Standa með ákvörðun sinni með að gefa Áslaugu Thelmu orðið Birgir Olgeirsson skrifar 25. október 2018 14:59 Mikill fjöldi var á Arnarhóli i dag. Vísir/Vilhelm Aðstandendur kvennafrís standa með ákvörðun sinni um að gefa Áslaugu Thelmu Einarsdóttur, sem var sagt upp hjá Orku náttúru í september síðastliðnum, orðið á baráttufundi kvenna á Arnarhóli í gær. Þar flutti Áslaug Thelma ræðu þar sem hún rakti undanfara uppsagnar sinnar hjá ON og eftirmála. Áslaug sagðist hafa tilkynnt starfsmannastjóra Orkuveitunnar, Sólrúnu Kristjánsdóttur, um dónaskap og ruddaskap framkvæmdastjóra ON.Hildur Þórisdóttir, mannauðsstjóri Mannvits.Mynd/MannvitHún sagðist hafa fengið þau svör frá starfsmannastjóranum að gefa ætti framkvæmdastjóranum annað tækifæri en henni var hins vegar sagt upp störfum. Framkvæmdastjóra ON var sagt upp störfum eftir að Áslaug Thelma hafði setið fund með forstjóra OR og starfsmannastjóranum en uppsögn Áslaugar Thelmu hefur ekki verið dregin til baka og segist hún ekki hafa fengið útskýringar á því hvers vegna henni var sagt upp. Hildur Þórisdóttir, mannauðsstjóri Mannvits og fyrrverandi markaðs- og mannauðsstjóri hjá Kviku banka, krafðist þess að skipuleggjendur Kvennafrídagsins biðji starfsmannastjóra Orkuveitunnar afsökunar vegna ræðu Áslaugar Thelmu. Hildur sagði að skipuleggjendum Kvennafrídagsins ætti að vera fullljóst að fjölmiðlaumfjöllun um mál Áslaugar Thelmu endurspegli aðeins það sem fram hefur komið í málflutningi Áslaugar Thelmu og eiginmanns hennar, Einars Bárðarsonar. Starfsmannastjóri og aðrir stjórnendur Orkuveitunnar séu hins vegar bundnir trúnaði og geti ekki tjáð sig efnislega um málið í fjölmiðlum.Skipuleggjendur kvennafrís segja í yfirlýsingu til fjölmiðla að þeim hafi verið full ljóst að ákvörðunin um að gefa Áslaugu Thelmu orðið á Arnarhóli í gær yrði umdeild, sérstaklega þar sem mál hennar væri enn í rannsókn hjá innri endurskoðun Reykjavíkurborgar og engin niðurstaða komin. „Við þá ákvörðun litum við til þess að ekki eitt einasta #MeToo mál hefur verið leitt til lykta með sakfellingu fyrir dómstólum og óvíst að svo verði nokkurn tímann. Það þýðir ekki að rödd þeirra sem telja á sér brotið eigi ekki að fá að hljóma,“ segir í yfirlýsingunni. Skipuleggjendur segjast ekki hafa reynt að hafa áhrif á efnistök Áslaugar Thelmu frekar en efnistök annarra ræðukvenna í gær. „Það er ekki okkar að segja konum sem vilja stíga fram og segja frá sínum upplifunum hvernig þær megi færa þær í orð. Við stöndum því við þá ákvörðun okkar að gefa Áslaugu orðið á fundinum.“ Yfirlýsinguna má lesa í heild hér fyrir neðan: Þegar við aðstandendur Kvennafrís tókum þá ákvörðun að gefa Áslaugu Thelmu Einarsdóttur orðið á samstöðufundi á Arnarhóli í gær, þann 24. október, vissum við að sú ákvörðun yrði umdeild. Sérstaklega þar sem mál hennar er enn í rannsókn og engin niðurstaða komin. Við þá ákvörðun litum við til þess að ekki eitt einasta #MeToo mál hefur verið leitt til lykta með sakfellingu fyrir dómstólum og óvíst að svo verði nokkurn tímann. Það þýðir ekki að rödd þeirra sem telja á sér brotið eigi ekki að fá að hljóma.Boðað var til samstöðufundarins á Arnarhóli í nafni #MeToo byltingarinnar og markmiðið meðal annars að sýna þolendum stuðning í orði og verki. Við vitum að svona mál taka á alla hlutaðeigandi þegar þau koma upp og að úrlausn þeirra getur verin flókin og sár. Okkur þykir leiðinlegt að aðrar konur hafi upplifað að sér vegið á samstöðufundi allra kvenna á Íslandi.Við reyndum ekki að hafa áhrif á efnistök Áslaugar Thelmu, ekki frekar en efnistök annarra ræðukvenna á Arnarhóli í gær. Það er ekki okkar að segja konum sem vilja stíga fram og segja frá sínum upplifunum hvernig þær megi færa þær í orð. Við stöndum því við þá ákvörðun okkar að gefa Áslaugu orðið á fundinum. Úttekt á uppsögnum hjá OR Tengdar fréttir Krefur skipuleggjendur Kvennafrídagsins um afsökunarbeiðni vegna ræðu Áslaugar Thelmu Hildur segir umfjöllun fjölmiðla um mál Áslaugar Thelmu einhliða og lýsir yfir áhyggjum af trúverðugleika #MeToo-byltingarinnar, komi í ljós að Áslaug Thelma sé ekki að segja satt. 25. október 2018 06:50 „Þess vegna hafi þurft að reka þig, svo hann gæti haldið áfram að vera góður rekstrarmaður“ Áslaug Thelma sagði frá sinni upplifun af OR-málinu. 24. október 2018 16:37 Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Innlent Fleiri fréttir Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Sjá meira
Aðstandendur kvennafrís standa með ákvörðun sinni um að gefa Áslaugu Thelmu Einarsdóttur, sem var sagt upp hjá Orku náttúru í september síðastliðnum, orðið á baráttufundi kvenna á Arnarhóli í gær. Þar flutti Áslaug Thelma ræðu þar sem hún rakti undanfara uppsagnar sinnar hjá ON og eftirmála. Áslaug sagðist hafa tilkynnt starfsmannastjóra Orkuveitunnar, Sólrúnu Kristjánsdóttur, um dónaskap og ruddaskap framkvæmdastjóra ON.Hildur Þórisdóttir, mannauðsstjóri Mannvits.Mynd/MannvitHún sagðist hafa fengið þau svör frá starfsmannastjóranum að gefa ætti framkvæmdastjóranum annað tækifæri en henni var hins vegar sagt upp störfum. Framkvæmdastjóra ON var sagt upp störfum eftir að Áslaug Thelma hafði setið fund með forstjóra OR og starfsmannastjóranum en uppsögn Áslaugar Thelmu hefur ekki verið dregin til baka og segist hún ekki hafa fengið útskýringar á því hvers vegna henni var sagt upp. Hildur Þórisdóttir, mannauðsstjóri Mannvits og fyrrverandi markaðs- og mannauðsstjóri hjá Kviku banka, krafðist þess að skipuleggjendur Kvennafrídagsins biðji starfsmannastjóra Orkuveitunnar afsökunar vegna ræðu Áslaugar Thelmu. Hildur sagði að skipuleggjendum Kvennafrídagsins ætti að vera fullljóst að fjölmiðlaumfjöllun um mál Áslaugar Thelmu endurspegli aðeins það sem fram hefur komið í málflutningi Áslaugar Thelmu og eiginmanns hennar, Einars Bárðarsonar. Starfsmannastjóri og aðrir stjórnendur Orkuveitunnar séu hins vegar bundnir trúnaði og geti ekki tjáð sig efnislega um málið í fjölmiðlum.Skipuleggjendur kvennafrís segja í yfirlýsingu til fjölmiðla að þeim hafi verið full ljóst að ákvörðunin um að gefa Áslaugu Thelmu orðið á Arnarhóli í gær yrði umdeild, sérstaklega þar sem mál hennar væri enn í rannsókn hjá innri endurskoðun Reykjavíkurborgar og engin niðurstaða komin. „Við þá ákvörðun litum við til þess að ekki eitt einasta #MeToo mál hefur verið leitt til lykta með sakfellingu fyrir dómstólum og óvíst að svo verði nokkurn tímann. Það þýðir ekki að rödd þeirra sem telja á sér brotið eigi ekki að fá að hljóma,“ segir í yfirlýsingunni. Skipuleggjendur segjast ekki hafa reynt að hafa áhrif á efnistök Áslaugar Thelmu frekar en efnistök annarra ræðukvenna í gær. „Það er ekki okkar að segja konum sem vilja stíga fram og segja frá sínum upplifunum hvernig þær megi færa þær í orð. Við stöndum því við þá ákvörðun okkar að gefa Áslaugu orðið á fundinum.“ Yfirlýsinguna má lesa í heild hér fyrir neðan: Þegar við aðstandendur Kvennafrís tókum þá ákvörðun að gefa Áslaugu Thelmu Einarsdóttur orðið á samstöðufundi á Arnarhóli í gær, þann 24. október, vissum við að sú ákvörðun yrði umdeild. Sérstaklega þar sem mál hennar er enn í rannsókn og engin niðurstaða komin. Við þá ákvörðun litum við til þess að ekki eitt einasta #MeToo mál hefur verið leitt til lykta með sakfellingu fyrir dómstólum og óvíst að svo verði nokkurn tímann. Það þýðir ekki að rödd þeirra sem telja á sér brotið eigi ekki að fá að hljóma.Boðað var til samstöðufundarins á Arnarhóli í nafni #MeToo byltingarinnar og markmiðið meðal annars að sýna þolendum stuðning í orði og verki. Við vitum að svona mál taka á alla hlutaðeigandi þegar þau koma upp og að úrlausn þeirra getur verin flókin og sár. Okkur þykir leiðinlegt að aðrar konur hafi upplifað að sér vegið á samstöðufundi allra kvenna á Íslandi.Við reyndum ekki að hafa áhrif á efnistök Áslaugar Thelmu, ekki frekar en efnistök annarra ræðukvenna á Arnarhóli í gær. Það er ekki okkar að segja konum sem vilja stíga fram og segja frá sínum upplifunum hvernig þær megi færa þær í orð. Við stöndum því við þá ákvörðun okkar að gefa Áslaugu orðið á fundinum.
Úttekt á uppsögnum hjá OR Tengdar fréttir Krefur skipuleggjendur Kvennafrídagsins um afsökunarbeiðni vegna ræðu Áslaugar Thelmu Hildur segir umfjöllun fjölmiðla um mál Áslaugar Thelmu einhliða og lýsir yfir áhyggjum af trúverðugleika #MeToo-byltingarinnar, komi í ljós að Áslaug Thelma sé ekki að segja satt. 25. október 2018 06:50 „Þess vegna hafi þurft að reka þig, svo hann gæti haldið áfram að vera góður rekstrarmaður“ Áslaug Thelma sagði frá sinni upplifun af OR-málinu. 24. október 2018 16:37 Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Innlent Fleiri fréttir Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Sjá meira
Krefur skipuleggjendur Kvennafrídagsins um afsökunarbeiðni vegna ræðu Áslaugar Thelmu Hildur segir umfjöllun fjölmiðla um mál Áslaugar Thelmu einhliða og lýsir yfir áhyggjum af trúverðugleika #MeToo-byltingarinnar, komi í ljós að Áslaug Thelma sé ekki að segja satt. 25. október 2018 06:50
„Þess vegna hafi þurft að reka þig, svo hann gæti haldið áfram að vera góður rekstrarmaður“ Áslaug Thelma sagði frá sinni upplifun af OR-málinu. 24. október 2018 16:37
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent