„Hvernig hefðir þú viljað stoppa trylltan mann sem er nakinn?“ Jakob Bjarnar skrifar 29. október 2018 13:16 Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri. Fulltrúi lögreglunnar á Twitter er ekki ánægður með viðbrögð við myndbandsupptöku af handtöku í Kópavogi. „Sæll Ísak. Við erum alltaf til í nýjar hugmyndir. Hvernig hefðir þú viljað stoppa trylltan mann sem er nakinn og búinn að vera að reyna að brjótast inn hjá fólki?“ Þannig hljóðar svar á Twitter-reikningi lögreglunnar við spurningu Twitternotanda, Ísaks Hinrikssonar, sem hann beinir til lögreglunnar. Þar tengir hann við frétt Vísis af hinum nakta manni sem lögreglan handtók í nótt.Lögegla hafði verið kölluð út vegna mannsins rétt eftir miðnætti en hann var sagður hafa reynt að brjótast inn í hús í Kópavogi. Þegar lögreglumenn komu á vettvang réðst maðurinn, sem þá var orðinn nakinn, að þeim. Beitti lögregla piparúða og kylfum til að hafa hemil á manninum.Á samfélagsmiðlum skiptast menn mjög í tvö horn, meðan ýmsir telja lögregluna ekki hafa átt neinn kost í stöðunni telja aðrir að lögreglan hafi verið of harkaleg í aðgerðum sínum. Góðan dag, @logreglan Er þetta ekki aðeins of mikið?https://t.co/kJ36QRFp7a — Ísak Hinriksson (@isakhinriksson) October 29, 2018 Ísak spyr áfram: Það er alveg augljóst að á sekúndu 0:21 þegar maðurinn hefur fengið piparúða í augun að það hefði verið hægt að handsama hann í stað þess að berja hann stanslaust með kylfum. Finnst ykkur þetta í alvöru ekkert athugavert?Ekkert grín að standa fyrir framan trylltan einstakling Sá sem er fyrir svörum á Twittermiðli lögreglunnar segir piparúða virka seint á tryllt fólk. „Það er ekkert augljóst við það, piparúði virkar seint á tryllt fólk. Okkar fólk stendur frammi fyrir gífurlega erfiðum ákvörðunum á augnabliki og það að sitja í hægindastól og gagnrýna er ekki sanngjarnt eða uppbyggilegt.“ Ísak lætur þetta gott heita og lögreglan bætir því við að afar erfitt sé að sjá fólk vera að „gagnrýna okkar frábæra starfsfólk fyrir að sinna erfiðum störfum og taka ákvarðanir sem aðrir þurfa aldrei að taka. Það er ekkert grín að standa fyrir framan trylltan einstakling sem er búin að ráðast að þér og mega ekki hlaupast á brott.“ Fréttastofa Vísis, Bylgjunnar og Stöðvar 2 hefur í morgun leitað viðbragða hjá lögreglu og hefur verið tjáð að vænta megi yfirlýsingar frá henni, vegna málsins.Uppfært klukkan 14 Skömmu eftir að fréttin fór í loftið barst eftirfarandi tilkynning frá lögreglu.Vegna myndbandsupptöku af handtöku karlmanns í umdæminu um helgina, sem fjallað hefur verið um í fjölmiðlum í dag, vill Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu taka fram að verklag við slíkar aðstæður er að beita fyrst skipunum og síðan aðvörun. Því var fylgt eftir, en þegar varnarúði hafði ekki tilætluð áhrif beittu lögreglumenn kylfum. Áður en til valdbeitingar kom hafði maðurinn, sem var mjög ógnandi allan tímann, hótað og ráðist að lögreglumönnum á vettvangi. Eftir handtökuna var hann síðan fluttur rakleiðis á slysadeild til skoðunar, en ekki þótti ástæða til að hafa viðkomandi undir læknishendi að henni lokinni. Í framhaldinu var maðurinn færður á lögreglustöð og vistaður í fangageymslu. Lögreglumál Tengdar fréttir Beita kylfum og piparúða á nakinn mann Myndband sýnir hvernig lögreglan handtekur nakinn mann í Kópavogi. 29. október 2018 10:14 Mest lesið Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Innlent Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Innlent Fleiri fréttir Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Sjá meira
