Auðvelt kvöld hjá Liverpool Anton Ingi Leifsson skrifar 24. október 2018 21:00 Liverpool-menn fagna marki í kvöld. vísir/getty Liverpool lenti ekki í miklum vandræðum með Crvena Zvezda, betur þekkt sem Rauðu stjörnuna, á heimavelli í C-riðli Meistaradeildarinnar. Veislan hófst strax á 20. mínútu er Roberto Firmino kom Liverpool yfir eftir frábæra snertingu frá Xherdan Shaqiri sem átti eftir að koma meira við sögu. Shaqiri lagði einnig upp annað mark Liverpool en það skoraði Mohamed Salah og Salah skoraði annað mark sitt og þriðja mark Liverpool á 51. mínútu. Það mark kom úr afar ódýrri vítaspyrnu en Liverpool fékk aðra vítaspyrnu á 76. mínútu. Sadio Mane steig á punktinn en klúðraði vítaspyrnunni. Mane var ekki af baki dottinn og fjórum mínútum síðar innsiglaði hann öruggan 4-0 sigur Liverpool. Vandræðalaust miðvikudagskvöld hjá rauða liðinu í Liverpool-borg. Liverpool er með sex stig á toppi riðilsins, Napoli er í öðru sætinu með fimm stig, PSG í þriðja sætinu með fjögur stig og Rauða Stjarnan með eitt stig á botninum. Meistaradeild Evrópu
Liverpool lenti ekki í miklum vandræðum með Crvena Zvezda, betur þekkt sem Rauðu stjörnuna, á heimavelli í C-riðli Meistaradeildarinnar. Veislan hófst strax á 20. mínútu er Roberto Firmino kom Liverpool yfir eftir frábæra snertingu frá Xherdan Shaqiri sem átti eftir að koma meira við sögu. Shaqiri lagði einnig upp annað mark Liverpool en það skoraði Mohamed Salah og Salah skoraði annað mark sitt og þriðja mark Liverpool á 51. mínútu. Það mark kom úr afar ódýrri vítaspyrnu en Liverpool fékk aðra vítaspyrnu á 76. mínútu. Sadio Mane steig á punktinn en klúðraði vítaspyrnunni. Mane var ekki af baki dottinn og fjórum mínútum síðar innsiglaði hann öruggan 4-0 sigur Liverpool. Vandræðalaust miðvikudagskvöld hjá rauða liðinu í Liverpool-borg. Liverpool er með sex stig á toppi riðilsins, Napoli er í öðru sætinu með fimm stig, PSG í þriðja sætinu með fjögur stig og Rauða Stjarnan með eitt stig á botninum.
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti