Viðskipti innlent

Segja á­kvörðun um verndar­tolla enn slegið á frest

Kjartan Kjartansson skrifar
Kísilmálmverksmiðja Elkem á Grundartanga. Fyrirtæki er einnig með starfsemi í Noregi. Hvorki Ísland né Noregur fá undanþágu frá verndartollum ESB á kísilmálm samkvæmt tillögu framkvæmdastjórnar sambandsins.
Kísilmálmverksmiðja Elkem á Grundartanga. Fyrirtæki er einnig með starfsemi í Noregi. Hvorki Ísland né Noregur fá undanþágu frá verndartollum ESB á kísilmálm samkvæmt tillögu framkvæmdastjórnar sambandsins. Vísir/Vilhelm

Atkvæðagreiðslu um verndartolla Evrópusambandsins á kísilmálm hefur enn verið frestað, að sögn Ríkisútvarpsins og norskra fjölmiðla. Endanlegri ákvörðun hafði verið frestað til dagsins í dag en nú er því haldið fram að hún fari fram á morgun.

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins lagði fram tillögu um tollana í síðustu viku en samkvæmt henni voru hvorki íslenskir né norskir framleiðendur kísilmálms undanþegnir þeim.

Til stóð að aðildarríki sambandsins greiddu atkvæði um tillöguna á föstudag en því var frestað til dagsins í dag. Nú segja bæði Ríkisútvarpið og TV2 í Noregi að fundi í Brussel hafi verið frestað til morguns.

Verndartollunum er sagt ætlað að verja sjö járnblendiframleiðendur í Evrópu sem hafa misst verulega markaðshlutdeild vegna ódýrari innflutnings frá ríkjum utan sambandsins.


Tengdar fréttir

Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags

Of snemmt er að segja til um hversu þungt höggið verður fyrir verksmiðju Elkem á Grundartanga samþykki ríki ESB tillögu framkvæmdastjórnarinnar um verndarráðstafanir. Sérfræðingur í Evrópurétti segir skýrt í regluverki Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar að ef tollabandalög grípa til verndarráðstafana þá gildi þær um alla sem standa utan bandalagsins, ekki bara suma.

Bindur vonir við „plan B“

Utanríkisráðherra lýsir vonbrigðum yfir því að framkvæmdastjórn ESB vilji ekki gefa Íslandi undanþágu frá tollum á járnblendi. Fyrst „plan A“ virkaði ekki bindur hún vonir við „plan B“ en skýrir þó ekki hvað hún meinar með því. Forstjóri Elkem lýsir einnig óvissu og vonbrigðum en telur ólíklegt að tilverugrundvelli fyrirtækisins sé ógnað. Enn sé of mikið af ósvöruðum spurningum.

Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm

Fulltrúar Evrópusambandsins hafa gert íslenskum og norskum stjórnvöldum ljóst að þau verði ekki undanþegin verndartollum sambandsins á kísilmálm. Utanríkisráðuneytið segir ákvörðunina ekki endanlega.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×