Mette-Marit með krónískan lungnasjúkdóm: „Við verðum því að lifa í einhverri óvissu“ Atli Ísleifsson skrifar 25. október 2018 08:38 Mette-Marit á Mortensrud-hátíðinni í síðasta mánuði Getty/Nigel Waldron Mette-Marit, eiginkona Hákons, krónprins Noregs, greindi frá því í gær að hún þjáist af lungnatrefjun, krónískum lungnasjúkdómi. Hún kvaðst um árabil hafa glímt við sjúkdóminn, en fyrst nýverið hafa fengið greiningu. Mette-Marit og Hákon greindu frá málinu í norsku sjónvarpi í gær. Hin 45 ára Mette-Marit sagði að sjúkdómurinn komi til með takmarka þátttöku sína í opinberum verkefnum krónprinsparsins. Í samtali við NRK sagði hún sjúkdóminn krónískari en þau höfðu vonast til, en að um leið finni hún fyrir létti að hafa loks fengið greiningu. Frekari rannsókna sé þörf, en þau munu ekki fá svör við öllum spurningum sínum. „Við verðum því að lifa í einhverri óvissu,“ sagði Mette-Marit.Sjaldgæfur sjúkdómur Í upplýsingariti Landspítalans segir að lungnatrefun feli í sér bandvefsmyndun (trefjun) í lungum. Sjúkdómurinn sé sjaldgæfur og eru orsök hans oftast óþekkt. „Meðal þekktra orsaka eru heyryk og ýmiss konar annað ryk sem fólk andar að sér og auk þess gigtsjúkdómar. Það sem gerist er að í stað heilbrigðs lungnavefs kemur bandvefur (trefjar). Þannig truflast loftskipti um lungun og súrefni fer hvorki inn né koltvísýringur út úr líkamanum á eðlilegan hátt. Þetta getur leitt til öndunarbilunar.“ Helsta einkenni sjúkdómsins er hósti sem oftast er þurr og mæði sem í fyrstu er mest við mikla áreynslu en getur síðan komið við litla áreynslu og jafnvel í hvíld.Ekki lífsstílstengt Læknir prinsessunnar segir að sjúkdómur hennar hafi þróast lengi og að orsök hans tengist ekki lífsstíl hennar. Þetta snúist frekar að sjálfsofnæmi þar sem ónæmiskerfi hennar ráðist á eigin lungnavef og frumur líkamans. Kóngafólk Norðurlönd Noregur Mest lesið Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Fleiri fréttir Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Sjá meira
Mette-Marit, eiginkona Hákons, krónprins Noregs, greindi frá því í gær að hún þjáist af lungnatrefjun, krónískum lungnasjúkdómi. Hún kvaðst um árabil hafa glímt við sjúkdóminn, en fyrst nýverið hafa fengið greiningu. Mette-Marit og Hákon greindu frá málinu í norsku sjónvarpi í gær. Hin 45 ára Mette-Marit sagði að sjúkdómurinn komi til með takmarka þátttöku sína í opinberum verkefnum krónprinsparsins. Í samtali við NRK sagði hún sjúkdóminn krónískari en þau höfðu vonast til, en að um leið finni hún fyrir létti að hafa loks fengið greiningu. Frekari rannsókna sé þörf, en þau munu ekki fá svör við öllum spurningum sínum. „Við verðum því að lifa í einhverri óvissu,“ sagði Mette-Marit.Sjaldgæfur sjúkdómur Í upplýsingariti Landspítalans segir að lungnatrefun feli í sér bandvefsmyndun (trefjun) í lungum. Sjúkdómurinn sé sjaldgæfur og eru orsök hans oftast óþekkt. „Meðal þekktra orsaka eru heyryk og ýmiss konar annað ryk sem fólk andar að sér og auk þess gigtsjúkdómar. Það sem gerist er að í stað heilbrigðs lungnavefs kemur bandvefur (trefjar). Þannig truflast loftskipti um lungun og súrefni fer hvorki inn né koltvísýringur út úr líkamanum á eðlilegan hátt. Þetta getur leitt til öndunarbilunar.“ Helsta einkenni sjúkdómsins er hósti sem oftast er þurr og mæði sem í fyrstu er mest við mikla áreynslu en getur síðan komið við litla áreynslu og jafnvel í hvíld.Ekki lífsstílstengt Læknir prinsessunnar segir að sjúkdómur hennar hafi þróast lengi og að orsök hans tengist ekki lífsstíl hennar. Þetta snúist frekar að sjálfsofnæmi þar sem ónæmiskerfi hennar ráðist á eigin lungnavef og frumur líkamans.
Kóngafólk Norðurlönd Noregur Mest lesið Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Fleiri fréttir Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Sjá meira