ Þá hvatti ráðherrann stuðningsmenn SNP til þess að vera þolinmóðir. Það myndi taka tíma að sannfæra meirihluta Skota um að sjálfstæði væri rétta leiðin. Aukinheldur sagði Sturgeon að hún myndi taka ákvörðun um nýja sjálfstæðisbaráttuherferð þegar útgönguskilmálar Bretlands lægju fyrir. Að mati Sturgeon snýst Brexit um að Bretland ætli að loka sig inni. „Sjálfstæði snýst hins vegar um að opna Skotland fyrir umheiminum. Að horfa út á við. Að taka þátt í alþjóðasamfélaginu,“ sagði hún. John Curtice, prófessor í stjórnmálafræði við Strathclyde-háskóla, sagði í viðtali við BBC að Sturgeon hefði gefið í skyn í ræðu sinni að hún væri ekki tilbúin til þess strax að krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skotlands. BBC tók landsfundargesti tali og voru viðmælendur ánægðir með ræðu leiðtogans. Susan Aitken, forseti borgarstjórnar Glasgow, sagði að flokkurinn þyrfti að leggja hart að sér til að sannfæra aðra um sjálfstæðismálstaðinn. „En Verkamannaflokkurinn og Íhaldsflokkurinn eru í raun að gera það fyrir okkur núna. Þeir rífa sjálfa sig í sundur sem og landið allt með þessum hryllilegu útgönguáformum,“ sagði Aitken aukinheldur.Höfnuðu sjálfstæði Rétt rúm fjögur ár eru frá því að Skotar gengu að kjörborðinu og svöruðu því hvort Skotland ætti að verða sjálfstætt ríki. Alls mættu 84,6 prósent kjósenda á kjörstað eftir harða og spennandi kosningabaráttu. Svo fór að 44,7 prósent Skota sögðu já á meðan 55,3 prósent sögðu nei. Því var sjálfstæði ekki lýst yfir og málið lagt til hliðar. Að minnsta kosti í bili. Ef ráðist yrði í aðra atkvæðagreiðslu í dag eru litlar líkur á því að öðruvísi færi. Meirihluti hefur ekki mælst fyrir sjálfstæði í könnunum síðan í mars og munaði þá einungis einu prósentustigi á fylkingunum. Hins vegar mældist meirihluti fyrir sjálfstæði í nokkra daga eftir að Bretar samþykktu Brexit. SNP lét gera könnun fyrir sig í síðustu viku. Þá sagðist 41 prósent hlynnt því að lýsa yfir sjálfstæði en 49 prósent voru andvíg.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Fleiri fréttir Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Sjá meira