Fákasel rís úr öskunni Stefán Ó. Jónsson skrifar 25. október 2018 16:28 Hér ber að líta hópinn að baki enduropnun Fákasels. Aðsend Hestagarðurinn Fákasel hefur opnað á ný. Honum var lokað í febrúar í fyrra eftir að hafa tapað um 199 milljónum króna árið áður. Greint var frá því í janúar síðastliðnum að félagið Á Ingólfshvoli hafi keypt jörðina Ingólfshvol í Ölfusi auk allra eigna Fákasels. Vilji nýrra eigenda stóð til þess að byggja upp blómlega starfsemi á sviði hesta- og ferðamennsku og voru þau Sindri Daði Rafnsson og Íris Dröfn Kristjánsdóttir, sem ráku áður Sindrabakarí á Flúðum, fengin til þess að halda utan um rekstur veitingastaðar Fákasels. Fram kemur í tilkynningu frá aðstandendum Fákasels að þar hafi nú þegar opnað veitingastaður sem tekur um 80 manns í sæti auk þess sem 160 manna veislusalur hafi verið tekinn í notkun fyrir stærri hópa og einkasamkvæmi. Sjá einnig: Fákaseli lokað eftir mikinn taprekstur Auk veitingasölu verður boðið upp á „stuttar reiðsýningar í höllinni.“ Agnes Hekla Árnadóttir og Högni Freyr Kristínarson eru sögð hafa veg og vanda að sýningum þar sem íslenski hesturinn og gangtegundir hans eru kynntar. Nýir eigendur Fákasels eru félögin Fylkir og Sjónver. Bryndís Anna Brynjarsdóttir á Fylki og athafnamaðurinn Þóroddur Stefánsson á 96 prósenta hlut í Sjónveri. Eiríkur Óli Árnason, fyrrverandi forstöðumaður hjá Frjálsa fjárfestingarbankanum, er stjórnarformaður Á Ingólfshvoli. Ferðamennska á Íslandi Nýsköpun Hestar Ölfus Tengdar fréttir Fákaseli lokað eftir mikinn taprekstur Hestasýningum Fákasels Í Ölfusi var hætt í síðustu viku. Icelandair Group, Landsbankinn og sjö lífeyrissjóðir áttu um 90 prósenta hlut í ferðaþjónustufyrirtækinu. 22. febrúar 2017 07:30 Fákasel tapaði 199 milljónum rétt fyrir lokun Hestagarðurinn Fákasel í Ölfusi tapaði 199 milljónum króna í fyrra en honum var lokað í febrúar síðastliðnum. Tapreksturinn frá opnun í janúar 2014 nam þá mörg hundruð milljónum króna og félagið fékk heimild til nauðasamninga. 29. nóvember 2017 09:30 Mest lesið Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Neytendur „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Viðskipti innlent Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Viðskipti innlent Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Viðskipti innlent Birgir til Banana Viðskipti innlent Nálgast samkomulag um TikTok Viðskipti erlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Fleiri fréttir Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Sjá meira
Hestagarðurinn Fákasel hefur opnað á ný. Honum var lokað í febrúar í fyrra eftir að hafa tapað um 199 milljónum króna árið áður. Greint var frá því í janúar síðastliðnum að félagið Á Ingólfshvoli hafi keypt jörðina Ingólfshvol í Ölfusi auk allra eigna Fákasels. Vilji nýrra eigenda stóð til þess að byggja upp blómlega starfsemi á sviði hesta- og ferðamennsku og voru þau Sindri Daði Rafnsson og Íris Dröfn Kristjánsdóttir, sem ráku áður Sindrabakarí á Flúðum, fengin til þess að halda utan um rekstur veitingastaðar Fákasels. Fram kemur í tilkynningu frá aðstandendum Fákasels að þar hafi nú þegar opnað veitingastaður sem tekur um 80 manns í sæti auk þess sem 160 manna veislusalur hafi verið tekinn í notkun fyrir stærri hópa og einkasamkvæmi. Sjá einnig: Fákaseli lokað eftir mikinn taprekstur Auk veitingasölu verður boðið upp á „stuttar reiðsýningar í höllinni.“ Agnes Hekla Árnadóttir og Högni Freyr Kristínarson eru sögð hafa veg og vanda að sýningum þar sem íslenski hesturinn og gangtegundir hans eru kynntar. Nýir eigendur Fákasels eru félögin Fylkir og Sjónver. Bryndís Anna Brynjarsdóttir á Fylki og athafnamaðurinn Þóroddur Stefánsson á 96 prósenta hlut í Sjónveri. Eiríkur Óli Árnason, fyrrverandi forstöðumaður hjá Frjálsa fjárfestingarbankanum, er stjórnarformaður Á Ingólfshvoli.
Ferðamennska á Íslandi Nýsköpun Hestar Ölfus Tengdar fréttir Fákaseli lokað eftir mikinn taprekstur Hestasýningum Fákasels Í Ölfusi var hætt í síðustu viku. Icelandair Group, Landsbankinn og sjö lífeyrissjóðir áttu um 90 prósenta hlut í ferðaþjónustufyrirtækinu. 22. febrúar 2017 07:30 Fákasel tapaði 199 milljónum rétt fyrir lokun Hestagarðurinn Fákasel í Ölfusi tapaði 199 milljónum króna í fyrra en honum var lokað í febrúar síðastliðnum. Tapreksturinn frá opnun í janúar 2014 nam þá mörg hundruð milljónum króna og félagið fékk heimild til nauðasamninga. 29. nóvember 2017 09:30 Mest lesið Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Neytendur „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Viðskipti innlent Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Viðskipti innlent Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Viðskipti innlent Birgir til Banana Viðskipti innlent Nálgast samkomulag um TikTok Viðskipti erlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Fleiri fréttir Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Sjá meira
Fákaseli lokað eftir mikinn taprekstur Hestasýningum Fákasels Í Ölfusi var hætt í síðustu viku. Icelandair Group, Landsbankinn og sjö lífeyrissjóðir áttu um 90 prósenta hlut í ferðaþjónustufyrirtækinu. 22. febrúar 2017 07:30
Fákasel tapaði 199 milljónum rétt fyrir lokun Hestagarðurinn Fákasel í Ölfusi tapaði 199 milljónum króna í fyrra en honum var lokað í febrúar síðastliðnum. Tapreksturinn frá opnun í janúar 2014 nam þá mörg hundruð milljónum króna og félagið fékk heimild til nauðasamninga. 29. nóvember 2017 09:30