Mömmur þurfa oft að vera leiðinlegar Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 27. október 2018 10:00 Rannveig Jónsdóttir, sem alltaf er kölluð Gagga, Jóhanna Friðrika og Silja við tökur á Akranesi í vikunni. Fréttablaðið/Ernir Silja Hauksdóttir leikstjóri tekur um þessar mundir upp kvikmyndina Hey hó Agnes Cho á Akranesi. Kvikmyndin er grátbrosleg þroskasaga mæðgna. Handrit kvikmyndarinnar skrifar Silja ásamt Jóhönnu Friðriku Sæmundsdóttur og Rannveigu Jónsdóttur sem alltaf er kölluð Gagga. Tökur hafa farið fram víðs vegar um Akranes frá því í síðustu viku og munu standa yfir til 9. nóvember. „Við stefnum á að frumsýna myndina næsta haust,“ segir Silja um gang framleiðslunnar. Með aðalhlutverk í kvikmyndinni fara Katla Margrét Þorgeirsdóttir, Þorsteinn Bachmann og Björn Hlynur Haraldsson. Þá fara með hlutverk í myndinni Donna Cruz og Anna Kristín Arngrímsdóttir. Jóhanna Friðrika útskrifaðist sem leikari árið 2005 frá Listaháskóla Íslands og hefur starfað við leikstjórn og leiklist, bæði á sviði og í sjónvarpi. Hún bætti við sig meistaranámi í ritlist við Háskóla Íslands árið 2016.Rannveig Jónsdóttir, sem alltaf er kölluð Gagga, Jóhanna Friðrika og Silja við tökur á Akranesi í vikunni.Fréttablaðið/ErnirSilja er reynslumikill leikstjóri og handritshöfundur, landsmenn þekkja vel til verka hennar. Fyrsta kvikmynd hennar, Dís, var í fullri lengd. Þá stýrði hún sjónvarpsþáttaröðinni Ástríður, Stelpunum, Áramótaskaupum og Ríkinu, svo eitthvað sé nefnt. Gagga er sjálfstætt starfandi kvikmyndagerðarkona og hefur starfað við kvikmyndagerð í tvo áratugi, sem framleiðandi kvikmynda, sjónvarpsþátta og auglýsinga, en nýverið einnig við handritaskrif og leikstjórn.Hvernig kviknaði þessi hugmynd? Að skrifa þroskasögu mæðgna? Gagga: Hugmyndin er upphaflega frá Mikael Torfasyni. Hann sendi Silju uppkast að handriti að kvikmynd þar sem aðalsöguhetjan var ættleidd og bjó ásamt fjölskyldu sinni á Akranesi. Það sem okkur fannst strax spennandi var að þarna var ein aðalsöguhetjan stúlka, útlitslega af erlendum uppruna. Við tók svo vinna við að finna okkar eigin tón í sögunni, við rifum allt í sundur og fórum að leita að sögunni sem okkur langaði að segja. Það tók töluverðan tíma, mikið röfl og pælingar við hin ýmsu eldhúsborð. Við leigðum skrifstofur víðs vegar um bæinn. Við Silja eignuðumst líka hvor sína dótturina á meðan á ferlinu stóð, það er hálft ár á milli þeirra. Jósa kom svo inn í samstarfið eins og stormsveipur og í meðförum okkar þriggja varð okkar saga, handritið að myndinni, til. Þroskasaga mæðgna á Akranesi.Jóhanna Friðrika og GaggaFréttablaðið/ErnirSilja: Við kveiktum svo mikið á mömmunni. Móðirin varð að vera aðalpersónan. Og það gerðist einhvern veginn organískt. Við fundum fljótt að þar var mikill efniviður. Nú erum við allar að færast á þennan aldur sjálfar. Efnið stóð okkur nærri. Við kveiktum svo mikið á mömmunni. Þegar við leituðum eftir tilvísunum komumst við að því að það eru ekki til margar kvikmyndir sem skarta fimmtugri konu í aðalhlutverki, sem okkur þykir miður, því þetta er svo ótrúlega spennandi aldur og þroskaskeið.Hvernig þekkist þið? Hafið þið allar unnið saman áður? Silja: Ég og Gagga kynntumst við tökur á Kvikmyndinni Draumadísir. Og við höfum verið vinkonur síðan þá. Gagga: Kvikmyndagerð er fjölskyldubransinn. Það var kennaraverkfall og ég var send á sett hjá einni frænku til að hella upp á og smyrja lokur. Amma stjórnaði því af einskærri umhyggjusemi. Hún gat ekki hugsað sér að ég væri aðgerðalaus, það myndi enda illa. Ég hellti því upp á afar vont kaffi og bar fram gamalt rækjusalat og sumir fengu illt í magann.í aðalhlutverkum eru Katla Margrét Þorgeirsdóttir og Þorsteinn Bachmann.Fréttablaðið/ernirSilja: Ég var nítján ára. Mér fannst Gagga vera skemmtileg lítil stúlka sem gaman væri að fylgjast með í framtíðinni. Það voru heil tvö ár á milli okkar.Þarna varstu leikkona, vildir þú þá verða leikstjóri? Silja: Ég var þá ekki komin í nokkrar pælingar um hvað ég ætlaði að verða. Það var röð af tilviljunum sem réð því að ég fékk hlutverk í þessari kvikmynd. En þarna fékk ég skýra innsýn í kvikmyndagerð. Beint í æð og mjög óvænt. Jóhanna: Ég kynnist þeim báðum í kringum handritaskrifin. Við höfum hins vegar lengi vitað hver af annarri. Ég hef ekki mikið verið í heimi kvikmyndagerðar. Ég hef mest verið í hlutverki leikkonu og að elda mat.Og hvernig líkar þér? Jóhanna: Ég kem inn í þennan heim í gegnum skrifin. Það er ofsalega skemmtilegt. Mér líður svolítið eins og ég hafi bankað upp á bakdyramegin. Það er góð leið inn í þennan iðnað. Tókuð þið ykkar eigin sambönd við mæður ykkar í handritaskrifin? Jóhanna: Ég held að það sé nánast ómögulegt að skrifa án þess að nýta eitthvað af eigin reynsluheimi. Að því sögðu er þessi mynd samt alls ekki um samband okkar við mæður okkar. Mæðgnasambönd eru oft og tíðum tilfinningalega flókin og þar af leiðandi agalega spennandi viðfangsefni. Gagga: Myndin fjallar mikið um samskipti. Ekki bara mæðgna. Líka hjóna og vina. Doðann í hversdeginum og vanann. Óheilbrigð samskipti sem erfast. Umhyggjusemi sem verður að sjúklegri afskiptasemi. Stjórnlausa stjórnsemi sem eyðileggjandi afl. Okkar kona á erfitt með að sleppa tökunum. Hún er svo hrædd við að missa stjórnina. Og hvað gerist þá? Við erum alltaf í einhverjum stellingum út á við, Langar alltaf að vera einhvers staðar annars staðar og erum alltaf að hugsa um næsta áfanga sem á að breyta öllu. Silja: Stjórnsemi er svo flókin í foreldrasamböndum, þegar rótin er ást og umhyggja sem afvegaleiðist og verður jafnvel takmarkandi. En hún er líka svo skiljanleg, þótt hún geti sannarlega verið alveg óþolandi. Gagga: Mömmur þurfa svo oft að vera leiðinlegar, maður heyrir í sjálfri sér eins og ókunnugri rödd að handan. Mig langar oft að segja við eldri dóttur mína: Ég er ekki svona hræðilega leiðinleg, ég er mjög skemmtileg, í alvöru. Silja: Sambönd stelpna við mæður sínar hafa miklu oftar verið rædd í mín eyru en sambönd þeirra við feður sína og mögulega fá mömmurnar minni afslátt frá dætrum sínum en feðurnir. Það er þessi sterka nánd og þessar kröfur. Mæður óttast fyrir hönd dætra sinna. Þær eyða mikilli orku í að koma í veg fyrir að dætur þeirra þurfi að reka sig á sömu veggi og þær sjálfar eða lenda í sömu ógnum og hafa orðið á vegi þeirra. Og það er dáldið vanþakklátt verk og ansi mikil vinna og kannski alveg vonlaust bara. Akranes Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Viðtal Mest lesið Heillaði að læra hefðirnar í Húsó Lífið KK og Sinfó: Clint Eastwood mætti í Eldborg Gagnrýni Brad Pitt tjáir sig í fyrsta skipti um skilnaðinn Lífið Hefur lést um níu kíló eftir hjartaáfallið: „Maður vaknar svolítið við þetta“ Lífið „Þetta tekur svo svakalega á sálartetrið“ Lífið Steldu senunni í veislu sumarsins Lífið Sjarmerandi miðbæjaríbúð listapars Lífið Dreymir stanslaust kynlíf með öðru fólki en makanum Lífið Kolféll fyrir New York en sér íslenska náttúru í hillingum Lífið Tónlistarbransadrottning selur miðbæjarslotið Lífið Fleiri fréttir Brad Pitt tjáir sig í fyrsta skipti um skilnaðinn „Þetta tekur svo svakalega á sálartetrið“ Sjarmerandi miðbæjaríbúð listapars Heillaði að læra hefðirnar í Húsó Steldu senunni í veislu sumarsins Hefur lést um níu kíló eftir hjartaáfallið: „Maður vaknar svolítið við þetta“ Dreymir stanslaust kynlíf með öðru fólki en makanum Skvísurnar tóku yfir klúbbinn Tónlistarbransadrottning selur miðbæjarslotið Handlagin hjón selja tvær eignir í sögulegu farandshúsi Kjalar ástfanginn í tvö ár Diddú tíu þúsundasti gestur fótboltabullnanna Sú elsta í sögu Ungfrú Ísland glímdi við átröskun og varð minnst 39 kíló Alda Karen keppir í hermiakstri Var ekki að lifa lífinu heldur að þrauka það Eilish sópaði að sér verðlaunum á AMA-hátíðinni Kolféll fyrir New York en sér íslenska náttúru í hillingum Brauðtertu- og ostakökukeppni á Selfossi Sara Björk og Árni kaupa í Urriðaholti Senjórítur og Pálmi Gunnars stálu senunni á Rottweiler Eyjaherrar heiðruðu sjötugan Ásgeir í stjörnufans „Þessi þriggja daga hátíð er algjört konfekt” Þarf ekki stóra íbúð til að gera heimilið fallegt Ásta Kristrún og Valgeir biðla til vina í leit að húsnæði Óttar keypti 320 milljóna króna þakíbúð Segist hafa neyðst til að vera Laufey í beinni útsendingu Stjörnulífið: Fröllur í poka og franska rívíeran Ástir, losti, fíkn og svik – dauði Marilyn Monroe Flytur til Sydney Drake kom fram á tónleikum í 66°Norður Sjá meira
Silja Hauksdóttir leikstjóri tekur um þessar mundir upp kvikmyndina Hey hó Agnes Cho á Akranesi. Kvikmyndin er grátbrosleg þroskasaga mæðgna. Handrit kvikmyndarinnar skrifar Silja ásamt Jóhönnu Friðriku Sæmundsdóttur og Rannveigu Jónsdóttur sem alltaf er kölluð Gagga. Tökur hafa farið fram víðs vegar um Akranes frá því í síðustu viku og munu standa yfir til 9. nóvember. „Við stefnum á að frumsýna myndina næsta haust,“ segir Silja um gang framleiðslunnar. Með aðalhlutverk í kvikmyndinni fara Katla Margrét Þorgeirsdóttir, Þorsteinn Bachmann og Björn Hlynur Haraldsson. Þá fara með hlutverk í myndinni Donna Cruz og Anna Kristín Arngrímsdóttir. Jóhanna Friðrika útskrifaðist sem leikari árið 2005 frá Listaháskóla Íslands og hefur starfað við leikstjórn og leiklist, bæði á sviði og í sjónvarpi. Hún bætti við sig meistaranámi í ritlist við Háskóla Íslands árið 2016.Rannveig Jónsdóttir, sem alltaf er kölluð Gagga, Jóhanna Friðrika og Silja við tökur á Akranesi í vikunni.Fréttablaðið/ErnirSilja er reynslumikill leikstjóri og handritshöfundur, landsmenn þekkja vel til verka hennar. Fyrsta kvikmynd hennar, Dís, var í fullri lengd. Þá stýrði hún sjónvarpsþáttaröðinni Ástríður, Stelpunum, Áramótaskaupum og Ríkinu, svo eitthvað sé nefnt. Gagga er sjálfstætt starfandi kvikmyndagerðarkona og hefur starfað við kvikmyndagerð í tvo áratugi, sem framleiðandi kvikmynda, sjónvarpsþátta og auglýsinga, en nýverið einnig við handritaskrif og leikstjórn.Hvernig kviknaði þessi hugmynd? Að skrifa þroskasögu mæðgna? Gagga: Hugmyndin er upphaflega frá Mikael Torfasyni. Hann sendi Silju uppkast að handriti að kvikmynd þar sem aðalsöguhetjan var ættleidd og bjó ásamt fjölskyldu sinni á Akranesi. Það sem okkur fannst strax spennandi var að þarna var ein aðalsöguhetjan stúlka, útlitslega af erlendum uppruna. Við tók svo vinna við að finna okkar eigin tón í sögunni, við rifum allt í sundur og fórum að leita að sögunni sem okkur langaði að segja. Það tók töluverðan tíma, mikið röfl og pælingar við hin ýmsu eldhúsborð. Við leigðum skrifstofur víðs vegar um bæinn. Við Silja eignuðumst líka hvor sína dótturina á meðan á ferlinu stóð, það er hálft ár á milli þeirra. Jósa kom svo inn í samstarfið eins og stormsveipur og í meðförum okkar þriggja varð okkar saga, handritið að myndinni, til. Þroskasaga mæðgna á Akranesi.Jóhanna Friðrika og GaggaFréttablaðið/ErnirSilja: Við kveiktum svo mikið á mömmunni. Móðirin varð að vera aðalpersónan. Og það gerðist einhvern veginn organískt. Við fundum fljótt að þar var mikill efniviður. Nú erum við allar að færast á þennan aldur sjálfar. Efnið stóð okkur nærri. Við kveiktum svo mikið á mömmunni. Þegar við leituðum eftir tilvísunum komumst við að því að það eru ekki til margar kvikmyndir sem skarta fimmtugri konu í aðalhlutverki, sem okkur þykir miður, því þetta er svo ótrúlega spennandi aldur og þroskaskeið.Hvernig þekkist þið? Hafið þið allar unnið saman áður? Silja: Ég og Gagga kynntumst við tökur á Kvikmyndinni Draumadísir. Og við höfum verið vinkonur síðan þá. Gagga: Kvikmyndagerð er fjölskyldubransinn. Það var kennaraverkfall og ég var send á sett hjá einni frænku til að hella upp á og smyrja lokur. Amma stjórnaði því af einskærri umhyggjusemi. Hún gat ekki hugsað sér að ég væri aðgerðalaus, það myndi enda illa. Ég hellti því upp á afar vont kaffi og bar fram gamalt rækjusalat og sumir fengu illt í magann.í aðalhlutverkum eru Katla Margrét Þorgeirsdóttir og Þorsteinn Bachmann.Fréttablaðið/ernirSilja: Ég var nítján ára. Mér fannst Gagga vera skemmtileg lítil stúlka sem gaman væri að fylgjast með í framtíðinni. Það voru heil tvö ár á milli okkar.Þarna varstu leikkona, vildir þú þá verða leikstjóri? Silja: Ég var þá ekki komin í nokkrar pælingar um hvað ég ætlaði að verða. Það var röð af tilviljunum sem réð því að ég fékk hlutverk í þessari kvikmynd. En þarna fékk ég skýra innsýn í kvikmyndagerð. Beint í æð og mjög óvænt. Jóhanna: Ég kynnist þeim báðum í kringum handritaskrifin. Við höfum hins vegar lengi vitað hver af annarri. Ég hef ekki mikið verið í heimi kvikmyndagerðar. Ég hef mest verið í hlutverki leikkonu og að elda mat.Og hvernig líkar þér? Jóhanna: Ég kem inn í þennan heim í gegnum skrifin. Það er ofsalega skemmtilegt. Mér líður svolítið eins og ég hafi bankað upp á bakdyramegin. Það er góð leið inn í þennan iðnað. Tókuð þið ykkar eigin sambönd við mæður ykkar í handritaskrifin? Jóhanna: Ég held að það sé nánast ómögulegt að skrifa án þess að nýta eitthvað af eigin reynsluheimi. Að því sögðu er þessi mynd samt alls ekki um samband okkar við mæður okkar. Mæðgnasambönd eru oft og tíðum tilfinningalega flókin og þar af leiðandi agalega spennandi viðfangsefni. Gagga: Myndin fjallar mikið um samskipti. Ekki bara mæðgna. Líka hjóna og vina. Doðann í hversdeginum og vanann. Óheilbrigð samskipti sem erfast. Umhyggjusemi sem verður að