Sér fram á kaldan vetur hjá lággjaldaflugfélögum Stefán Ó. Jónsson skrifar 22. október 2018 11:45 Michael O'Leary vonar að fleiri lággjaldaflugfélög fari á hausinn, það myndi henta Ryanair ágætlega. Getty/Horacio Villalobos - Corbis Framkvæmdastjóri Ryanair óttast að komandi vetur geti reynst mörgum lággjaldaflugfélögum erfiður. Tími sé kominn á samþjöppun í greininni, aukin samkeppni meðfram hækkandi olíuverði gangi ekki til lengdar. Þrátt fyrir að sætanýting Ryanair hafi verið um 96% og ferðum félagsins hafi fjölgað um 6% frá síðasta ári skilaði flugfélagið engu að síður um 7% minni hagnaði í sumar en í fyrra. Hagnaður félagsins í sumar, þ.e. frá maíbyrjun fram til loka september, nam 1,2 milljörðum evra eða rúmlega 161 milljarði króna. Meðalverð flugmiðans var um 46 evrur sem er 3% lækkun frá síðasta sumri. Engu að síður jukust tekjur félagsins af hvers kyns viðbótum, eins og sætavali og auka farangursheimild, um 27% á milli ára. Hækkandi olíuverð og harðnandi samkeppni hefur torveldað rekstur margra lággjaldaflugfélag á síðustu mánuðum; eins og Primera Air og Cobalt sem bæði lögðu upp laupana á síðustu vikum. Ryanair fór ekki varhluta af þessari þróun en eldsneytiskostnaður félagsins jókst um 22% á milli ára.Kallar eftir samþjöppun Forsvarsmenn Ryanair tilkynntu fyrr í þessum mánuði að fyrri afkomuspár félagsins myndu líklega ekki ganga eftir. Heildarhagnaður Ryanair fyrir yfirstandandi rekstrarár yrði líklega um 12% lægri en upphaflega hafði verið gert ráð fyrir. Þær spár standi þó og falli með því að flugfargjöld lækki ekki meira á árinu og að olíuverð haldist nokkuð stöðugt út árið. Haft er eftir framkvæmdastjóra Ryanair á vef breska ríkisútvarpsins að hann telji að komandi vetur gæti orðið mörgum lággjaldaflugfélögum „mjög, mjög erfiður.“ Nefnir hann sérstaklega Norwegian í þessu samhengi, sem greiðir 85 dali fyrir olíutunnuna. Í samanburði hefur Ryanair verið að greiða 68 dali fyrir tunnuna. Hann segist jafnframt vona að fleiri lággjaldaflugfélög fari á hausinn. Það væri æskilegt fyrir Ryanair að samkeppni í greininni myndi minnka - auk þess sem fjöldi lággjaldaflugfélaga „eigi skilið að hverfa,“ eins og Michael O'Leary orðar það. Samþjöppun í fluggeiranum sé löngu tímabær. Fréttir af flugi Tengdar fréttir Mikið tap hjá Arion vegna Primera Air Arion banki hefur sent frá sér afkomuviðvörun sem samkvæmt heimildum Vísis má rekja til gjaldþrots Primera Air. Tilkynnt var í gær að flugfélagið myndi fara í greiðslustöðvun í dag. 2. október 2018 09:01 Annað evrópskt lággjaldaflugfélag í þrot Lággjaldaflugfélagið Cobalt hefur aflýst öllum áætluðum flugferðum sínum frá og með deginum í dag. 18. október 2018 11:58 Ryanair birtir myndband sem það segir sanna sviðsetningu Lággjaldaflugfélagið Ryanair hefur birt upptöku úr öryggismyndavél sem sýnir áhafnarmeðlimi félagsins sviðsetja ljósmynd sem vakti mikla athygli í netheimum í upphafi vikunnar. 