Mette-Marit með krónískan lungnasjúkdóm: „Við verðum því að lifa í einhverri óvissu“ Atli Ísleifsson skrifar 25. október 2018 08:38 Mette-Marit á Mortensrud-hátíðinni í síðasta mánuði Getty/Nigel Waldron Mette-Marit, eiginkona Hákons, krónprins Noregs, greindi frá því í gær að hún þjáist af lungnatrefjun, krónískum lungnasjúkdómi. Hún kvaðst um árabil hafa glímt við sjúkdóminn, en fyrst nýverið hafa fengið greiningu. Mette-Marit og Hákon greindu frá málinu í norsku sjónvarpi í gær. Hin 45 ára Mette-Marit sagði að sjúkdómurinn komi til með takmarka þátttöku sína í opinberum verkefnum krónprinsparsins. Í samtali við NRK sagði hún sjúkdóminn krónískari en þau höfðu vonast til, en að um leið finni hún fyrir létti að hafa loks fengið greiningu. Frekari rannsókna sé þörf, en þau munu ekki fá svör við öllum spurningum sínum. „Við verðum því að lifa í einhverri óvissu,“ sagði Mette-Marit.Sjaldgæfur sjúkdómur Í upplýsingariti Landspítalans segir að lungnatrefun feli í sér bandvefsmyndun (trefjun) í lungum. Sjúkdómurinn sé sjaldgæfur og eru orsök hans oftast óþekkt. „Meðal þekktra orsaka eru heyryk og ýmiss konar annað ryk sem fólk andar að sér og auk þess gigtsjúkdómar. Það sem gerist er að í stað heilbrigðs lungnavefs kemur bandvefur (trefjar). Þannig truflast loftskipti um lungun og súrefni fer hvorki inn né koltvísýringur út úr líkamanum á eðlilegan hátt. Þetta getur leitt til öndunarbilunar.“ Helsta einkenni sjúkdómsins er hósti sem oftast er þurr og mæði sem í fyrstu er mest við mikla áreynslu en getur síðan komið við litla áreynslu og jafnvel í hvíld.Ekki lífsstílstengt Læknir prinsessunnar segir að sjúkdómur hennar hafi þróast lengi og að orsök hans tengist ekki lífsstíl hennar. Þetta snúist frekar að sjálfsofnæmi þar sem ónæmiskerfi hennar ráðist á eigin lungnavef og frumur líkamans. Kóngafólk Norðurlönd Noregur Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Fleiri fréttir Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Sjá meira
Mette-Marit, eiginkona Hákons, krónprins Noregs, greindi frá því í gær að hún þjáist af lungnatrefjun, krónískum lungnasjúkdómi. Hún kvaðst um árabil hafa glímt við sjúkdóminn, en fyrst nýverið hafa fengið greiningu. Mette-Marit og Hákon greindu frá málinu í norsku sjónvarpi í gær. Hin 45 ára Mette-Marit sagði að sjúkdómurinn komi til með takmarka þátttöku sína í opinberum verkefnum krónprinsparsins. Í samtali við NRK sagði hún sjúkdóminn krónískari en þau höfðu vonast til, en að um leið finni hún fyrir létti að hafa loks fengið greiningu. Frekari rannsókna sé þörf, en þau munu ekki fá svör við öllum spurningum sínum. „Við verðum því að lifa í einhverri óvissu,“ sagði Mette-Marit.Sjaldgæfur sjúkdómur Í upplýsingariti Landspítalans segir að lungnatrefun feli í sér bandvefsmyndun (trefjun) í lungum. Sjúkdómurinn sé sjaldgæfur og eru orsök hans oftast óþekkt. „Meðal þekktra orsaka eru heyryk og ýmiss konar annað ryk sem fólk andar að sér og auk þess gigtsjúkdómar. Það sem gerist er að í stað heilbrigðs lungnavefs kemur bandvefur (trefjar). Þannig truflast loftskipti um lungun og súrefni fer hvorki inn né koltvísýringur út úr líkamanum á eðlilegan hátt. Þetta getur leitt til öndunarbilunar.“ Helsta einkenni sjúkdómsins er hósti sem oftast er þurr og mæði sem í fyrstu er mest við mikla áreynslu en getur síðan komið við litla áreynslu og jafnvel í hvíld.Ekki lífsstílstengt Læknir prinsessunnar segir að sjúkdómur hennar hafi þróast lengi og að orsök hans tengist ekki lífsstíl hennar. Þetta snúist frekar að sjálfsofnæmi þar sem ónæmiskerfi hennar ráðist á eigin lungnavef og frumur líkamans.
Kóngafólk Norðurlönd Noregur Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Fleiri fréttir Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Sjá meira
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila