Klárar Hamilton dæmið í Mexíkó? Bragi Þórðarson skrifar 26. október 2018 18:30 Það þarf mikið að ganga á svo Hamilton verði ekki heimsmeistari um helgina. vísir/getty Nítjánda umferð Formúlu 1 fer fram í Mexíkó um helgina. Um síðustu helgi var keppt í Texas-fylki í Bandaríkjunum og er ferðalagið því nokkuð stutt fyrir liðin. Hermanos Rodriguez-brautin í Mexíkóborg er 4.3 kílómetrar að lengd og var fyrst tekin í notkun árið 1963. Gríðarleg stemning myndast á brautinni þá sérstaklega í 14. beygju þar sem bílarnir aka í gegnum hafnarboltavöll. Bretinn Jim Clark vann fyrsta kappaksturinn á brautinni og tryggði sér heimsmeistaratitilinn árið 1963 með þeim sigri. Nú um helgina á landi hans, Lewis Hamilton, möguleika á að tryggja sér sinn fimmta heimsmeistaratitil. Lewis er svo gott sem búinn að tryggja sér titilinn en þó á Sebastian Vettel enn stærðfræðilega möguleika á að ná Bretanum í stigakeppni ökumanna. Það eina sem Lewis þarf að gera til þess að vinna sinn fimmta titil um helgina er að klára keppnina á sunnudaginn í sjöunda sæti eða ofar. Hamilton hefur aldrei klárað keppni neðar en í fimmta sæti í ár. Eftir sögulegan sigur Kimi Raikkonen um síðustu helgi minnkaði Ferrari forskot Mercedes niður í 66 stig í keppni bílasmiða. Verkið er því ekki ómögulegt fyrir ítalska liðið þar sem 129 stig eru eftir í pottinum. Æfingar, tímatökur og kappaksturinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport um helgina. Bílarnir ræsa af stað í kappaksturinn klukkan sjö á sunnudagskvöldið. Formúla Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Íslenski boltinn „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Fótbolti Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira
Nítjánda umferð Formúlu 1 fer fram í Mexíkó um helgina. Um síðustu helgi var keppt í Texas-fylki í Bandaríkjunum og er ferðalagið því nokkuð stutt fyrir liðin. Hermanos Rodriguez-brautin í Mexíkóborg er 4.3 kílómetrar að lengd og var fyrst tekin í notkun árið 1963. Gríðarleg stemning myndast á brautinni þá sérstaklega í 14. beygju þar sem bílarnir aka í gegnum hafnarboltavöll. Bretinn Jim Clark vann fyrsta kappaksturinn á brautinni og tryggði sér heimsmeistaratitilinn árið 1963 með þeim sigri. Nú um helgina á landi hans, Lewis Hamilton, möguleika á að tryggja sér sinn fimmta heimsmeistaratitil. Lewis er svo gott sem búinn að tryggja sér titilinn en þó á Sebastian Vettel enn stærðfræðilega möguleika á að ná Bretanum í stigakeppni ökumanna. Það eina sem Lewis þarf að gera til þess að vinna sinn fimmta titil um helgina er að klára keppnina á sunnudaginn í sjöunda sæti eða ofar. Hamilton hefur aldrei klárað keppni neðar en í fimmta sæti í ár. Eftir sögulegan sigur Kimi Raikkonen um síðustu helgi minnkaði Ferrari forskot Mercedes niður í 66 stig í keppni bílasmiða. Verkið er því ekki ómögulegt fyrir ítalska liðið þar sem 129 stig eru eftir í pottinum. Æfingar, tímatökur og kappaksturinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport um helgina. Bílarnir ræsa af stað í kappaksturinn klukkan sjö á sunnudagskvöldið.
Formúla Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Íslenski boltinn „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Fótbolti Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira