Ráðherra segir göng að Bakka víst á forræði Vegagerðarinnar Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 24. október 2018 06:00 Ólíkur skilningur í ráðuneytum Þórdísar Kolbrúnar Gylfadóttur og Sigurðar Inga Jóhannssonar. Fréttablaðið/Anton Vegagerðin á að fara með veghald ganga milli hafnarinnar við Húsavík og iðnaðarsvæðisins á Bakka samkvæmt upplýsingum frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, enda sé vandséð hver annar eigi að fara með það. Fréttablaðið greindi frá því nýlega að óvissa væri um hver eigi að hafa umsjón með rekstri Húsavíkurhöfðaganga. Upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar sagði stofnuninni óheimilt að þjónusta göngin því þau séu ekki hluti af þjóðvegakerfinu og engin almenn umferð sé leyfð um þau. Vegagerðin kom þessu sjónarmiði á framfæri við byggðarráð Norðurþings og kvaðst hætta afskiptum af göngunum 1. nóvember. Þessi skilningur Vegagerðarinnar er þvert á túlkun atvinnuvegaráðuneytisins. Ríkið sé eigandi ganganna, óháð því hvort litið sé á þau sem þjóðveg eða einkaveg, enda geti ríkið einnig átt einkavegi. Ríkið hafi látið byggja veginn og Vegagerðinni verið falin framkvæmdin og veghaldið í samræmi við lögbundið hlutverk stofnunarinnar. Í lögum um heimild til uppbyggingar innviða vegna áforma um atvinnustarfsemi í landi Bakka við Húsavík, sem sett voru árið 2013, var gert ráð fyrir að ríkið stæði fyrir gerð vegtengingar og jarðganga milli Húsavíkurhafnar og iðnaðarsvæðisins sem nýst gæti hverju því fyrirtæki sem hefur starfsemi á lóðinni. „Af hálfu stjórnvalda var ekki ætlunin að í því fælist sérstök opinber ívilnun heldur að göngin væru hluti af vegakerfi landsins,“ segir í yfirlýsingu atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins til Fréttablaðsins.Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir og Sigurður Ingi Jóhannsson.Samgönguráðuneytið beri ábyrgð á viðhaldi og rekstri samgöngukerfisins. Alþingi hafi veitti Vegagerðinni fjárheimildir til að annast og fjármagna verkefnið. Rekstrarkostnaður jarðganganna við Bakka eigi að falla undir ramma sem samgöngumál fái í fjárlögum. „Með vísan til framangreinds hefur það verið mat atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis frá upphafi að Vegagerðin eigi að fara með umrætt veghald, lögum samkvæmt. Vandséð er hvaða annar aðili ætti að fara með það.“ Samkvæmt mati Vegagerðarinnar er árlegur kostnaður við veghald vegtengingarinnar 25 milljónir króna og tekur meðal annars til raflýsingar og snjóhreinsunar. Þungum áhyggjum af óvissu um rekstur ganganna er lýst í bókun byggðarráðs Norðurþings um erindi forstjóra Vegagerðarinnar, enda vetur á næstu grösum og allra veðra von. Án ganganna gætu þungaflutningar þurft að fara í gegnum Húsavík með tilheyrandi ónæði og slysahættu eins og fram kom í samtali Fréttablaðsins við Kristján Þór Magnússon, sveitarstjóra Norðurþings, á föstudaginn. Málið hefur nokkrum sinnum verið rætt í ríkisstjórn að frumkvæði Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, í því skyni að fá það á hreint hver eigi að annast veghald vegtengingarinnar og að tryggðir séu fjármunir til þess. Engin niðurstaða er þó komin í málið. Ekki hefur fengist viðtal við Sigurð Inga Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, vegna stöðunnar við Húsavíkurhöfðagöng þrátt fyrir margítrekaðar tilraunir frá því í síðustu viku Norðurþing Samgöngur Tengdar fréttir Rekstur Bakkaganga í uppnámi Enginn vill sjá um rekstur jarðganga í gegnum Húsavíkurhöfða. Hvorki Vegagerðin né sveitarfélagið telja göngin á sínum vegum. 19. október 2018 06:00 Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Erlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Innlent Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Innlent Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Innlent Fleiri fréttir Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Sjá meira
Vegagerðin á að fara með veghald ganga milli hafnarinnar við Húsavík og iðnaðarsvæðisins á Bakka samkvæmt upplýsingum frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, enda sé vandséð hver annar eigi að fara með það. Fréttablaðið greindi frá því nýlega að óvissa væri um hver eigi að hafa umsjón með rekstri Húsavíkurhöfðaganga. Upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar sagði stofnuninni óheimilt að þjónusta göngin því þau séu ekki hluti af þjóðvegakerfinu og engin almenn umferð sé leyfð um þau. Vegagerðin kom þessu sjónarmiði á framfæri við byggðarráð Norðurþings og kvaðst hætta afskiptum af göngunum 1. nóvember. Þessi skilningur Vegagerðarinnar er þvert á túlkun atvinnuvegaráðuneytisins. Ríkið sé eigandi ganganna, óháð því hvort litið sé á þau sem þjóðveg eða einkaveg, enda geti ríkið einnig átt einkavegi. Ríkið hafi látið byggja veginn og Vegagerðinni verið falin framkvæmdin og veghaldið í samræmi við lögbundið hlutverk stofnunarinnar. Í lögum um heimild til uppbyggingar innviða vegna áforma um atvinnustarfsemi í landi Bakka við Húsavík, sem sett voru árið 2013, var gert ráð fyrir að ríkið stæði fyrir gerð vegtengingar og jarðganga milli Húsavíkurhafnar og iðnaðarsvæðisins sem nýst gæti hverju því fyrirtæki sem hefur starfsemi á lóðinni. „Af hálfu stjórnvalda var ekki ætlunin að í því fælist sérstök opinber ívilnun heldur að göngin væru hluti af vegakerfi landsins,“ segir í yfirlýsingu atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins til Fréttablaðsins.Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir og Sigurður Ingi Jóhannsson.Samgönguráðuneytið beri ábyrgð á viðhaldi og rekstri samgöngukerfisins. Alþingi hafi veitti Vegagerðinni fjárheimildir til að annast og fjármagna verkefnið. Rekstrarkostnaður jarðganganna við Bakka eigi að falla undir ramma sem samgöngumál fái í fjárlögum. „Með vísan til framangreinds hefur það verið mat atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis frá upphafi að Vegagerðin eigi að fara með umrætt veghald, lögum samkvæmt. Vandséð er hvaða annar aðili ætti að fara með það.“ Samkvæmt mati Vegagerðarinnar er árlegur kostnaður við veghald vegtengingarinnar 25 milljónir króna og tekur meðal annars til raflýsingar og snjóhreinsunar. Þungum áhyggjum af óvissu um rekstur ganganna er lýst í bókun byggðarráðs Norðurþings um erindi forstjóra Vegagerðarinnar, enda vetur á næstu grösum og allra veðra von. Án ganganna gætu þungaflutningar þurft að fara í gegnum Húsavík með tilheyrandi ónæði og slysahættu eins og fram kom í samtali Fréttablaðsins við Kristján Þór Magnússon, sveitarstjóra Norðurþings, á föstudaginn. Málið hefur nokkrum sinnum verið rætt í ríkisstjórn að frumkvæði Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, í því skyni að fá það á hreint hver eigi að annast veghald vegtengingarinnar og að tryggðir séu fjármunir til þess. Engin niðurstaða er þó komin í málið. Ekki hefur fengist viðtal við Sigurð Inga Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, vegna stöðunnar við Húsavíkurhöfðagöng þrátt fyrir margítrekaðar tilraunir frá því í síðustu viku
Norðurþing Samgöngur Tengdar fréttir Rekstur Bakkaganga í uppnámi Enginn vill sjá um rekstur jarðganga í gegnum Húsavíkurhöfða. Hvorki Vegagerðin né sveitarfélagið telja göngin á sínum vegum. 19. október 2018 06:00 Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Erlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Innlent Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Innlent Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Innlent Fleiri fréttir Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Sjá meira
Rekstur Bakkaganga í uppnámi Enginn vill sjá um rekstur jarðganga í gegnum Húsavíkurhöfða. Hvorki Vegagerðin né sveitarfélagið telja göngin á sínum vegum. 19. október 2018 06:00