Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu stendur í stað í 36.sæti á nýjum styrkleikalista Alþjóða knattspyrnusambandsins, FIFA, eftir tapið gegn Sviss og jafnteflið gegn heimsmeisturum Frakka fyrr í þessum mánuði.
Frakkar missa hins vegar toppsætið í hendur Belga en þau deildu toppsætinu síðast þegar listinn var gefinn út. Belgar eru því besta lið heims um þessar mundir en næsti leikur Íslands er einmitt gegn Belgum ytra í síðasta leik strákanna í Þjóðadeildinni.
Ekki er mikið um hástökkvara ofarlega á listanum en Englendingar fara upp um eitt sæti og taka 5.sætið af Úrugvæ. Þá fer Kólumbía upp um þrjú sæti í það ellefta á meðan Þjóðverjar hrapa niður um tvö sæti og niður í það 14.
Sigurvegarar mánaðarins ef horft er til styrkleikalistans eru Gíbraltar en þeir fara upp um átta sæti og sitja nú í 190.sæti eftir frækna sigra á Armeníu og Liechtenstein í Þjóðadeildinni.
Listann í heild sinni má sjá með því að smella hér.
Belgar einir á toppi heimslistans - Ísland stendur í stað
Arnar Geir Halldórsson skrifar

Mest lesið





United niðurlægt í Malasíu
Enski boltinn



Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button
Íslenski boltinn

