Ráðherra segir göng að Bakka víst á forræði Vegagerðarinnar Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 24. október 2018 06:00 Ólíkur skilningur í ráðuneytum Þórdísar Kolbrúnar Gylfadóttur og Sigurðar Inga Jóhannssonar. Fréttablaðið/Anton Vegagerðin á að fara með veghald ganga milli hafnarinnar við Húsavík og iðnaðarsvæðisins á Bakka samkvæmt upplýsingum frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, enda sé vandséð hver annar eigi að fara með það. Fréttablaðið greindi frá því nýlega að óvissa væri um hver eigi að hafa umsjón með rekstri Húsavíkurhöfðaganga. Upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar sagði stofnuninni óheimilt að þjónusta göngin því þau séu ekki hluti af þjóðvegakerfinu og engin almenn umferð sé leyfð um þau. Vegagerðin kom þessu sjónarmiði á framfæri við byggðarráð Norðurþings og kvaðst hætta afskiptum af göngunum 1. nóvember. Þessi skilningur Vegagerðarinnar er þvert á túlkun atvinnuvegaráðuneytisins. Ríkið sé eigandi ganganna, óháð því hvort litið sé á þau sem þjóðveg eða einkaveg, enda geti ríkið einnig átt einkavegi. Ríkið hafi látið byggja veginn og Vegagerðinni verið falin framkvæmdin og veghaldið í samræmi við lögbundið hlutverk stofnunarinnar. Í lögum um heimild til uppbyggingar innviða vegna áforma um atvinnustarfsemi í landi Bakka við Húsavík, sem sett voru árið 2013, var gert ráð fyrir að ríkið stæði fyrir gerð vegtengingar og jarðganga milli Húsavíkurhafnar og iðnaðarsvæðisins sem nýst gæti hverju því fyrirtæki sem hefur starfsemi á lóðinni. „Af hálfu stjórnvalda var ekki ætlunin að í því fælist sérstök opinber ívilnun heldur að göngin væru hluti af vegakerfi landsins,“ segir í yfirlýsingu atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins til Fréttablaðsins.Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir og Sigurður Ingi Jóhannsson.Samgönguráðuneytið beri ábyrgð á viðhaldi og rekstri samgöngukerfisins. Alþingi hafi veitti Vegagerðinni fjárheimildir til að annast og fjármagna verkefnið. Rekstrarkostnaður jarðganganna við Bakka eigi að falla undir ramma sem samgöngumál fái í fjárlögum. „Með vísan til framangreinds hefur það verið mat atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis frá upphafi að Vegagerðin eigi að fara með umrætt veghald, lögum samkvæmt. Vandséð er hvaða annar aðili ætti að fara með það.“ Samkvæmt mati Vegagerðarinnar er árlegur kostnaður við veghald vegtengingarinnar 25 milljónir króna og tekur meðal annars til raflýsingar og snjóhreinsunar. Þungum áhyggjum af óvissu um rekstur ganganna er lýst í bókun byggðarráðs Norðurþings um erindi forstjóra Vegagerðarinnar, enda vetur á næstu grösum og allra veðra von. Án ganganna gætu þungaflutningar þurft að fara í gegnum Húsavík með tilheyrandi ónæði og slysahættu eins og fram kom í samtali Fréttablaðsins við Kristján Þór Magnússon, sveitarstjóra Norðurþings, á föstudaginn. Málið hefur nokkrum sinnum verið rætt í ríkisstjórn að frumkvæði Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, í því skyni að fá það á hreint hver eigi að annast veghald vegtengingarinnar og að tryggðir séu fjármunir til þess. Engin niðurstaða er þó komin í málið. Ekki hefur fengist viðtal við Sigurð Inga Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, vegna stöðunnar við Húsavíkurhöfðagöng þrátt fyrir margítrekaðar tilraunir frá því í síðustu viku Norðurþing Samgöngur Tengdar fréttir Rekstur Bakkaganga í uppnámi Enginn vill sjá um rekstur jarðganga í gegnum Húsavíkurhöfða. Hvorki Vegagerðin né sveitarfélagið telja göngin á sínum vegum. 