Segir kröfuna um fyrirgefningu aldrei jafn sterka og í kynferðisbrotamálum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 20. október 2018 18:35 Tara Margrét Vilhjálmsdóttir, formaður Samtaka um líkamsvirðingu svarar Jóni Steinari Gunnlaugssyni, lögmanni, fullum hálsi. Vísir/Hanna Krafan um að þolendur fyrirgefi geranda sínum er aldrei jafn sterk og þegar kemur að kynferðisbrotamálum. Þetta segir Tara Margrét Vilhjálmsdóttir, félagsráðgjafi og formaður Samtaka um líkamsvirðingu. Tara gerði fyrirgefninguna að umtalsefni sínu í pistli sem hún ritaði á Facebook síðu sinni í dag. Tilefnið var grein sem lögmaðurinn Jón Steinar Gunnlaugsson skrifaði í Morgunblaðið en í greininni kemur fram að honum hafi blöskrað mjög ummæli sem voru látin falla í Facebook-hópnum „Karlar gera merkilega hluti“ um hann sjálfan. Tara segir að með pistli sínum hafi Jón Steinar „þóst“ koma af fjöllum vegna ummælanna og látið vera að minnast á færsluna sem hafi orðið til þess að konurnar tóku svo til orða. Jón Steinar sagði að þolendum kynferðisglæpa myndi líða betur ef þeir fyrirgæfu brotin.Mikil og kröftug umræða skapaðist um uppreist æru þegar Robert Downey, sem hlaut dóm fyrir kynferðisbrot gegn unglingsstúlkum, sótti um slíkt.KompásFullyrðir að þolendum líði betur fyrirgefi þeir kvalaranumÍ viðtali á Eyjunni sagði Jón Steinar að Robert Downey ætti skilið fyrirgefningu á gjörðum sínum. Róbert var dæmdur fyrir fyrir að brjóta gegn fimm unglingsstúlkum en fékk uppreist æru og endurheimti lögmannsréttindin. Í viðtalinu segir Jón Steinar: „Ég fullyrði það að þeim sem brotið er gegn, þeim myndi líða mikið betur ef þeim tækist að þróa með sér fyrirgefningu gegn alvarlegu broti - stundum eru brot miklu alvarlegri en þetta jafnvel allt upp í það að svipta menn lífi. Þeir sem geta þróað með sér hugmynd um fyrirgefningu á slíku, þeim líður miklu betur heldur en þeim sem ætla að ganga sinn æviveg uppfullir af hatri gagnvart þeim einstaklingi sem vissulega hefur brotið af sér en afplánað refsingu sína samkvæmt lögum landsins.“ Tara segir að þetta sé ekki í fyrsta skiptið sem Jón Steinar fari langt út fyrir lögfræðilegar skyldur sínar til að verja meinta eða dæmda gerendur kynferðisafbrota og barnaníðs. Krafan um fyrirgefninguna magni upp skömmina „Við vitum að viðbrögð þolenda eru misjöfn eins og þeir eru margir (og þolendur eru allt of margir) og við vitum líka að fyrirgefningarsvipan er tól sem hefur verið notað í gegnum tíðina til að níðast á þeim. Ekki í neinum málaflokki er krafan um fyrirgefningu jafn sterk og þegar kemur að kynferðisbrotum. Þessi krafa er notuð til að yfirfæra ábyrgð brotsins frá geranda yfir á þolanda, til að magna upp skömmina og þögnina sem kynferðisbrot þrífast í,“ segir Tara sem gerir grein fyrir því í hvaða samhengi ummælin í facebook hópnum spruttu. „Er í alvörunni það furðulegt að fólk hafi brugðist illa við? Er í alvörunni það óhugsandi að konur sem allar líkur séu á að hafi upplifað kynferðisofbeldi eða séu nákomnar einhverjum sem hafi orðið fyrir kynferðisofbeldi og fengið að heyra fyrirgefningarræðuna skrilljón sinnum fái bara nóg og setji fram orð um Jón Steinar eins og „viðbjóður?