Brynhildur og Heimir selja íbúð í Sigvaldahúsi á tæplega hundrað milljónir Stefán Árni Pálsson skrifar 24. október 2018 14:00 Falleg eign í Vesturbænum. Leikkonan Brynhildur Guðjónsdóttir og leikmyndahönnuðurinn Heimir Sverrisson hafa sett hæð sína við Dunhaga á sölu en ásett verð er 98,9 milljónir. Húsið er eftir Sigvalda Thordarson og einkennist eignin af mögnuðu útsýni yfir Vesturbæinn en mbl.is greindi fyrst frá. Fallegur blár litur fær að njóta sín í íbúðinni en liturinn heitir einfaldlega Brynhildarblár og er skírður í höfuðið á leikkonunni, en hægt er að kaupa litinn í Slippfélaginu. Mikil lofthæð er í íbúðinni eða um 3,6 metrar og hefur íbúðin verið mikið endurbætt á undanförnum árum. Hönnunarverk arkitektsins hafa verið varðveitt inni í íbúðinni og má meðal annars finna þar sófa og skáp sem hönnuð eru af Sigvalda. Eignin er um tvö hundruð fermetrar að stærð og var húsið byggt árið 1957. Tvær útleigueiningar fylgja eigninni. Búið er að útbúa tveggja herbergja íbúð þar sem gert var ráð fyrir bílskúr, en hann hefur aldrei verið nýttur sem slíkur. Plastparket á gólfi í stofu, eldhúsi og svefnherbergi. Baðherbergi er flísalagt með sturtu, salerni og handlaug. Baðherbergið var standsett 2015. Að auki er útleiguherbergi á jarðhæð. Á sameignargangi er lítið eldhús og snyrtilegt baðherbergi sem er sameiginlegt með öðru herbergi í eigu annarrar íbúðar. Fasteignamat eignarinnar er 74,4 milljónir.Fallegt Sigvaldahús.Skemmtileg setustofa með arinn.Hönnunarverk arkitektsins hafa verið varðveitt inni í íbúðinni og má meðal annars finna þar sófa og skáp sem hönnuð eru af Sigvalda.Falleg borðstofa þar sem útgengt er út á fallegar svalir.Skemmtileg tenging milli borðstofu og eldhússins.Fallegt eldhús.Baðherbergið snyrtilegt.Útsýnið frábært.Listamaðurinn Loji Höskuldsson heldur úti myndabloggi um arkitektinn Sigvalda Thordarson á Instagram-reikningi sínum. Hér má sjá innlegg hans um umrædda byggingu. View this post on Instagram#dunhagi19til21 elska þetta hús, það er svo fáránlegt útlýtandi en samt á sama tíma svo glæsilegt. Það er líka eitthvað svo einhvernveginn og á sama tíma er ég að reyna átta mig á því, sexhyrndir gluggar??? Og þessar einu svalir framan á húsinu??? Og hurðirnar eru eins og... Æhhh þær eru bara skrýtnar, sjón er sögu ríkari! Húsið lýtur út fyrir mér eins og pínu brandari, sardónískur #sigvaldithordarson ! Húsið lætur mig klóra mig í hausnum og jafnframt er þetta eitt af mínum uppáhalds! Húsið teiknað #árið1955 í #107rvk_sigvaldi A post shared by Loji Höskuldsson (@lojiho) on Nov 30, 2015 at 9:43pm PST Hús og heimili Mest lesið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Finnur fyrsti óperustjórinn Lífið Bob Weir látinn Lífið Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Fleiri fréttir Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Sjá meira
Leikkonan Brynhildur Guðjónsdóttir og leikmyndahönnuðurinn Heimir Sverrisson hafa sett hæð sína við Dunhaga á sölu en ásett verð er 98,9 milljónir. Húsið er eftir Sigvalda Thordarson og einkennist eignin af mögnuðu útsýni yfir Vesturbæinn en mbl.is greindi fyrst frá. Fallegur blár litur fær að njóta sín í íbúðinni en liturinn heitir einfaldlega Brynhildarblár og er skírður í höfuðið á leikkonunni, en hægt er að kaupa litinn í Slippfélaginu. Mikil lofthæð er í íbúðinni eða um 3,6 metrar og hefur íbúðin verið mikið endurbætt á undanförnum árum. Hönnunarverk arkitektsins hafa verið varðveitt inni í íbúðinni og má meðal annars finna þar sófa og skáp sem hönnuð eru af Sigvalda. Eignin er um tvö hundruð fermetrar að stærð og var húsið byggt árið 1957. Tvær útleigueiningar fylgja eigninni. Búið er að útbúa tveggja herbergja íbúð þar sem gert var ráð fyrir bílskúr, en hann hefur aldrei verið nýttur sem slíkur. Plastparket á gólfi í stofu, eldhúsi og svefnherbergi. Baðherbergi er flísalagt með sturtu, salerni og handlaug. Baðherbergið var standsett 2015. Að auki er útleiguherbergi á jarðhæð. Á sameignargangi er lítið eldhús og snyrtilegt baðherbergi sem er sameiginlegt með öðru herbergi í eigu annarrar íbúðar. Fasteignamat eignarinnar er 74,4 milljónir.Fallegt Sigvaldahús.Skemmtileg setustofa með arinn.Hönnunarverk arkitektsins hafa verið varðveitt inni í íbúðinni og má meðal annars finna þar sófa og skáp sem hönnuð eru af Sigvalda.Falleg borðstofa þar sem útgengt er út á fallegar svalir.Skemmtileg tenging milli borðstofu og eldhússins.Fallegt eldhús.Baðherbergið snyrtilegt.Útsýnið frábært.Listamaðurinn Loji Höskuldsson heldur úti myndabloggi um arkitektinn Sigvalda Thordarson á Instagram-reikningi sínum. Hér má sjá innlegg hans um umrædda byggingu. View this post on Instagram#dunhagi19til21 elska þetta hús, það er svo fáránlegt útlýtandi en samt á sama tíma svo glæsilegt. Það er líka eitthvað svo einhvernveginn og á sama tíma er ég að reyna átta mig á því, sexhyrndir gluggar??? Og þessar einu svalir framan á húsinu??? Og hurðirnar eru eins og... Æhhh þær eru bara skrýtnar, sjón er sögu ríkari! Húsið lýtur út fyrir mér eins og pínu brandari, sardónískur #sigvaldithordarson ! Húsið lætur mig klóra mig í hausnum og jafnframt er þetta eitt af mínum uppáhalds! Húsið teiknað #árið1955 í #107rvk_sigvaldi A post shared by Loji Höskuldsson (@lojiho) on Nov 30, 2015 at 9:43pm PST
Hús og heimili Mest lesið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Finnur fyrsti óperustjórinn Lífið Bob Weir látinn Lífið Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Fleiri fréttir Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Sjá meira