Óttast um afdrif 189 farþega Lion Air Jóhann K. Jóhannsson skrifar 29. október 2018 03:46 Vél sömu tegundarog á þessari mynd hvarf með 189 farþegar og áhöfn Lion Air innanborðs skömmu eftir flugtak frá Jakarta AP Leit stendur yfir að farþegum og áhöfn flugvélar Lion Air sem tók á loft frá Jakarta í nótt að íslenskum tíma. Vélin tók á loft klukkan 06.20 að staðartíma frá Pangkal Pinang sem er ein af eyjum Sumatra. Flugvélin hvarf af ratsjá skömmu eftir flugtak en það staðfestir talsmaður flugfélagsins, Danang Mandala Prihantoro.Flug JT610 frá Lion Air hvarf af ratsjá skömmu eftir flugtak frá Jakarta í Indónesíu. Leit stendur yfir af eftirlifendumSkjáskot af Flightratar24.comLeitarmenn hafa þegar verið sendir af stað norður frá eyjunni Java eða þar sem síðast er talið að vélin hafi verið en áhöfn á togara segist hafa séð flugvélina hrapa í hafið. Vélin er af gerðinni Boeing 737-800. Þá hafa flugmálayfirvöld í Indónesíu staðfest að vélin hafi hrapað í hafið en um borð voru 181 farþegi auk sjö manna áhafnar. Meðal farþega hafi verið að minnsta kostið þrjú börn.Uppfært 04:14 Ættingjar þeirra sem voru um borð í vél Lion Air hafa safnast saman fram við flugvöllinn í Jakarta og bíða þess að vita um afdrif ættingja sinna en flugslysið nú er það versta í Indónesíu frá því að flugvél Air Asia fórst í desember 2014 en þá fórust 162. Í skeyti frá flugmálayfirvöldum í Jakarta kemur fram að sjómenn á skipum hafi séð flugvélina hrapa til jarðar. Lion Air er yngsta en jafnframt stærsta flugfélag landsins og sinnir flugi jafnframt innanlands sem og millilandaflugi. Árið 2013 rann flugvél sömu tegundar og nú er fjallað um, út af flugbrautinni á alþjóðaflugvellinum á Balí, en án þess að einhver slasaðist. Þá voru 108 farþegar um borð.Uppfært 04.49 Flugmálayfirvöld í Indónesíu hafa verið birt myndir af munum þeirra sem voru um borð í vélinni. Talsmaður flugfélagsins, Sutopo Purow Nugroho, segir að vélin hafið hrapað eftir rúmlega klukkustund á flugi. Myndir hafa birst á samfélagmiðlum á vettvangi þar sem eigur farþega eru á floti í sjónum. Samkvæmt vefsíðunni Flightradar24.com var flugvélin afhent ný og ónotuð Lion Air í ágúst síðast liðnumUppfært 05:06 Í frétt AP kemur fram, að samkvæmt Indónesískum flugmálayfirvöldum er vélin sem fórst af gerðinni Boeing 737-MAX8. Vélin hvarf af ratsjá þrettán mínútum eftir flugtak frá Jakarta, höfuðborg Indónesíu eftir að hafa náð tæplega 1600 metra hæð. Icelandair tóku í notkun flugvélar svipaðrar tegundar fyrr á þessu ári. Hvort þær séu að sömu undirtegundar hefur ekki verið gefið upp.WATCH: Debris from #LionAir flight #JT610 floating in the sea off Java, after it crashed shortly after take off from Jakarta (BNPB Indonesia) https://t.co/4jVWZli7ag pic.twitter.com/A8v34SYC85— Channel NewsAsia (@ChannelNewsAsia) October 29, 2018 Some debris from #JT610 that reported has crashed this morning. pic.twitter.com/sWRSdGgG8n— Taz Imansyah (@KaitouTaz) October 29, 2018 Asía Fréttir af flugi Indónesía Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Fleiri fréttir Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Sjá meira
Leit stendur yfir að farþegum og áhöfn flugvélar Lion Air sem tók á loft frá Jakarta í nótt að íslenskum tíma. Vélin tók á loft klukkan 06.20 að staðartíma frá Pangkal Pinang sem er ein af eyjum Sumatra. Flugvélin hvarf af ratsjá skömmu eftir flugtak en það staðfestir talsmaður flugfélagsins, Danang Mandala Prihantoro.Flug JT610 frá Lion Air hvarf af ratsjá skömmu eftir flugtak frá Jakarta í Indónesíu. Leit stendur yfir af eftirlifendumSkjáskot af Flightratar24.comLeitarmenn hafa þegar verið sendir af stað norður frá eyjunni Java eða þar sem síðast er talið að vélin hafi verið en áhöfn á togara segist hafa séð flugvélina hrapa í hafið. Vélin er af gerðinni Boeing 737-800. Þá hafa flugmálayfirvöld í Indónesíu staðfest að vélin hafi hrapað í hafið en um borð voru 181 farþegi auk sjö manna áhafnar. Meðal farþega hafi verið að minnsta kostið þrjú börn.Uppfært 04:14 Ættingjar þeirra sem voru um borð í vél Lion Air hafa safnast saman fram við flugvöllinn í Jakarta og bíða þess að vita um afdrif ættingja sinna en flugslysið nú er það versta í Indónesíu frá því að flugvél Air Asia fórst í desember 2014 en þá fórust 162. Í skeyti frá flugmálayfirvöldum í Jakarta kemur fram að sjómenn á skipum hafi séð flugvélina hrapa til jarðar. Lion Air er yngsta en jafnframt stærsta flugfélag landsins og sinnir flugi jafnframt innanlands sem og millilandaflugi. Árið 2013 rann flugvél sömu tegundar og nú er fjallað um, út af flugbrautinni á alþjóðaflugvellinum á Balí, en án þess að einhver slasaðist. Þá voru 108 farþegar um borð.Uppfært 04.49 Flugmálayfirvöld í Indónesíu hafa verið birt myndir af munum þeirra sem voru um borð í vélinni. Talsmaður flugfélagsins, Sutopo Purow Nugroho, segir að vélin hafið hrapað eftir rúmlega klukkustund á flugi. Myndir hafa birst á samfélagmiðlum á vettvangi þar sem eigur farþega eru á floti í sjónum. Samkvæmt vefsíðunni Flightradar24.com var flugvélin afhent ný og ónotuð Lion Air í ágúst síðast liðnumUppfært 05:06 Í frétt AP kemur fram, að samkvæmt Indónesískum flugmálayfirvöldum er vélin sem fórst af gerðinni Boeing 737-MAX8. Vélin hvarf af ratsjá þrettán mínútum eftir flugtak frá Jakarta, höfuðborg Indónesíu eftir að hafa náð tæplega 1600 metra hæð. Icelandair tóku í notkun flugvélar svipaðrar tegundar fyrr á þessu ári. Hvort þær séu að sömu undirtegundar hefur ekki verið gefið upp.WATCH: Debris from #LionAir flight #JT610 floating in the sea off Java, after it crashed shortly after take off from Jakarta (BNPB Indonesia) https://t.co/4jVWZli7ag pic.twitter.com/A8v34SYC85— Channel NewsAsia (@ChannelNewsAsia) October 29, 2018 Some debris from #JT610 that reported has crashed this morning. pic.twitter.com/sWRSdGgG8n— Taz Imansyah (@KaitouTaz) October 29, 2018
Asía Fréttir af flugi Indónesía Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Fleiri fréttir Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Sjá meira