“ spyr Tara.Jón Steinar skrifar pistil í Morgunblaðið til að bregðast við ummælum sem hann sá um sig í hópnum Karlar gera merkilega hluti.Vísir/VilhelmSegir hina valdamiklu reyna að snúa þolendavænni umræðu á hvolf og í eigin þágu Hún spyr jafnframt að því hvort #Me too byltingin hafi ekki skilað samfélaginu betri árangur en þetta. „Þegar fólk stígur fram og segist bara ekki ná utan um það að einhver skuli segja að einhver sé viðbjóður en kýs að líta algjörlega fram hjá því sem viðgengst á kommentakerfum fjölmiðla gagnvart þolendum kynferðisofbeldis og jaðarsettum einstaklingum dags daglega. Annað sem verið er að gera hérna er að þeir valdamiklu í þjóðfélaginu eru að reyna að snúa þolendavænni umræðu sér í hag og í sína þágu og gera sjálfa sig að þolendum.“ Tara segir að þeir sem ætli sér að skamma konur sem tjái réttmæta reiði inn á lokuðu vefsvæði sé angi af nauðgunarmenningu og til þess valdið að valda þeim frekari skömm og þöggun. „Það að Jón Steinar fyrirskipi þolendum barnaníðs að fyrirgefa geranda sínum og að hinir sömu þolendur kalli hann viðbjóð á móti er ekki það sama og má ekki leggja að jöfnu. Í fyrra tilvikinu er nefnilega valdamikill maður að beita valdi sínu og stöðu í þjóðfélaginu til að smána þolendur og senda þá aftur í forarpytt skammar og þöggunar. Í seinna tilvikinu eru þolendurnir loksins að neita því að hverfa frá, að láta slag standa og segja „hingað og ekki lengra!“Hér að neðan er hægt að lesa pistil Töru Margrétar í heild sinni. MeToo Uppreist æru Tengdar fréttir Yfirlýsingin um akademískt frelsi í fullu gildi Jón Atli Benediktsson rektor segir yfirlýsinguna frá 2005 fela í sér viðtekin siðferðileg viðmið. 16. október 2018 14:52 Stjórnendur Facebook-hópsins umdeilda leggja til að Jón Steinar prófi sitt eigið meðal Stjórnendur Facebook-hópsins "Karlar gera merkilega hluti“ segja að hópurinn sé mikilvægur og valdeflandi vettvangur en tilvist hans verði hvorki útskýrð né rökrædd við mann sem skrifi feðraveldi innan gæsalappa og skilji ekki hvað "öruggt svæði er.“ 20. október 2018 09:56 Formaður Lögmannafélagsins: „Hreinlega orða vant að lesa þessi ummæli“ Berglind Svavarsdóttir, formaður Lögmannafélags Íslands, segir samfélagið þjást af skorti á skilningi á störfum lögmanna. Berglind var viðmælandi Reykjavíkur síðdegis á Bylgjunni þar sem hún ræddi störf lögmanna í kjölfar umræðu um mál sem snýr að ummælum um Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttarlögmann í Facebook-hópnum "Karlar gera merkilega hluti.“ 19. október 2018 21:55 Kallaður viðbjóður, ógeð og illfygliskarlagerpi sem þurfi að fokka sér Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi hæstaréttardómari segir hrollvekjandi að líta inn í hugarheim þeirra sem tjá sig um hann í hópnum "Karlar gera merkilega hluti“ á Facebook. 19. október 2018 07:15 Jón Steinar telur rektor hafa stórskaðað HR með brottrekstrinum Tekist á um mál Kristins Sigurjónssonar eftir viku á vettvangi nemenda við HR. 15. október 2018 11:41 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Fleiri fréttir Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Sjá meira
Krafan um að þolendur fyrirgefi geranda sínum er aldrei jafn sterk og þegar kemur að kynferðisbrotamálum. Þetta segir Tara Margrét Vilhjálmsdóttir, félagsráðgjafi og formaður Samtaka um líkamsvirðingu. Tara gerði fyrirgefninguna að umtalsefni sínu í pistli sem hún ritaði á Facebook síðu sinni í dag. Tilefnið var grein sem lögmaðurinn Jón Steinar Gunnlaugsson skrifaði í Morgunblaðið en í greininni kemur fram að honum hafi blöskrað mjög ummæli sem voru látin falla í Facebook-hópnum „Karlar gera merkilega hluti“ um hann sjálfan. Tara segir að með pistli sínum hafi Jón Steinar „þóst“ koma af fjöllum vegna ummælanna og látið vera að minnast á færsluna sem hafi orðið til þess að konurnar tóku svo til orða. Jón Steinar sagði að þolendum kynferðisglæpa myndi líða betur ef þeir fyrirgæfu brotin.Mikil og kröftug umræða skapaðist um uppreist æru þegar Robert Downey, sem hlaut dóm fyrir kynferðisbrot gegn unglingsstúlkum, sótti um slíkt.KompásFullyrðir að þolendum líði betur fyrirgefi þeir kvalaranumÍ viðtali á Eyjunni sagði Jón Steinar að Robert Downey ætti skilið fyrirgefningu á gjörðum sínum. Róbert var dæmdur fyrir fyrir að brjóta gegn fimm unglingsstúlkum en fékk uppreist æru og endurheimti lögmannsréttindin. Í viðtalinu segir Jón Steinar: „Ég fullyrði það að þeim sem brotið er gegn, þeim myndi líða mikið betur ef þeim tækist að þróa með sér fyrirgefningu gegn alvarlegu broti - stundum eru brot miklu alvarlegri en þetta jafnvel allt upp í það að svipta menn lífi. Þeir sem geta þróað með sér hugmynd um fyrirgefningu á slíku, þeim líður miklu betur heldur en þeim sem ætla að ganga sinn æviveg uppfullir af hatri gagnvart þeim einstaklingi sem vissulega hefur brotið af sér en afplánað refsingu sína samkvæmt lögum landsins.“ Tara segir að þetta sé ekki í fyrsta skiptið sem Jón Steinar fari langt út fyrir lögfræðilegar skyldur sínar til að verja meinta eða dæmda gerendur kynferðisafbrota og barnaníðs. Krafan um fyrirgefninguna magni upp skömmina „Við vitum að viðbrögð þolenda eru misjöfn eins og þeir eru margir (og þolendur eru allt of margir) og við vitum líka að fyrirgefningarsvipan er tól sem hefur verið notað í gegnum tíðina til að níðast á þeim. Ekki í neinum málaflokki er krafan um fyrirgefningu jafn sterk og þegar kemur að kynferðisbrotum. Þessi krafa er notuð til að yfirfæra ábyrgð brotsins frá geranda yfir á þolanda, til að magna upp skömmina og þögnina sem kynferðisbrot þrífast í,“ segir Tara sem gerir grein fyrir því í hvaða samhengi ummælin í facebook hópnum spruttu. „Er í alvörunni það furðulegt að fólk hafi brugðist illa við? Er í alvörunni það óhugsandi að konur sem allar líkur séu á að hafi upplifað kynferðisofbeldi eða séu nákomnar einhverjum sem hafi orðið fyrir kynferðisofbeldi og fengið að heyra fyrirgefningarræðuna skrilljón sinnum fái bara nóg og setji fram orð um Jón Steinar eins og „viðbjóður?“ spyr Tara.Jón Steinar skrifar pistil í Morgunblaðið til að bregðast við ummælum sem hann sá um sig í hópnum Karlar gera merkilega hluti.Vísir/VilhelmSegir hina valdamiklu reyna að snúa þolendavænni umræðu á hvolf og í eigin þágu Hún spyr jafnframt að því hvort #Me too byltingin hafi ekki skilað samfélaginu betri árangur en þetta. „Þegar fólk stígur fram og segist bara ekki ná utan um það að einhver skuli segja að einhver sé viðbjóður en kýs að líta algjörlega fram hjá því sem viðgengst á kommentakerfum fjölmiðla gagnvart þolendum kynferðisofbeldis og jaðarsettum einstaklingum dags daglega. Annað sem verið er að gera hérna er að þeir valdamiklu í þjóðfélaginu eru að reyna að snúa þolendavænni umræðu sér í hag og í sína þágu og gera sjálfa sig að þolendum.“ Tara segir að þeir sem ætli sér að skamma konur sem tjái réttmæta reiði inn á lokuðu vefsvæði sé angi af nauðgunarmenningu og til þess valdið að valda þeim frekari skömm og þöggun. „Það að Jón Steinar fyrirskipi þolendum barnaníðs að fyrirgefa geranda sínum og að hinir sömu þolendur kalli hann viðbjóð á móti er ekki það sama og má ekki leggja að jöfnu. Í fyrra tilvikinu er nefnilega valdamikill maður að beita valdi sínu og stöðu í þjóðfélaginu til að smána þolendur og senda þá aftur í forarpytt skammar og þöggunar. Í seinna tilvikinu eru þolendurnir loksins að neita því að hverfa frá, að láta slag standa og segja „hingað og ekki lengra!“Hér að neðan er hægt að lesa pistil Töru Margrétar í heild sinni.
