Gunnar: Held að þetta verði helvíti góður bardagi Henry Birgir Gunnarsson skrifar 24. október 2018 20:15 Gunnar Nelson segir að aðeins eigi eftir að ganga frá formsatriðum fyrir væntanlegan bardaga hans gegn Alex Oliveira. Stefnt er að því að þeir berjist í Toronto þann 8. desember næstkomandi. Gunnar hefur ekki barist síðan í júlí á síðasta ári er hann tapaði á umdeildan hátt gegn augnpotaranum Santiago Ponzinibbio. Biðin eftir bardaga hefur verið löng hjá okkar manni og léttir að það eigi aðeins eftir að ganga frá formsatriðum. „Þetta lítur mjög vel út. Það er búið að samþykkja munnlega af beggja hálfu. Við höfum ekki fengið samninginn enn þá og eftir að skrifa undir. Ég er bjartsýnn á þetta og held að þetta sé on,“ segir Gunnar ánægður enda beðið lengi eftir að fá andstæðing. „Við höfum reynt að fá andstæðing um tíma. Þetta bauðst svo fyrir viku síðan og talað um 2-3 andstæðinga. Fyrst var reynt að fá Jorge Masvidal en hann vill ekkert með mig hafa frekar en fyrri daginn. Það er því Alex Oliveira.“ Andstæðingur Gunnars í þessum væntanlega bardaga er brasilíski kúrekinn Alex Oliveira. Sá er jafnaldri Gunnars og hefur verið að klífa metorðastigann í veltivigtinni hratt enda unnið fjóra af síðustu fimm bardögum sínum. Hann er einu sæti fyrir ofan Gunnar á styrkleikalista UFC. „Þetta er flottur andstæðingur. Hann er svolítið villtur en mikill og fjölhæfur íþróttamaður. Ég held að þetta verði helvíti góður bardagi. Ég held að hann sé með fjólublátt belti í jörðinni en hann kann fyrir sér þar og hefur hengt menn eins og Carlos Condit.“ Gunnar hafði áður samþykkt að berjast á bardagakvöldi í Las Vegas þann 29. desember. Þessi bardagi er aftur á móti á hentugri tíma og hann getur því notið jólanna í faðmi fjölskyldunnar. „Þetta er í rauninni betra svona. Okkur líst helvíti vel á þetta. Svo er þetta líka í Toronto og styttra í það kvöld en í Vegas. Við höfum verið að æfa með það í huga að við séum að fara að keppa.“ MMA Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Lovísa með níu í góðum sigri Club Brugge - Barcelona | Börsungar í Belgíu Man. City - Dortmund | Tekst gamla liðinu að stöðva Haaland? Allar landsliðskonurnar komust á blað Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Í beinni: KR - Grindavík | Bæði lið geta jafnað toppliðið að stigum Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars „Hann plataði mig algerlega“ Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Tom Brady klónaði uppáhaldshundinn sinn Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjá meira
Gunnar Nelson segir að aðeins eigi eftir að ganga frá formsatriðum fyrir væntanlegan bardaga hans gegn Alex Oliveira. Stefnt er að því að þeir berjist í Toronto þann 8. desember næstkomandi. Gunnar hefur ekki barist síðan í júlí á síðasta ári er hann tapaði á umdeildan hátt gegn augnpotaranum Santiago Ponzinibbio. Biðin eftir bardaga hefur verið löng hjá okkar manni og léttir að það eigi aðeins eftir að ganga frá formsatriðum. „Þetta lítur mjög vel út. Það er búið að samþykkja munnlega af beggja hálfu. Við höfum ekki fengið samninginn enn þá og eftir að skrifa undir. Ég er bjartsýnn á þetta og held að þetta sé on,“ segir Gunnar ánægður enda beðið lengi eftir að fá andstæðing. „Við höfum reynt að fá andstæðing um tíma. Þetta bauðst svo fyrir viku síðan og talað um 2-3 andstæðinga. Fyrst var reynt að fá Jorge Masvidal en hann vill ekkert með mig hafa frekar en fyrri daginn. Það er því Alex Oliveira.“ Andstæðingur Gunnars í þessum væntanlega bardaga er brasilíski kúrekinn Alex Oliveira. Sá er jafnaldri Gunnars og hefur verið að klífa metorðastigann í veltivigtinni hratt enda unnið fjóra af síðustu fimm bardögum sínum. Hann er einu sæti fyrir ofan Gunnar á styrkleikalista UFC. „Þetta er flottur andstæðingur. Hann er svolítið villtur en mikill og fjölhæfur íþróttamaður. Ég held að þetta verði helvíti góður bardagi. Ég held að hann sé með fjólublátt belti í jörðinni en hann kann fyrir sér þar og hefur hengt menn eins og Carlos Condit.“ Gunnar hafði áður samþykkt að berjast á bardagakvöldi í Las Vegas þann 29. desember. Þessi bardagi er aftur á móti á hentugri tíma og hann getur því notið jólanna í faðmi fjölskyldunnar. „Þetta er í rauninni betra svona. Okkur líst helvíti vel á þetta. Svo er þetta líka í Toronto og styttra í það kvöld en í Vegas. Við höfum verið að æfa með það í huga að við séum að fara að keppa.“
MMA Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Lovísa með níu í góðum sigri Club Brugge - Barcelona | Börsungar í Belgíu Man. City - Dortmund | Tekst gamla liðinu að stöðva Haaland? Allar landsliðskonurnar komust á blað Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Í beinni: KR - Grindavík | Bæði lið geta jafnað toppliðið að stigum Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars „Hann plataði mig algerlega“ Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Tom Brady klónaði uppáhaldshundinn sinn Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjá meira