„Sæll Ísak. Við erum alltaf til í nýjar hugmyndir. Hvernig hefðir þú viljað stoppa trylltan mann sem er nakinn og búinn að vera að reyna að brjótast inn hjá fólki?“ Þannig hljóðar svar á Twitter-reikningi lögreglunnar við spurningu Twitternotanda, Ísaks Hinrikssonar, sem hann beinir til lögreglunnar. Þar tengir hann við frétt Vísis af hinum nakta manni sem lögreglan handtók í nótt.Lögegla hafði verið kölluð út vegna mannsins rétt eftir miðnætti en hann var sagður hafa reynt að brjótast inn í hús í Kópavogi. Þegar lögreglumenn komu á vettvang réðst maðurinn, sem þá var orðinn nakinn, að þeim. Beitti lögregla piparúða og kylfum til að hafa hemil á manninum.Á samfélagsmiðlum skiptast menn mjög í tvö horn, meðan ýmsir telja lögregluna ekki hafa átt neinn kost í stöðunni telja aðrir að lögreglan hafi verið of harkaleg í aðgerðum sínum. Góðan dag, @logreglan Er þetta ekki aðeins of mikið?https://t.co/kJ36QRFp7a — Ísak Hinriksson (@isakhinriksson) October 29, 2018 Ísak spyr áfram: Það er alveg augljóst að á sekúndu 0:21 þegar maðurinn hefur fengið piparúða í augun að það hefði verið hægt að handsama hann í stað þess að berja hann stanslaust með kylfum. Finnst ykkur þetta í alvöru ekkert athugavert?Ekkert grín að standa fyrir framan trylltan einstakling Sá sem er fyrir svörum á Twittermiðli lögreglunnar segir piparúða virka seint á tryllt fólk. „Það er ekkert augljóst við það, piparúði virkar seint á tryllt fólk. Okkar fólk stendur frammi fyrir gífurlega erfiðum ákvörðunum á augnabliki og það að sitja í hægindastól og gagnrýna er ekki sanngjarnt eða uppbyggilegt.“ Ísak lætur þetta gott heita og lögreglan bætir því við að afar erfitt sé að sjá fólk vera að „gagnrýna okkar frábæra starfsfólk fyrir að sinna erfiðum störfum og taka ákvarðanir sem aðrir þurfa aldrei að taka. Það er ekkert grín að standa fyrir framan trylltan einstakling sem er búin að ráðast að þér og mega ekki hlaupast á brott.“ Fréttastofa Vísis, Bylgjunnar og Stöðvar 2 hefur í morgun leitað viðbragða hjá lögreglu og hefur verið tjáð að vænta megi yfirlýsingar frá henni, vegna málsins.Uppfært klukkan 14 Skömmu eftir að fréttin fór í loftið barst eftirfarandi tilkynning frá lögreglu.Vegna myndbandsupptöku af handtöku karlmanns í umdæminu um helgina, sem fjallað hefur verið um í fjölmiðlum í dag, vill Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu taka fram að verklag við slíkar aðstæður er að beita fyrst skipunum og síðan aðvörun. Því var fylgt eftir, en þegar varnarúði hafði ekki tilætluð áhrif beittu lögreglumenn kylfum. Áður en til valdbeitingar kom hafði maðurinn, sem var mjög ógnandi allan tímann, hótað og ráðist að lögreglumönnum á vettvangi. Eftir handtökuna var hann síðan fluttur rakleiðis á slysadeild til skoðunar, en ekki þótti ástæða til að hafa viðkomandi undir læknishendi að henni lokinni. Í framhaldinu var maðurinn færður á lögreglustöð og vistaður í fangageymslu.
Lögreglumál Tengdar fréttir Beita kylfum og piparúða á nakinn mann Myndband sýnir hvernig lögreglan handtekur nakinn mann í Kópavogi. 29. október 2018 10:14 Mest lesið Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Innlent Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Innlent Fleiri fréttir Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Sjá meira
Beita kylfum og piparúða á nakinn mann Myndband sýnir hvernig lögreglan handtekur nakinn mann í Kópavogi. 29. október 2018 10:14