Kvikusöfnun hugsanlega að aukast í Öræfajökli Birgir Olgeirsson skrifar 25. október 2018 11:29 Svínafellsjökull er einn af skriðjöklum Öræfajökuls. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Kvikusöfnun er hugsanlega að aukast undir Öræfajökli og virðist eldstöðin vera að búa sig undir gos. Hvenær eða hvort gos verður yfir höfuð er hins vegar erfitt að spá fyrir um að mati sérfræðinga. Sigurlaug Hjaltadóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir í samtali við Vísi að skjálftavirkni í eldstöðinni hafi aukist frá síðasta hausti og bendir flest til þess að aflögunin á henni hafi aukist frá því fyrri part árs. Aflögunin er þensla á eldstöðinni sem er mæld með GPS-tækjum og gervitunglamyndum. Aukin aflögun getur gefið til kynna að kvikusöfnun sé að aukast en það hefur reynst erfitt að greina það því árssveiflur snjólaga og íss geta haft áhrif á mælingar. Mælingarnar taka því ávallt frekar langan tíma því mögulega gæti bráðnun ísbreiðunnar yfir sumarið haft áhrif á aflögunina. Nú sé hins vegar komið í ljós að aflögunin virðist vera að eiga sér stað með meiri hraða en fyrri part árs.Gæti endað með innskotsvirkni Greint var frá þessu á íbúafundi sem almannavarnanefnd sveitarfélagsins Hornafjarðar hélt í Hofgarði í Öræfum í gærkvöldi og fréttastofa Ríkisútvarpsins sagði frá. Almannavarnir hafa verið með óvissuástand vegna jarðhræringa í Öræfajökli frá síðasta hausti. Ekki er talin ástæða til að hækka viðbúnaðarstigið að svo stöddu. Sigurlaug segir ljóst að Öræfajökull sé að búa sig undir gos. Hvort eða hvenær það verður er erfitt að segja til um. Mögulega gæti þess virkni jafnvel endað með innskotsvirkni og ekki kæmi til goss. Þá er ómögulegt að segja til um hvenær það mun gjósa, hvort það verði eftir nokkra mánuði, ár eða áratugi. Sigurlaug segir fræðinga hins vegar sannfærða um að hægt sé að útiloka að gos verði í jöklinum á næstu dögum. Undanfarar ættu að sjást greinilega á mælum sem eru við eldstöðina. Almannavarnir Eldgos og jarðhræringar Hornafjörður Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Sjá meira
Kvikusöfnun er hugsanlega að aukast undir Öræfajökli og virðist eldstöðin vera að búa sig undir gos. Hvenær eða hvort gos verður yfir höfuð er hins vegar erfitt að spá fyrir um að mati sérfræðinga. Sigurlaug Hjaltadóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir í samtali við Vísi að skjálftavirkni í eldstöðinni hafi aukist frá síðasta hausti og bendir flest til þess að aflögunin á henni hafi aukist frá því fyrri part árs. Aflögunin er þensla á eldstöðinni sem er mæld með GPS-tækjum og gervitunglamyndum. Aukin aflögun getur gefið til kynna að kvikusöfnun sé að aukast en það hefur reynst erfitt að greina það því árssveiflur snjólaga og íss geta haft áhrif á mælingar. Mælingarnar taka því ávallt frekar langan tíma því mögulega gæti bráðnun ísbreiðunnar yfir sumarið haft áhrif á aflögunina. Nú sé hins vegar komið í ljós að aflögunin virðist vera að eiga sér stað með meiri hraða en fyrri part árs.Gæti endað með innskotsvirkni Greint var frá þessu á íbúafundi sem almannavarnanefnd sveitarfélagsins Hornafjarðar hélt í Hofgarði í Öræfum í gærkvöldi og fréttastofa Ríkisútvarpsins sagði frá. Almannavarnir hafa verið með óvissuástand vegna jarðhræringa í Öræfajökli frá síðasta hausti. Ekki er talin ástæða til að hækka viðbúnaðarstigið að svo stöddu. Sigurlaug segir ljóst að Öræfajökull sé að búa sig undir gos. Hvort eða hvenær það verður er erfitt að segja til um. Mögulega gæti þess virkni jafnvel endað með innskotsvirkni og ekki kæmi til goss. Þá er ómögulegt að segja til um hvenær það mun gjósa, hvort það verði eftir nokkra mánuði, ár eða áratugi. Sigurlaug segir fræðinga hins vegar sannfærða um að hægt sé að útiloka að gos verði í jöklinum á næstu dögum. Undanfarar ættu að sjást greinilega á mælum sem eru við eldstöðina.
Almannavarnir Eldgos og jarðhræringar Hornafjörður Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Sjá meira