19. október 2018 06:00 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Vegagerðin á að fara með veghald ganga milli hafnarinnar við Húsavík og iðnaðarsvæðisins á Bakka samkvæmt upplýsingum frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, enda sé vandséð hver annar eigi að fara með það. Fréttablaðið greindi frá því nýlega að óvissa væri um hver eigi að hafa umsjón með rekstri Húsavíkurhöfðaganga. Upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar sagði stofnuninni óheimilt að þjónusta göngin því þau séu ekki hluti af þjóðvegakerfinu og engin almenn umferð sé leyfð um þau. Vegagerðin kom þessu sjónarmiði á framfæri við byggðarráð Norðurþings og kvaðst hætta afskiptum af göngunum 1. nóvember. Þessi skilningur Vegagerðarinnar er þvert á túlkun atvinnuvegaráðuneytisins. Ríkið sé eigandi ganganna, óháð því hvort litið sé á þau sem þjóðveg eða einkaveg, enda geti ríkið einnig átt einkavegi. Ríkið hafi látið byggja veginn og Vegagerðinni verið falin framkvæmdin og veghaldið í samræmi við lögbundið hlutverk stofnunarinnar. Í lögum um heimild til uppbyggingar innviða vegna áforma um atvinnustarfsemi í landi Bakka við Húsavík, sem sett voru árið 2013, var gert ráð fyrir að ríkið stæði fyrir gerð vegtengingar og jarðganga milli Húsavíkurhafnar og iðnaðarsvæðisins sem nýst gæti hverju því fyrirtæki sem hefur starfsemi á lóðinni. „Af hálfu stjórnvalda var ekki ætlunin að í því fælist sérstök opinber ívilnun heldur að göngin væru hluti af vegakerfi landsins,“ segir í yfirlýsingu atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins til Fréttablaðsins.Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir og Sigurður Ingi Jóhannsson.Samgönguráðuneytið beri ábyrgð á viðhaldi og rekstri samgöngukerfisins. Alþingi hafi veitti Vegagerðinni fjárheimildir til að annast og fjármagna verkefnið. Rekstrarkostnaður jarðganganna við Bakka eigi að falla undir ramma sem samgöngumál fái í fjárlögum. „Með vísan til framangreinds hefur það verið mat atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis frá upphafi að Vegagerðin eigi að fara með umrætt veghald, lögum samkvæmt. Vandséð er hvaða annar aðili ætti að fara með það.“ Samkvæmt mati Vegagerðarinnar er árlegur kostnaður við veghald vegtengingarinnar 25 milljónir króna og tekur meðal annars til raflýsingar og snjóhreinsunar. Þungum áhyggjum af óvissu um rekstur ganganna er lýst í bókun byggðarráðs Norðurþings um erindi forstjóra Vegagerðarinnar, enda vetur á næstu grösum og allra veðra von. Án ganganna gætu þungaflutningar þurft að fara í gegnum Húsavík með tilheyrandi ónæði og slysahættu eins og fram kom í samtali Fréttablaðsins við Kristján Þór Magnússon, sveitarstjóra Norðurþings, á föstudaginn. Málið hefur nokkrum sinnum verið rætt í ríkisstjórn að frumkvæði Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, í því skyni að fá það á hreint hver eigi að annast veghald vegtengingarinnar og að tryggðir séu fjármunir til þess. Engin niðurstaða er þó komin í málið. Ekki hefur fengist viðtal við Sigurð Inga Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, vegna stöðunnar við Húsavíkurhöfðagöng þrátt fyrir margítrekaðar tilraunir frá því í síðustu viku
Norðurþing Samgöngur Tengdar fréttir Rekstur Bakkaganga í uppnámi Enginn vill sjá um rekstur jarðganga í gegnum Húsavíkurhöfða. Hvorki Vegagerðin né sveitarfélagið telja göngin á sínum vegum. 19. október 2018 06:00 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Rekstur Bakkaganga í uppnámi Enginn vill sjá um rekstur jarðganga í gegnum Húsavíkurhöfða. Hvorki Vegagerðin né sveitarfélagið telja göngin á sínum vegum. 19. október 2018 06:00