Konur verða að styðja hver aðra Heimsljós kynnir 22. október 2018 16:00 Ágústa Gísladóttir forstöðumaður sendiráðs Íslands í Lilongve. The Nation „Íslendingar hafa unnið þar í bráðum þrjátíu ár og við erum með stór verkefni í Mangochi héraði,“ svarar Ágústa Gísladóttir forstöðumaður sendiráðs Íslands í Lilongve spurningu blaðamanns frá The Nation um það hvers vegna Íslendingar hafi valið að styðja við bakið á konum til sveitastjórnarstarfa í Mangochi. Heilsíðuviðtal var við Ágústu í helgarblaði The Nation, einu útbreiddasta dagblaði Malaví undir fyrirsögninni: „Konur verða að styðja hver aðra“. Sendiráðið Íslands í Lilongve er í samstarfi við við Action Aid samtökin í Malaví um að styrkja verkefni sem nefnist „Bjóðum konur velkomnar í sveitarstjórnir” (Hello female Councillor). Verkefnið er hluti stærri herferðar sem nefnist „50:50 Campaign” og miðar að því að auka þátttöku kvenna í stjórnmálum og fjölga þannig konum sem komast á þing og í sveitarstjórnir í kosningum sem verða haldnar í maí á næsta ári. Þetta er í samræmi við áherslur Íslands í jafnréttismálum í íslenskri þróunarsamvinnu. „Ég sótti fund í sveitastjórninni og varð mjög undrandi að sjá að þar átti aðeins ein kona sæti. Ég hugsaði með mér að það væru margar hæfar konur í Mangochi og allt og sumt sem þyrfti væri að ýta aðeins við þeim. Konur halda sig oft til hlés. Þær bögglast með að láta rödd sína heyrast. Og um það snýst 50:50 herferðin, að gefa konum trú á það að þær geti vakið máls á málefnum því það er enginn skortur á hæfum konum í Mangochi,“ segir Ágústa í viðtalinu en á sínum tíma var hún sjálf í framboði fyrir Samtök um kvennalista hér heima. 50:50 herferðinni er ætlað að auka vitund almennings og stjórnmálaflokka, í öllum héruðum Malaví, um mikilvægi kvenna í forystu og stjórnmálum, hvetja konur í framboð og gera atlögu að því brjóta niður hindranir sem eru í veginum fyrir framgangi þeirra í stjórnmálum. Í viðtalinu í The Nation er meðal annars fjallað um verkefni Íslendinga í Mangochi og Ágústa rifjar upp að Íslendingar hafi upphaflega stutt við fiskimál í héraðinu en síðan hafið stuðning við héraðsstjórnina um verkefni hennar í þágu íbúanna. Hún nefnir að fæðingardeild verði opnuð í næsta mánuði og ennfremur að fjölmörg vatnsból hafi verið reist fyrir íslenskt þróunarfé.Viðtalið í heild sinniÞessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim.Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Bein útsending: Upplýsingafundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent
„Íslendingar hafa unnið þar í bráðum þrjátíu ár og við erum með stór verkefni í Mangochi héraði,“ svarar Ágústa Gísladóttir forstöðumaður sendiráðs Íslands í Lilongve spurningu blaðamanns frá The Nation um það hvers vegna Íslendingar hafi valið að styðja við bakið á konum til sveitastjórnarstarfa í Mangochi. Heilsíðuviðtal var við Ágústu í helgarblaði The Nation, einu útbreiddasta dagblaði Malaví undir fyrirsögninni: „Konur verða að styðja hver aðra“. Sendiráðið Íslands í Lilongve er í samstarfi við við Action Aid samtökin í Malaví um að styrkja verkefni sem nefnist „Bjóðum konur velkomnar í sveitarstjórnir” (Hello female Councillor). Verkefnið er hluti stærri herferðar sem nefnist „50:50 Campaign” og miðar að því að auka þátttöku kvenna í stjórnmálum og fjölga þannig konum sem komast á þing og í sveitarstjórnir í kosningum sem verða haldnar í maí á næsta ári. Þetta er í samræmi við áherslur Íslands í jafnréttismálum í íslenskri þróunarsamvinnu. „Ég sótti fund í sveitastjórninni og varð mjög undrandi að sjá að þar átti aðeins ein kona sæti. Ég hugsaði með mér að það væru margar hæfar konur í Mangochi og allt og sumt sem þyrfti væri að ýta aðeins við þeim. Konur halda sig oft til hlés. Þær bögglast með að láta rödd sína heyrast. Og um það snýst 50:50 herferðin, að gefa konum trú á það að þær geti vakið máls á málefnum því það er enginn skortur á hæfum konum í Mangochi,“ segir Ágústa í viðtalinu en á sínum tíma var hún sjálf í framboði fyrir Samtök um kvennalista hér heima. 50:50 herferðinni er ætlað að auka vitund almennings og stjórnmálaflokka, í öllum héruðum Malaví, um mikilvægi kvenna í forystu og stjórnmálum, hvetja konur í framboð og gera atlögu að því brjóta niður hindranir sem eru í veginum fyrir framgangi þeirra í stjórnmálum. Í viðtalinu í The Nation er meðal annars fjallað um verkefni Íslendinga í Mangochi og Ágústa rifjar upp að Íslendingar hafi upphaflega stutt við fiskimál í héraðinu en síðan hafið stuðning við héraðsstjórnina um verkefni hennar í þágu íbúanna. Hún nefnir að fæðingardeild verði opnuð í næsta mánuði og ennfremur að fjölmörg vatnsból hafi verið reist fyrir íslenskt þróunarfé.Viðtalið í heild sinniÞessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim.Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Bein útsending: Upplýsingafundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent