Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Samúel Karl Ólason skrifar 25. október 2025 09:55 Nicolas Maduro, forseti Venesúela. AP/Ariana Cubillos Nicolás Maduro, forseti Venesúela, segir ríkisstjórn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, reyna að koma á stríði milli ríkjanna. Er það í kjölfar þess að Trump skipaði herafla sínum að flytja stærsta flugmóðurskip Bandaríkjanna og fylgiflota þess til Karíbahafsins. Með flugmóðurskipinu fylgja fimm tundurspillar en fyrir eru Bandaríkjamenn með töluverðan herafla og fjölda skipa og herþota í og við Karíbahafið, þar sem þeir hafa gert árásir á meinta fíkniefnasmyglara. Flugmóðurskipið var þó í höfn í Króatíu í gær, samkvæmt AP fréttaveitunni, og mun taka einhvern tíma að sigla því til Karíbahafsins. Sjá einnig: Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Talið er mögulegt að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ætli sér að reyna að koma Nicolás Maduro, einræðisherra landsins, frá völdum en hann hefur verið ákærður í Bandaríkjunum fyrir fíkniefnasmygl og hryðjuverkastarfsemi. Tilkynnt var í gær að tíunda slíka árásin hefði verið gerð frá því í september. AÐ minnsta kosti 43 hafa fallið í þessum árásum. Pete Hegseth, varnarmálaráðherra, heldur því fram að báturinn sem sprengdur var í gær hafi verið í eigu Tren de Aragua glæpasamtakanna. Bandaríkjamenn halda því fram að Maduro leiði glæpasamtökin en hann hefur hafnað því. Trump vilji nýtt „eilífðarstríð“ Bandaríkjamenn viðurkenna ekki ríkisstjórn Maduro en hann sór embættiseið á nýjan leik í janúar, eftir kosningar sem hafa verið fordæmdar víða um heim vegna meints svindls hans. Stjórnarandstaða Venesúela kom höndum yfir gögn úr kosningavélum landsins og sérfræðingar víða um heim hafa sannreynt gögnin en samkvæmt þeim sigraði stjórnarandstaðan kosningarnar með yfirburðum. Maduro birti þó aðrar niðurstöður og hélt völdum. Bandaríkjamenn hafa beint sjónum sínum að Maduro undir því yfirskini að hann og ríkisstjórn hans komi með beinum og umfangsmiklum hætti að smygli fíkniefna til Bandaríkjanna. Sérfræðingar hafa þó sagt, samkvæmt BBC, að umsvifin séu tiltölulega lítil. Í ávarpi sem Maduro gaf í gærkvöldi sagði hann að Bandaríkjamenn væru að reyna að skapa nýtt „eilífðarstríð“. Þeir hefðu lofað því að gera slíkt ekki aftur en væru nú markvisst að reyna að skapa það. Trump hefur gefið til kynna að hann sé opinn fyrir því að nota hermenn til árása á jörðu niðri í Venesúela. Þá sagði CNN frá því í gærkvöldi að Trump væri að íhuga áætlanir um loftárásir í Venesúela en þeir eiga víst að beinast gegn kókaínframleiðslu og smygli. Bandaríkin Donald Trump Hernaður Venesúela Mest lesið Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Lögreglan fylgdist með grunnskólum Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Fleiri fréttir „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Sjá meira
Með flugmóðurskipinu fylgja fimm tundurspillar en fyrir eru Bandaríkjamenn með töluverðan herafla og fjölda skipa og herþota í og við Karíbahafið, þar sem þeir hafa gert árásir á meinta fíkniefnasmyglara. Flugmóðurskipið var þó í höfn í Króatíu í gær, samkvæmt AP fréttaveitunni, og mun taka einhvern tíma að sigla því til Karíbahafsins. Sjá einnig: Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Talið er mögulegt að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ætli sér að reyna að koma Nicolás Maduro, einræðisherra landsins, frá völdum en hann hefur verið ákærður í Bandaríkjunum fyrir fíkniefnasmygl og hryðjuverkastarfsemi. Tilkynnt var í gær að tíunda slíka árásin hefði verið gerð frá því í september. AÐ minnsta kosti 43 hafa fallið í þessum árásum. Pete Hegseth, varnarmálaráðherra, heldur því fram að báturinn sem sprengdur var í gær hafi verið í eigu Tren de Aragua glæpasamtakanna. Bandaríkjamenn halda því fram að Maduro leiði glæpasamtökin en hann hefur hafnað því. Trump vilji nýtt „eilífðarstríð“ Bandaríkjamenn viðurkenna ekki ríkisstjórn Maduro en hann sór embættiseið á nýjan leik í janúar, eftir kosningar sem hafa verið fordæmdar víða um heim vegna meints svindls hans. Stjórnarandstaða Venesúela kom höndum yfir gögn úr kosningavélum landsins og sérfræðingar víða um heim hafa sannreynt gögnin en samkvæmt þeim sigraði stjórnarandstaðan kosningarnar með yfirburðum. Maduro birti þó aðrar niðurstöður og hélt völdum. Bandaríkjamenn hafa beint sjónum sínum að Maduro undir því yfirskini að hann og ríkisstjórn hans komi með beinum og umfangsmiklum hætti að smygli fíkniefna til Bandaríkjanna. Sérfræðingar hafa þó sagt, samkvæmt BBC, að umsvifin séu tiltölulega lítil. Í ávarpi sem Maduro gaf í gærkvöldi sagði hann að Bandaríkjamenn væru að reyna að skapa nýtt „eilífðarstríð“. Þeir hefðu lofað því að gera slíkt ekki aftur en væru nú markvisst að reyna að skapa það. Trump hefur gefið til kynna að hann sé opinn fyrir því að nota hermenn til árása á jörðu niðri í Venesúela. Þá sagði CNN frá því í gærkvöldi að Trump væri að íhuga áætlanir um loftárásir í Venesúela en þeir eiga víst að beinast gegn kókaínframleiðslu og smygli.
Bandaríkin Donald Trump Hernaður Venesúela Mest lesið Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Lögreglan fylgdist með grunnskólum Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Fleiri fréttir „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Sjá meira