Svavar hyggst verða heimsmeistari í Tetris Sighvatur Arnmundsson skrifar 24. október 2018 06:00 Frá viðureign Svavars, sem er lengst til hægri, og Jonasar í átta manna úrslitunum. Svavar ætlar sér að vinna Jonas næst. MYND/MORTEN RIIS SVENDSEN „Stemningin var brjáluð og allt pakkað af fólki. Það voru ótrúlega margir hæfileikaríkir spilarar þarna,“ segir Svavar Gunnar Gunnarsson sem tók um helgina þátt í sínu fyrsta heimsmeistaramóti í Tetris. Keppnin hefur verið haldin árlega í Portland í Bandaríkjunum frá árinu 2010. Tölvuleikurinn Tetris kom fyrst út í Sovétríkjunum sálugu 1984 en í keppninni er stuðst við klassíska útgáfu fyrir Nintendo-tölvu frá 1989. Svavar hefur verið búsettur í Kaupmannahöfn undanfarin ár en hann er bæði tvöfaldur Danmerkur- og Evrópumeistari í Tetris. Hann útskrifaðist með meistaragráðu í kennilegri eðlisfræði frá Niels Bohr-stofnuninni við Kaupmannahafnarháskóla 2014. „Það er kannski ekki eitthvað eitt sem gerir mig góðan í Tetris. Ég hef samt alltaf verið fljótur að læra og góður að taka eftir mynstrum. Það er alls konar fólk sem er að keppa á þessum mótum og það hefur mismunandi bakgrunn.“ Svavar segir að allir hafi sennilega spilað Tetris einhvern tímann en sjálfur spilaði hann leikinn sem strákur en tók það ekki mjög alvarlega. „Ég komst djúpt inn í keppnistölvuleikjaspil 2007 þegar ég var að spila Donkey Kong. Ég var orðinn mjög góður en var að leita að einhverju öðru og vissi af þessari miklu keppnismenningu í Tetris.“ Hann segist hafa heillast algjörlega af þessum heimi og var byrjaður að spila á fullu fyrir rúmum sex árum. Keppnin fer þannig fram að tveir keppendur spila saman í útsláttarkeppni. Alls komust 32 í lokakeppnina en mikill fjöldi reyndi að komast að. Svavar komst í átta manna úrslit en andstæðingur hans þar var Jonas Neubauer sem hafði fyrir mótið í ár unnið sjö af þeim átta sem haldin höfðu verið. „Það er einhver ára í kringum hann sem allir finna fyrir. Ég var ekkert stressaður þegar við byrjuðum en svo tók ég eftir því að ég var farinn að spila öðruvísi en ég er vanur. Þannig að ég var kannski pínu stressaður. Ég átti samt góðan séns og ætla að vinna hann á næsta ári.“ Jonas tapaði svo óvænt í úrslitum fyrir hinum 16 ára Joseph Saelee. „Þetta er allt mjög vinalegt. Ég átti gott spjall við alla keppendurna í eftirpartíinu sem var mjög gaman því flestir þarna eru stjörnur fyrir mér. Ég elska samfélagið í kringum þetta og hef eignast marga nýja vini og upplifað margt skemmtilegt. Ég gefst ekki upp fyrr en ég er búinn að vinna þetta mót.“ Leikjavísir Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Erlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fleiri fréttir Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Sjá meira
„Stemningin var brjáluð og allt pakkað af fólki. Það voru ótrúlega margir hæfileikaríkir spilarar þarna,“ segir Svavar Gunnar Gunnarsson sem tók um helgina þátt í sínu fyrsta heimsmeistaramóti í Tetris. Keppnin hefur verið haldin árlega í Portland í Bandaríkjunum frá árinu 2010. Tölvuleikurinn Tetris kom fyrst út í Sovétríkjunum sálugu 1984 en í keppninni er stuðst við klassíska útgáfu fyrir Nintendo-tölvu frá 1989. Svavar hefur verið búsettur í Kaupmannahöfn undanfarin ár en hann er bæði tvöfaldur Danmerkur- og Evrópumeistari í Tetris. Hann útskrifaðist með meistaragráðu í kennilegri eðlisfræði frá Niels Bohr-stofnuninni við Kaupmannahafnarháskóla 2014. „Það er kannski ekki eitthvað eitt sem gerir mig góðan í Tetris. Ég hef samt alltaf verið fljótur að læra og góður að taka eftir mynstrum. Það er alls konar fólk sem er að keppa á þessum mótum og það hefur mismunandi bakgrunn.“ Svavar segir að allir hafi sennilega spilað Tetris einhvern tímann en sjálfur spilaði hann leikinn sem strákur en tók það ekki mjög alvarlega. „Ég komst djúpt inn í keppnistölvuleikjaspil 2007 þegar ég var að spila Donkey Kong. Ég var orðinn mjög góður en var að leita að einhverju öðru og vissi af þessari miklu keppnismenningu í Tetris.“ Hann segist hafa heillast algjörlega af þessum heimi og var byrjaður að spila á fullu fyrir rúmum sex árum. Keppnin fer þannig fram að tveir keppendur spila saman í útsláttarkeppni. Alls komust 32 í lokakeppnina en mikill fjöldi reyndi að komast að. Svavar komst í átta manna úrslit en andstæðingur hans þar var Jonas Neubauer sem hafði fyrir mótið í ár unnið sjö af þeim átta sem haldin höfðu verið. „Það er einhver ára í kringum hann sem allir finna fyrir. Ég var ekkert stressaður þegar við byrjuðum en svo tók ég eftir því að ég var farinn að spila öðruvísi en ég er vanur. Þannig að ég var kannski pínu stressaður. Ég átti samt góðan séns og ætla að vinna hann á næsta ári.“ Jonas tapaði svo óvænt í úrslitum fyrir hinum 16 ára Joseph Saelee. „Þetta er allt mjög vinalegt. Ég átti gott spjall við alla keppendurna í eftirpartíinu sem var mjög gaman því flestir þarna eru stjörnur fyrir mér. Ég elska samfélagið í kringum þetta og hef eignast marga nýja vini og upplifað margt skemmtilegt. Ég gefst ekki upp fyrr en ég er búinn að vinna þetta mót.“
Leikjavísir Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Erlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fleiri fréttir Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Sjá meira