Mistök við flutning á líki til Reykjavíkur hörmuð Jóhann Óli Eiðsson skrifar 23. október 2018 07:30 Hinn látni, spænskur karlmaður á fertugsaldri, bjó og starfaði á Akureyri. Vísir Mistök urðu um helgina við flutning á líki frá Akureyri til Reykjavíkur þegar starfsmönnum flutningafyrirtækis láðist að koma því fyrir í sérstökum kæli. Fyrirækið Flytjandi sem flutti kistuna harmar mistökin. Þau megi rekja til tímasetningar flutningsins. Hinn látni, spænskur karlmaður á fertugsaldri, bjó og starfaði á Akureyri. Heimildir Fréttablaðsins herma að hann hafi fundist látinn á heimili sínu að morgni fimmtudags. Enginn réttarmeinafræðingur er á Akureyri og þurfti því að flytja líkið suður til Reykjavíkur. Var það gert síðastliðinn föstudag. „Það er óvenjulegt að svona flutningar fari fram á föstudögum en óskað var sérstaklega eftir því að þetta yrði gert á þessum tíma. Búið er um hinn látna á vandaðan hátt í svona tilfellum. Sérstaklega er búið um kistuna sem komið er fyrir í annarri plastkistu,“ segir í svari Ólafs Williams Hand, upplýsingafulltrúa Eimskips, móðurfyrirtækis Flytjanda, við fyrirspurn Fréttablaðsins. Kistunni var komið fyrir í gámi og ekið með hana suður. Í gámnum var annar varningur en slíkt er vanalegt að sögn Ólafs. Reynt sé að hafa kistuna aðskilda öðru sem flutt er og full virðing borin fyrir hinum látna. Þegar kistan kom suður aðfaranótt laugardags urðu hins vegar þau mistök að hún var sett í geymsluskýli sem ekki er sérstaklega kælt. Þar stóð hún til tíu morguninn eftir en þá uppgötvuðust mistökin. Þá hafði kistan verið í skýlinu í um átta klukkustundir. Líkið var krufið í gær og þykir hjartaáfall líkleg dánarorsök. Heimildir Fréttablaðsins herma að sá fyrirvari hafi verið gerður við skýrsluna að ekki sé hægt að fullyrða það með vissu þar sem farið var að sjá á líkinu. „Þeir sem að komu hafa tekið þetta mjög inn á sig. Það er afar leiðinlegt þegar mannleg mistök verða og þá sérstaklega við svona viðkvæmar aðstæður. Rætt hefur verið við starfsmenn félagsins um það sem miður fór til að tryggja að svona endurtaki sig ekki,“ segir í svari Ólafs. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Fleiri fréttir Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Sjá meira
Mistök urðu um helgina við flutning á líki frá Akureyri til Reykjavíkur þegar starfsmönnum flutningafyrirtækis láðist að koma því fyrir í sérstökum kæli. Fyrirækið Flytjandi sem flutti kistuna harmar mistökin. Þau megi rekja til tímasetningar flutningsins. Hinn látni, spænskur karlmaður á fertugsaldri, bjó og starfaði á Akureyri. Heimildir Fréttablaðsins herma að hann hafi fundist látinn á heimili sínu að morgni fimmtudags. Enginn réttarmeinafræðingur er á Akureyri og þurfti því að flytja líkið suður til Reykjavíkur. Var það gert síðastliðinn föstudag. „Það er óvenjulegt að svona flutningar fari fram á föstudögum en óskað var sérstaklega eftir því að þetta yrði gert á þessum tíma. Búið er um hinn látna á vandaðan hátt í svona tilfellum. Sérstaklega er búið um kistuna sem komið er fyrir í annarri plastkistu,“ segir í svari Ólafs Williams Hand, upplýsingafulltrúa Eimskips, móðurfyrirtækis Flytjanda, við fyrirspurn Fréttablaðsins. Kistunni var komið fyrir í gámi og ekið með hana suður. Í gámnum var annar varningur en slíkt er vanalegt að sögn Ólafs. Reynt sé að hafa kistuna aðskilda öðru sem flutt er og full virðing borin fyrir hinum látna. Þegar kistan kom suður aðfaranótt laugardags urðu hins vegar þau mistök að hún var sett í geymsluskýli sem ekki er sérstaklega kælt. Þar stóð hún til tíu morguninn eftir en þá uppgötvuðust mistökin. Þá hafði kistan verið í skýlinu í um átta klukkustundir. Líkið var krufið í gær og þykir hjartaáfall líkleg dánarorsök. Heimildir Fréttablaðsins herma að sá fyrirvari hafi verið gerður við skýrsluna að ekki sé hægt að fullyrða það með vissu þar sem farið var að sjá á líkinu. „Þeir sem að komu hafa tekið þetta mjög inn á sig. Það er afar leiðinlegt þegar mannleg mistök verða og þá sérstaklega við svona viðkvæmar aðstæður. Rætt hefur verið við starfsmenn félagsins um það sem miður fór til að tryggja að svona endurtaki sig ekki,“ segir í svari Ólafs.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Fleiri fréttir Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Sjá meira