Mistök við flutning á líki til Reykjavíkur hörmuð Jóhann Óli Eiðsson skrifar 23. október 2018 07:30 Hinn látni, spænskur karlmaður á fertugsaldri, bjó og starfaði á Akureyri. Vísir Mistök urðu um helgina við flutning á líki frá Akureyri til Reykjavíkur þegar starfsmönnum flutningafyrirtækis láðist að koma því fyrir í sérstökum kæli. Fyrirækið Flytjandi sem flutti kistuna harmar mistökin. Þau megi rekja til tímasetningar flutningsins. Hinn látni, spænskur karlmaður á fertugsaldri, bjó og starfaði á Akureyri. Heimildir Fréttablaðsins herma að hann hafi fundist látinn á heimili sínu að morgni fimmtudags. Enginn réttarmeinafræðingur er á Akureyri og þurfti því að flytja líkið suður til Reykjavíkur. Var það gert síðastliðinn föstudag. „Það er óvenjulegt að svona flutningar fari fram á föstudögum en óskað var sérstaklega eftir því að þetta yrði gert á þessum tíma. Búið er um hinn látna á vandaðan hátt í svona tilfellum. Sérstaklega er búið um kistuna sem komið er fyrir í annarri plastkistu,“ segir í svari Ólafs Williams Hand, upplýsingafulltrúa Eimskips, móðurfyrirtækis Flytjanda, við fyrirspurn Fréttablaðsins. Kistunni var komið fyrir í gámi og ekið með hana suður. Í gámnum var annar varningur en slíkt er vanalegt að sögn Ólafs. Reynt sé að hafa kistuna aðskilda öðru sem flutt er og full virðing borin fyrir hinum látna. Þegar kistan kom suður aðfaranótt laugardags urðu hins vegar þau mistök að hún var sett í geymsluskýli sem ekki er sérstaklega kælt. Þar stóð hún til tíu morguninn eftir en þá uppgötvuðust mistökin. Þá hafði kistan verið í skýlinu í um átta klukkustundir. Líkið var krufið í gær og þykir hjartaáfall líkleg dánarorsök. Heimildir Fréttablaðsins herma að sá fyrirvari hafi verið gerður við skýrsluna að ekki sé hægt að fullyrða það með vissu þar sem farið var að sjá á líkinu. „Þeir sem að komu hafa tekið þetta mjög inn á sig. Það er afar leiðinlegt þegar mannleg mistök verða og þá sérstaklega við svona viðkvæmar aðstæður. Rætt hefur verið við starfsmenn félagsins um það sem miður fór til að tryggja að svona endurtaki sig ekki,“ segir í svari Ólafs. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira
Mistök urðu um helgina við flutning á líki frá Akureyri til Reykjavíkur þegar starfsmönnum flutningafyrirtækis láðist að koma því fyrir í sérstökum kæli. Fyrirækið Flytjandi sem flutti kistuna harmar mistökin. Þau megi rekja til tímasetningar flutningsins. Hinn látni, spænskur karlmaður á fertugsaldri, bjó og starfaði á Akureyri. Heimildir Fréttablaðsins herma að hann hafi fundist látinn á heimili sínu að morgni fimmtudags. Enginn réttarmeinafræðingur er á Akureyri og þurfti því að flytja líkið suður til Reykjavíkur. Var það gert síðastliðinn föstudag. „Það er óvenjulegt að svona flutningar fari fram á föstudögum en óskað var sérstaklega eftir því að þetta yrði gert á þessum tíma. Búið er um hinn látna á vandaðan hátt í svona tilfellum. Sérstaklega er búið um kistuna sem komið er fyrir í annarri plastkistu,“ segir í svari Ólafs Williams Hand, upplýsingafulltrúa Eimskips, móðurfyrirtækis Flytjanda, við fyrirspurn Fréttablaðsins. Kistunni var komið fyrir í gámi og ekið með hana suður. Í gámnum var annar varningur en slíkt er vanalegt að sögn Ólafs. Reynt sé að hafa kistuna aðskilda öðru sem flutt er og full virðing borin fyrir hinum látna. Þegar kistan kom suður aðfaranótt laugardags urðu hins vegar þau mistök að hún var sett í geymsluskýli sem ekki er sérstaklega kælt. Þar stóð hún til tíu morguninn eftir en þá uppgötvuðust mistökin. Þá hafði kistan verið í skýlinu í um átta klukkustundir. Líkið var krufið í gær og þykir hjartaáfall líkleg dánarorsök. Heimildir Fréttablaðsins herma að sá fyrirvari hafi verið gerður við skýrsluna að ekki sé hægt að fullyrða það með vissu þar sem farið var að sjá á líkinu. „Þeir sem að komu hafa tekið þetta mjög inn á sig. Það er afar leiðinlegt þegar mannleg mistök verða og þá sérstaklega við svona viðkvæmar aðstæður. Rætt hefur verið við starfsmenn félagsins um það sem miður fór til að tryggja að svona endurtaki sig ekki,“ segir í svari Ólafs.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira