Ákærðir fyrir að stappa á höfði hælisleitanda á Hrauninu Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 22. október 2018 11:21 Árásin átti sér stað í íþróttahúsinu á Litla-Hrauni. Fréttablaðið/Anton Brink Baldri Kolbeinssyni og Trausta Rafni Henrikssyni, sem ákærðir eru fyrir að hafa ráðist á Houssin Bsraoi, ungan hælisleitenda og samfanga sinn á Litla-Hrauni í janúar á þessu ári er gefin að sök sérstaklega hættuleg líkamsárás. Fréttablaðið greindi frá því fyrir viku síðan að Baldur og Trausti Rafn hefðu verið ákærðir en þá hafði þeim ekki verið birt ákæran. Í ákærunni, sem Vísir hefur undir höndum, er verknaðinum lýst. Eiga Baldur og Trausti að hafa veist að Houssin í íþróttahúsinu á Litla-Hrauni. Þar hafi Trausti Rafn kýlt Houssin ítrekað í höfuð og líkama, tekið hann hálstaki, sparkað með fótum og hnjám nokkrum sinnum í líkama og að minnsta kosti einu sinni í höfuð þegar Houssin sat á gólfinu.Var illa marinn og tennur losnuðu Baldur á að hafa kýlt Houssin ítrekað í höfuð og líkama, sparkað með hnjám í líkama hans, tekið hann hálstaki, snúið hann niður í gólfið og stappað á og kýlt tvívegis í líkama Houssins. Eftir að hann lenti aftur í gólfinu á Baldur að hafa reynt að girða niður um hann buxurnar, sest klofvega yfir hann og kýlt hann ítrekað með báðum höndum í höfuðið þar til hann missti meðvitund. Á meðan á Trausti Rafn að hafa stappað þrisvar á höfði Houssins og sparkað einu sinni í höfuð hans. Af þessu hafi Houssin hlotið mar og húðáverka yfir báðum kinnbeinum, enni og á gagnauganu hægra megin, bólgu í nefi, bólgu og húðáverka á vörum, mar, húðáverka og bólgur á vinstri hendi, úlnlið og við olnbogann, væga húðáverka á hægri hendi kúlu á hnakka, heilahristing, mar á hægra eyra og mar og eymsli á vinstri hlið brjóstkassa auk þess sem tvær tennur í efri góm hans losnuðu. Eftir árásina var hann fluttur á Hólmsheiði og sat þar inni þar til hann var fluttur úr landi til Marokkó. Kastaði stól í fangavörð Auk þessa er Trausti Rafn einnig ákærður fyrir brot gegn valdstjórninni með því að hafa sunnudaginn 4. Desember 2016 kastað stól í fangavörð í sameiginlegu rými fanga og síðar hrækt í andlegg hans. Hlaut fangavörðurinn af þessu marbletti. Bæði Baldur og Trausti Rafn eiga nokkurn sakaferil að baki og hefur Baldur ítrekað gerst sekur um ofbeldi gagnvart samföngum sínum á Litla-Hrauni Dómsmál Hælisleitendur Lögreglumál Tengdar fréttir Segir að Houssin eigi ekki heima innan um harðsvíraða glæpamenn Inga Rún Sigfúsdóttir yfirfélagsráðgjafi í Fjarðabyggð segir að búið sé að margbrjóta á mannréttindum Houssin sem varð fyrir hrottalegri líkamsárás á Litla Hrauni. 26. janúar 2018 08:39 Segja Houssin enn eitt fórnarlamb skilningsleysis þeirra sem bera ábyrgð á málefnum flóttafólks Solaris, hjálparsamtök fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi, fordæma vinnubrögð við brottvísun umsækjenda um alþjóðlega vernd í tilkynningu sem þau sendu frá sér í kvöld. 21. febrúar 2018 20:40 Lögreglu gafst ekki tóm til að bregðast við brottför Houssins Lögregla fékk ekki ráðrúm til að láta brotaþola alvarlegrar líkamsárásar á Litla-Hrauni staðfesta framburð sinn fyrir dómi eins og venja er ef vitni eða brotaþoli er á förum úr landi. 29. mars 2018 07:00 Hælisleitandinn sem varð fyrir árás á Litla-Hrauni fluttur úr landi Ungur hælisleitandi, Houssin Bsraoi, sem varð fyrir alvarlegri líkamsárás á Litla-Hrauni um miðjan síðasta mánuð var í gær fluttur úr landi. 21. febrúar 2018 19:00 Segir ljóst að flytja þurfi hælisleitandann til baka fari mál hans fyrir dóm Hún segir það vera galið fyrirkomulag að sé hælisleitendur í réttarvörslukerfinu grunaðir um refsiverða háttsemi þá eru þeir ekki brottfluttir en séu þeir þolendur þá eru þeir brottfluttir. 22. febrúar 2018 14:50 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Fleiri fréttir Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Sjá meira
Baldri Kolbeinssyni og Trausta Rafni Henrikssyni, sem ákærðir eru fyrir að hafa ráðist á Houssin Bsraoi, ungan hælisleitenda og samfanga sinn á Litla-Hrauni í janúar á þessu ári er gefin að sök sérstaklega hættuleg líkamsárás. Fréttablaðið greindi frá því fyrir viku síðan að Baldur og Trausti Rafn hefðu verið ákærðir en þá hafði þeim ekki verið birt ákæran. Í ákærunni, sem Vísir hefur undir höndum, er verknaðinum lýst. Eiga Baldur og Trausti að hafa veist að Houssin í íþróttahúsinu á Litla-Hrauni. Þar hafi Trausti Rafn kýlt Houssin ítrekað í höfuð og líkama, tekið hann hálstaki, sparkað með fótum og hnjám nokkrum sinnum í líkama og að minnsta kosti einu sinni í höfuð þegar Houssin sat á gólfinu.Var illa marinn og tennur losnuðu Baldur á að hafa kýlt Houssin ítrekað í höfuð og líkama, sparkað með hnjám í líkama hans, tekið hann hálstaki, snúið hann niður í gólfið og stappað á og kýlt tvívegis í líkama Houssins. Eftir að hann lenti aftur í gólfinu á Baldur að hafa reynt að girða niður um hann buxurnar, sest klofvega yfir hann og kýlt hann ítrekað með báðum höndum í höfuðið þar til hann missti meðvitund. Á meðan á Trausti Rafn að hafa stappað þrisvar á höfði Houssins og sparkað einu sinni í höfuð hans. Af þessu hafi Houssin hlotið mar og húðáverka yfir báðum kinnbeinum, enni og á gagnauganu hægra megin, bólgu í nefi, bólgu og húðáverka á vörum, mar, húðáverka og bólgur á vinstri hendi, úlnlið og við olnbogann, væga húðáverka á hægri hendi kúlu á hnakka, heilahristing, mar á hægra eyra og mar og eymsli á vinstri hlið brjóstkassa auk þess sem tvær tennur í efri góm hans losnuðu. Eftir árásina var hann fluttur á Hólmsheiði og sat þar inni þar til hann var fluttur úr landi til Marokkó. Kastaði stól í fangavörð Auk þessa er Trausti Rafn einnig ákærður fyrir brot gegn valdstjórninni með því að hafa sunnudaginn 4. Desember 2016 kastað stól í fangavörð í sameiginlegu rými fanga og síðar hrækt í andlegg hans. Hlaut fangavörðurinn af þessu marbletti. Bæði Baldur og Trausti Rafn eiga nokkurn sakaferil að baki og hefur Baldur ítrekað gerst sekur um ofbeldi gagnvart samföngum sínum á Litla-Hrauni
Dómsmál Hælisleitendur Lögreglumál Tengdar fréttir Segir að Houssin eigi ekki heima innan um harðsvíraða glæpamenn Inga Rún Sigfúsdóttir yfirfélagsráðgjafi í Fjarðabyggð segir að búið sé að margbrjóta á mannréttindum Houssin sem varð fyrir hrottalegri líkamsárás á Litla Hrauni. 26. janúar 2018 08:39 Segja Houssin enn eitt fórnarlamb skilningsleysis þeirra sem bera ábyrgð á málefnum flóttafólks Solaris, hjálparsamtök fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi, fordæma vinnubrögð við brottvísun umsækjenda um alþjóðlega vernd í tilkynningu sem þau sendu frá sér í kvöld. 21. febrúar 2018 20:40 Lögreglu gafst ekki tóm til að bregðast við brottför Houssins Lögregla fékk ekki ráðrúm til að láta brotaþola alvarlegrar líkamsárásar á Litla-Hrauni staðfesta framburð sinn fyrir dómi eins og venja er ef vitni eða brotaþoli er á förum úr landi. 29. mars 2018 07:00 Hælisleitandinn sem varð fyrir árás á Litla-Hrauni fluttur úr landi Ungur hælisleitandi, Houssin Bsraoi, sem varð fyrir alvarlegri líkamsárás á Litla-Hrauni um miðjan síðasta mánuð var í gær fluttur úr landi. 21. febrúar 2018 19:00 Segir ljóst að flytja þurfi hælisleitandann til baka fari mál hans fyrir dóm Hún segir það vera galið fyrirkomulag að sé hælisleitendur í réttarvörslukerfinu grunaðir um refsiverða háttsemi þá eru þeir ekki brottfluttir en séu þeir þolendur þá eru þeir brottfluttir. 22. febrúar 2018 14:50 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Fleiri fréttir Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Sjá meira
Segir að Houssin eigi ekki heima innan um harðsvíraða glæpamenn Inga Rún Sigfúsdóttir yfirfélagsráðgjafi í Fjarðabyggð segir að búið sé að margbrjóta á mannréttindum Houssin sem varð fyrir hrottalegri líkamsárás á Litla Hrauni. 26. janúar 2018 08:39
Segja Houssin enn eitt fórnarlamb skilningsleysis þeirra sem bera ábyrgð á málefnum flóttafólks Solaris, hjálparsamtök fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi, fordæma vinnubrögð við brottvísun umsækjenda um alþjóðlega vernd í tilkynningu sem þau sendu frá sér í kvöld. 21. febrúar 2018 20:40
Lögreglu gafst ekki tóm til að bregðast við brottför Houssins Lögregla fékk ekki ráðrúm til að láta brotaþola alvarlegrar líkamsárásar á Litla-Hrauni staðfesta framburð sinn fyrir dómi eins og venja er ef vitni eða brotaþoli er á förum úr landi. 29. mars 2018 07:00
Hælisleitandinn sem varð fyrir árás á Litla-Hrauni fluttur úr landi Ungur hælisleitandi, Houssin Bsraoi, sem varð fyrir alvarlegri líkamsárás á Litla-Hrauni um miðjan síðasta mánuð var í gær fluttur úr landi. 21. febrúar 2018 19:00
Segir ljóst að flytja þurfi hælisleitandann til baka fari mál hans fyrir dóm Hún segir það vera galið fyrirkomulag að sé hælisleitendur í réttarvörslukerfinu grunaðir um refsiverða háttsemi þá eru þeir ekki brottfluttir en séu þeir þolendur þá eru þeir brottfluttir. 22. febrúar 2018 14:50