sjúklegri afskiptasemi. Stjórnlausa stjórnsemi sem eyðileggjandi afl. Okkar kona á erfitt með að sleppa tökunum. Hún er svo hrædd við að missa stjórnina. Og hvað gerist þá? Við erum alltaf í einhverjum stellingum út á við, Langar alltaf að vera einhvers staðar annars staðar og erum alltaf að hugsa um næsta áfanga sem á að breyta öllu. Silja: Stjórnsemi er svo flókin í foreldrasamböndum, þegar rótin er ást og umhyggja sem afvegaleiðist og verður jafnvel takmarkandi. En hún er líka svo skiljanleg, þótt hún geti sannarlega verið alveg óþolandi. Gagga: Mömmur þurfa svo oft að vera leiðinlegar, maður heyrir í sjálfri sér eins og ókunnugri rödd að handan. Mig langar oft að segja við eldri dóttur mína: Ég er ekki svona hræðilega leiðinleg, ég er mjög skemmtileg, í alvöru. Silja: Sambönd stelpna við mæður sínar hafa miklu oftar verið rædd í mín eyru en sambönd þeirra við feður sína og mögulega fá mömmurnar minni afslátt frá dætrum sínum en feðurnir. Það er þessi sterka nánd og þessar kröfur. Mæður óttast fyrir hönd dætra sinna. Þær eyða mikilli orku í að koma í veg fyrir að dætur þeirra þurfi að reka sig á sömu veggi og þær sjálfar eða lenda í sömu ógnum og hafa orðið á vegi þeirra. Og það er dáldið vanþakklátt verk og ansi mikil vinna og kannski alveg vonlaust bara.
Akranes Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Viðtal Mest lesið Heillaði að læra hefðirnar í Húsó Lífið KK og Sinfó: Clint Eastwood mætti í Eldborg Gagnrýni Brad Pitt tjáir sig í fyrsta skipti um skilnaðinn Lífið Hefur lést um níu kíló eftir hjartaáfallið: „Maður vaknar svolítið við þetta“ Lífið „Þetta tekur svo svakalega á sálartetrið“ Lífið Steldu senunni í veislu sumarsins Lífið Sjarmerandi miðbæjaríbúð listapars Lífið Dreymir stanslaust kynlíf með öðru fólki en makanum Lífið Kolféll fyrir New York en sér íslenska náttúru í hillingum Lífið Tónlistarbransadrottning selur miðbæjarslotið Lífið Fleiri fréttir Brad Pitt tjáir sig í fyrsta skipti um skilnaðinn „Þetta tekur svo svakalega á sálartetrið“ Sjarmerandi miðbæjaríbúð listapars Heillaði að læra hefðirnar í Húsó Steldu senunni í veislu sumarsins Hefur lést um níu kíló eftir hjartaáfallið: „Maður vaknar svolítið við þetta“ Dreymir stanslaust kynlíf með öðru fólki en makanum Skvísurnar tóku yfir klúbbinn Tónlistarbransadrottning selur miðbæjarslotið Handlagin hjón selja tvær eignir í sögulegu farandshúsi Kjalar ástfanginn í tvö ár Diddú tíu þúsundasti gestur fótboltabullnanna Sú elsta í sögu Ungfrú Ísland glímdi við átröskun og varð minnst 39 kíló Alda Karen keppir í hermiakstri Var ekki að lifa lífinu heldur að þrauka það Eilish sópaði að sér verðlaunum á AMA-hátíðinni Kolféll fyrir New York en sér íslenska náttúru í hillingum Brauðtertu- og ostakökukeppni á Selfossi Sara Björk og Árni kaupa í Urriðaholti Senjórítur og Pálmi Gunnars stálu senunni á Rottweiler Eyjaherrar heiðruðu sjötugan Ásgeir í stjörnufans „Þessi þriggja daga hátíð er algjört konfekt” Þarf ekki stóra íbúð til að gera heimilið fallegt Ásta Kristrún og Valgeir biðla til vina í leit að húsnæði Óttar keypti 320 milljóna króna þakíbúð Segist hafa neyðst til að vera Laufey í beinni útsendingu Stjörnulífið: Fröllur í poka og franska rívíeran Ástir, losti, fíkn og svik – dauði Marilyn Monroe Flytur til Sydney Drake kom fram á tónleikum í 66°Norður Sjá meira