18. október 2018 13:54 Mest lesið „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Viðskipti innlent Flýgur til Íslands á mánudögum til að vinna hér þrjá daga vikunnar Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Framkvæmdastjóri Ryanair óttast að komandi vetur geti reynst mörgum lággjaldaflugfélögum erfiður. Tími sé kominn á samþjöppun í greininni, aukin samkeppni meðfram hækkandi olíuverði gangi ekki til lengdar. Þrátt fyrir að sætanýting Ryanair hafi verið um 96% og ferðum félagsins hafi fjölgað um 6% frá síðasta ári skilaði flugfélagið engu að síður um 7% minni hagnaði í sumar en í fyrra. Hagnaður félagsins í sumar, þ.e. frá maíbyrjun fram til loka september, nam 1,2 milljörðum evra eða rúmlega 161 milljarði króna. Meðalverð flugmiðans var um 46 evrur sem er 3% lækkun frá síðasta sumri. Engu að síður jukust tekjur félagsins af hvers kyns viðbótum, eins og sætavali og auka farangursheimild, um 27% á milli ára. Hækkandi olíuverð og harðnandi samkeppni hefur torveldað rekstur margra lággjaldaflugfélag á síðustu mánuðum; eins og Primera Air og Cobalt sem bæði lögðu upp laupana á síðustu vikum. Ryanair fór ekki varhluta af þessari þróun en eldsneytiskostnaður félagsins jókst um 22% á milli ára.Kallar eftir samþjöppun Forsvarsmenn Ryanair tilkynntu fyrr í þessum mánuði að fyrri afkomuspár félagsins myndu líklega ekki ganga eftir. Heildarhagnaður Ryanair fyrir yfirstandandi rekstrarár yrði líklega um 12% lægri en upphaflega hafði verið gert ráð fyrir. Þær spár standi þó og falli með því að flugfargjöld lækki ekki meira á árinu og að olíuverð haldist nokkuð stöðugt út árið. Haft er eftir framkvæmdastjóra Ryanair á vef breska ríkisútvarpsins að hann telji að komandi vetur gæti orðið mörgum lággjaldaflugfélögum „mjög, mjög erfiður.“ Nefnir hann sérstaklega Norwegian í þessu samhengi, sem greiðir 85 dali fyrir olíutunnuna. Í samanburði hefur Ryanair verið að greiða 68 dali fyrir tunnuna. Hann segist jafnframt vona að fleiri lággjaldaflugfélög fari á hausinn. Það væri æskilegt fyrir Ryanair að samkeppni í greininni myndi minnka - auk þess sem fjöldi lággjaldaflugfélaga „eigi skilið að hverfa,“ eins og Michael O'Leary orðar það. Samþjöppun í fluggeiranum sé löngu tímabær.
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Mikið tap hjá Arion vegna Primera Air Arion banki hefur sent frá sér afkomuviðvörun sem samkvæmt heimildum Vísis má rekja til gjaldþrots Primera Air. Tilkynnt var í gær að flugfélagið myndi fara í greiðslustöðvun í dag. 2. október 2018 09:01 Annað evrópskt lággjaldaflugfélag í þrot Lággjaldaflugfélagið Cobalt hefur aflýst öllum áætluðum flugferðum sínum frá og með deginum í dag. 18. október 2018 11:58 Ryanair birtir myndband sem það segir sanna sviðsetningu Lággjaldaflugfélagið Ryanair hefur birt upptöku úr öryggismyndavél sem sýnir áhafnarmeðlimi félagsins sviðsetja ljósmynd sem vakti mikla athygli í netheimum í upphafi vikunnar. 18. október 2018 13:54 Mest lesið „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Viðskipti innlent Flýgur til Íslands á mánudögum til að vinna hér þrjá daga vikunnar Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Mikið tap hjá Arion vegna Primera Air Arion banki hefur sent frá sér afkomuviðvörun sem samkvæmt heimildum Vísis má rekja til gjaldþrots Primera Air. Tilkynnt var í gær að flugfélagið myndi fara í greiðslustöðvun í dag. 2. október 2018 09:01
Annað evrópskt lággjaldaflugfélag í þrot Lággjaldaflugfélagið Cobalt hefur aflýst öllum áætluðum flugferðum sínum frá og með deginum í dag. 18. október 2018 11:58
Ryanair birtir myndband sem það segir sanna sviðsetningu Lággjaldaflugfélagið Ryanair hefur birt upptöku úr öryggismyndavél sem sýnir áhafnarmeðlimi félagsins sviðsetja ljósmynd sem vakti mikla athygli í netheimum í upphafi vikunnar. 18. október 2018 13:54