Talar af einlægni og vill ekki klæmast: „Heiður að fá svona umsögn frá Ara“ Stefán Árni Pálsson skrifar 29. október 2018 14:30 Jakob Birgisson sló í gegn sem uppistandari um helgina. vísir/vilhelm „Þetta kom mér svolítið á óvart og ég átti ekki alveg von á svona góðum viðtökum,“ segir uppistandarinn tvítugi Jakob Birgisson í Bítinu á Bylgjunni í morgun en grínistinn Ari Eldjárn var afar ánægður með nýjan starfsbróður sinn sem stimplaði sig rækilega inn í íslenska uppistandssenu um helgina. Jakob er stjórnmálafræðinemi og hélt sitt fyrsta opinbera uppstand á Hard Rock Café á föstudagskvöldið. Ari jós Jakob lofi á Twitter-reikningi sínum eftir að hafa hlýtt á uppistand hins síðarnefnda og sagðist aldrei hafa séð „annað eins talent“. „Ég var nokkuð öruggur með þetta efni og vissi alveg að þetta myndi alveg ganga fínt fyrir sig, en þetta var rosalegt. Að vakna daginn eftir og það er komin frétt á Vísi og svona. Auðvitað er það bara rosalegur heiður að fá svona umsögn frá Ara Eldjárn. Ég sá hann í salnum og hann skellihló allan tímann.“Ari vinalegur Jakob segist ekki hafa stressast upp þegar hann sá Ara í salnum. „Hann er svo vinalegur og hefur þessa nærveru að hann er strax einhvern veginn orðinn vinur manns. Það var bara gott að hafa hann í salnum.“Vilhelm Gunnarsson ljósmyndari Vísis leit við hjá Jakobi þar sem hann býr úti á Seltjarnarnesi.vísir/vilhelmHann segist hafa flutt sitt fyrsta uppistand í tíunda bekk í Hagaskóla. „Þetta var í raun einhverskonar uppistandsgjörningur fyrir Skrekksatriði og í framhaldinu á því fór ég að vera kynnir á söngkeppnum í MR og lagði mjög mikið upp úr því að semja efni milli atriða.“ Jakob segist tala af einlægni í sínu uppstandi og töluvert um fjölskyldu sína. Móðir hans er Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar. „Ég tala um mömmu og pabba og mikið um frænda minn. Þau eru í Bandaríkjunum núna í ár og geta ekkert varið sig, sem er bara fínt. Svo tala ég svolítið um stjórnmál,“ segir Jakob.Vill að hver sem er geti mætt Hann sagði frá því í viðtali við Vísi í byrjun mánaðar að selst hafi upp á sýninguna á aðeins tveimur dögum. „Ég reyni að smíða efnið mitt þannig að hver sem er getur gengið inn í salinn og haft gaman af.“ Jakob segist minna fara út í brandara sem sumir myndu telja óviðeigandi „Þetta var svolítið stórt stökk fyrir mig þegar ég ákvað núna í september að halda sýningu. Ég hugsaði bara að ég ætlaði að vera með sýningu í fjörutíu mínútur á sviði og ég hef aldrei flutt svona langt. Hef bara verið í afmæli hjá félaga mínu og í afmæli hjá mömmu minni verið með einhvern korter. Það er erfitt að setja niður og fara semja grín og mér finnst þetta mest gerast þegar ég er í göngutúr eða í skólanum. Þetta verður oft til bara í samtölum og allt í einu er ég kominn með brandara.“ Hann segist oft taka upp mögulega brandara á símann sinn og reynir síðan að þróa þá. Mikið hefur verð haft samband við Jakob um helgina og hefur hann verið bókaður í gigg út í bæ. „Ég held klárlega að það sé málið að reyna halda aðra sýningu og ég fer að huga að því á næstu dögum.“ Hér að neðan má hlusta á innslagið. Uppistand Tengdar fréttir Þreytir frumraun sína í uppistandi fyrir fullum sal á Hard Rock Jakob Birgisson, tvítugur stjórnmálafræðinemi og fjöllistamaður, mun halda sitt fyrsta uppistand á Hard Rock Café í lok þessa mánaðar. 8. október 2018 12:45 Ari Eldjárn hefur aldrei séð „annað eins talent“ Grínistinn Ari Eldjárn er afar ánægður með nýjan starfsbróður sinn, hinn tvítuga Jakob Birgisson, sem stimplaði sig rækilega inn í íslenska uppistandssenu í gær. 27. október 2018 09:19 Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Ískaldir IceGuys jólatónleikar Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Fleiri fréttir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Sjá meira
„Þetta kom mér svolítið á óvart og ég átti ekki alveg von á svona góðum viðtökum,“ segir uppistandarinn tvítugi Jakob Birgisson í Bítinu á Bylgjunni í morgun en grínistinn Ari Eldjárn var afar ánægður með nýjan starfsbróður sinn sem stimplaði sig rækilega inn í íslenska uppistandssenu um helgina. Jakob er stjórnmálafræðinemi og hélt sitt fyrsta opinbera uppstand á Hard Rock Café á föstudagskvöldið. Ari jós Jakob lofi á Twitter-reikningi sínum eftir að hafa hlýtt á uppistand hins síðarnefnda og sagðist aldrei hafa séð „annað eins talent“. „Ég var nokkuð öruggur með þetta efni og vissi alveg að þetta myndi alveg ganga fínt fyrir sig, en þetta var rosalegt. Að vakna daginn eftir og það er komin frétt á Vísi og svona. Auðvitað er það bara rosalegur heiður að fá svona umsögn frá Ara Eldjárn. Ég sá hann í salnum og hann skellihló allan tímann.“Ari vinalegur Jakob segist ekki hafa stressast upp þegar hann sá Ara í salnum. „Hann er svo vinalegur og hefur þessa nærveru að hann er strax einhvern veginn orðinn vinur manns. Það var bara gott að hafa hann í salnum.“Vilhelm Gunnarsson ljósmyndari Vísis leit við hjá Jakobi þar sem hann býr úti á Seltjarnarnesi.vísir/vilhelmHann segist hafa flutt sitt fyrsta uppistand í tíunda bekk í Hagaskóla. „Þetta var í raun einhverskonar uppistandsgjörningur fyrir Skrekksatriði og í framhaldinu á því fór ég að vera kynnir á söngkeppnum í MR og lagði mjög mikið upp úr því að semja efni milli atriða.“ Jakob segist tala af einlægni í sínu uppstandi og töluvert um fjölskyldu sína. Móðir hans er Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar. „Ég tala um mömmu og pabba og mikið um frænda minn. Þau eru í Bandaríkjunum núna í ár og geta ekkert varið sig, sem er bara fínt. Svo tala ég svolítið um stjórnmál,“ segir Jakob.Vill að hver sem er geti mætt Hann sagði frá því í viðtali við Vísi í byrjun mánaðar að selst hafi upp á sýninguna á aðeins tveimur dögum. „Ég reyni að smíða efnið mitt þannig að hver sem er getur gengið inn í salinn og haft gaman af.“ Jakob segist minna fara út í brandara sem sumir myndu telja óviðeigandi „Þetta var svolítið stórt stökk fyrir mig þegar ég ákvað núna í september að halda sýningu. Ég hugsaði bara að ég ætlaði að vera með sýningu í fjörutíu mínútur á sviði og ég hef aldrei flutt svona langt. Hef bara verið í afmæli hjá félaga mínu og í afmæli hjá mömmu minni verið með einhvern korter. Það er erfitt að setja niður og fara semja grín og mér finnst þetta mest gerast þegar ég er í göngutúr eða í skólanum. Þetta verður oft til bara í samtölum og allt í einu er ég kominn með brandara.“ Hann segist oft taka upp mögulega brandara á símann sinn og reynir síðan að þróa þá. Mikið hefur verð haft samband við Jakob um helgina og hefur hann verið bókaður í gigg út í bæ. „Ég held klárlega að það sé málið að reyna halda aðra sýningu og ég fer að huga að því á næstu dögum.“ Hér að neðan má hlusta á innslagið.
Uppistand Tengdar fréttir Þreytir frumraun sína í uppistandi fyrir fullum sal á Hard Rock Jakob Birgisson, tvítugur stjórnmálafræðinemi og fjöllistamaður, mun halda sitt fyrsta uppistand á Hard Rock Café í lok þessa mánaðar. 8. október 2018 12:45 Ari Eldjárn hefur aldrei séð „annað eins talent“ Grínistinn Ari Eldjárn er afar ánægður með nýjan starfsbróður sinn, hinn tvítuga Jakob Birgisson, sem stimplaði sig rækilega inn í íslenska uppistandssenu í gær. 27. október 2018 09:19 Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Ískaldir IceGuys jólatónleikar Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Fleiri fréttir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Sjá meira
Þreytir frumraun sína í uppistandi fyrir fullum sal á Hard Rock Jakob Birgisson, tvítugur stjórnmálafræðinemi og fjöllistamaður, mun halda sitt fyrsta uppistand á Hard Rock Café í lok þessa mánaðar. 8. október 2018 12:45
Ari Eldjárn hefur aldrei séð „annað eins talent“ Grínistinn Ari Eldjárn er afar ánægður með nýjan starfsbróður sinn, hinn tvítuga Jakob Birgisson, sem stimplaði sig rækilega inn í íslenska uppistandssenu í gær. 27. október 2018 09:19