MeToo Uppreist æru Tengdar fréttir Yfirlýsingin um akademískt frelsi í fullu gildi Jón Atli Benediktsson rektor segir yfirlýsinguna frá 2005 fela í sér viðtekin siðferðileg viðmið. 16. október 2018 14:52 Stjórnendur Facebook-hópsins umdeilda leggja til að Jón Steinar prófi sitt eigið meðal Stjórnendur Facebook-hópsins "Karlar gera merkilega hluti“ segja að hópurinn sé mikilvægur og valdeflandi vettvangur en tilvist hans verði hvorki útskýrð né rökrædd við mann sem skrifi feðraveldi innan gæsalappa og skilji ekki hvað "öruggt svæði er.“ 20. október 2018 09:56 Formaður Lögmannafélagsins: „Hreinlega orða vant að lesa þessi ummæli“ Berglind Svavarsdóttir, formaður Lögmannafélags Íslands, segir samfélagið þjást af skorti á skilningi á störfum lögmanna. Berglind var viðmælandi Reykjavíkur síðdegis á Bylgjunni þar sem hún ræddi störf lögmanna í kjölfar umræðu um mál sem snýr að ummælum um Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttarlögmann í Facebook-hópnum "Karlar gera merkilega hluti.“ 19. október 2018 21:55 Kallaður viðbjóður, ógeð og illfygliskarlagerpi sem þurfi að fokka sér Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi hæstaréttardómari segir hrollvekjandi að líta inn í hugarheim þeirra sem tjá sig um hann í hópnum "Karlar gera merkilega hluti“ á Facebook. 19. október 2018 07:15 Jón Steinar telur rektor hafa stórskaðað HR með brottrekstrinum Tekist á um mál Kristins Sigurjónssonar eftir viku á vettvangi nemenda við HR. 15. október 2018 11:41 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Fleiri fréttir Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Sjá meira
Yfirlýsingin um akademískt frelsi í fullu gildi Jón Atli Benediktsson rektor segir yfirlýsinguna frá 2005 fela í sér viðtekin siðferðileg viðmið. 16. október 2018 14:52
Stjórnendur Facebook-hópsins umdeilda leggja til að Jón Steinar prófi sitt eigið meðal Stjórnendur Facebook-hópsins "Karlar gera merkilega hluti“ segja að hópurinn sé mikilvægur og valdeflandi vettvangur en tilvist hans verði hvorki útskýrð né rökrædd við mann sem skrifi feðraveldi innan gæsalappa og skilji ekki hvað "öruggt svæði er.“ 20. október 2018 09:56
Formaður Lögmannafélagsins: „Hreinlega orða vant að lesa þessi ummæli“ Berglind Svavarsdóttir, formaður Lögmannafélags Íslands, segir samfélagið þjást af skorti á skilningi á störfum lögmanna. Berglind var viðmælandi Reykjavíkur síðdegis á Bylgjunni þar sem hún ræddi störf lögmanna í kjölfar umræðu um mál sem snýr að ummælum um Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttarlögmann í Facebook-hópnum "Karlar gera merkilega hluti.“ 19. október 2018 21:55
Kallaður viðbjóður, ógeð og illfygliskarlagerpi sem þurfi að fokka sér Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi hæstaréttardómari segir hrollvekjandi að líta inn í hugarheim þeirra sem tjá sig um hann í hópnum "Karlar gera merkilega hluti“ á Facebook. 19. október 2018 07:15
Jón Steinar telur rektor hafa stórskaðað HR með brottrekstrinum Tekist á um mál Kristins Sigurjónssonar eftir viku á vettvangi nemenda við HR. 15. október 2018 11:41