Slá heræfingum sínum á frest Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 20. október 2018 09:00 Ríkin tvo hafa oft haldið umfangsmiklar heræfingar. Getty Suður-Kórea Bandaríkin og Suður-Kórea hafa aflýst stærðarinnar heræfingu sem átti að fara fram á Kóreuskaga síðar á árinu. Frá þessu greindi Dana W. White, upplýsingafulltrúi bandaríska varnarmálaráðuneytisins í gær. Ástæðan fyrir aflýsingunni er þær viðræður sem ríkin eiga nú í við einræðisríkið Norður-Kóreu er miða meðal annars að því að fá Norður-Kóreu til þess að losa sig við kjarnorkuvopn sín. Um árlega sameiginlega heræfingu er að ræða sem gengur undir nafninu Vigilant Ace. White sagði ákvörðunina mikilvæga svo að „sem bestu möguleikar væru á að árangur næðist af viðræðuferlinu“. Líklega mun aflýsingin kæta Kim Jong-un einræðisherra en stjórn hans hefur ítrekað lýst yfir vanþóknun sinni á slíkum æfingum. White sagði að varnarmálaráðherrar ríkjanna tveggja, Bandaríkjamaðurinn James Mattis og hinn suðurkóreski Song Young-moo, væru þó staðráðnir í því að sjá til þess að hersveitir ríkjanna væru til alls reiðubúnar. „Þeir hétu því að halda nánu sambandi og samstarfi og að leggja mat á hvenær yrði ráðist í frekari heræfingar,“ sagði White og bætti því við að Mattis hefði rætt við Takeshi Iwaya, varnarmálaráðherra Japans, um ákvörðunina og að þeir hefðu tjáð hvor öðrum skuldbindingu sína til þess að tryggja öryggi þessa heimshluta. Þetta er ekki í fyrsta skipti á árinu sem heræfingum er aflýst vegna viðræðna við Norður-Kóreu. Í júní hættu Bandaríkin við hina svokölluðu Freedom Guardian æfingu eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti tjáði sig um vanþóknun sína á heræfingum í Suður-Kóreu. Hann sagði æfingarnar bæði ögrandi og fokdýrar, en ummælin féllu eftir leiðtogafund hans með Kim í Singapúr. Norður-Kórea hefur áratugum saman mótmælt stórum heræfingum Suður-Kóreu og Bandaríkjanna á skaganum og hafa einræðisherrar ríkisins sagt að þessir erkifjendur séu að búa sig undir innrás. Bandaríkin hafa þó alla tíð haldið því fram að æfingarnar séu haldnar í varnarskyni. Séu nauðsynlegar til þess að tryggja öryggi Suður-Kóreu í ljósi ógnarinnar sem stafar af Norður-Kóreu. Einræðisríkið réðst inn í Suður-Kóreu og var sú innrás upphaf Kóreustríðsins. Bandaríkin komu Suður-Kóreu til aðstoðar og þótt friður hafi komist á að lokum var formlegur friðarsáttmáli aldrei undirritaður. Undirritun slíks sáttmála er á meðal þess sem leiðtogar ríkjanna þriggja hafa rætt um í viðræðum sín á milli á þessu ári. Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Fleiri fréttir Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Sjá meira
Suður-Kórea Bandaríkin og Suður-Kórea hafa aflýst stærðarinnar heræfingu sem átti að fara fram á Kóreuskaga síðar á árinu. Frá þessu greindi Dana W. White, upplýsingafulltrúi bandaríska varnarmálaráðuneytisins í gær. Ástæðan fyrir aflýsingunni er þær viðræður sem ríkin eiga nú í við einræðisríkið Norður-Kóreu er miða meðal annars að því að fá Norður-Kóreu til þess að losa sig við kjarnorkuvopn sín. Um árlega sameiginlega heræfingu er að ræða sem gengur undir nafninu Vigilant Ace. White sagði ákvörðunina mikilvæga svo að „sem bestu möguleikar væru á að árangur næðist af viðræðuferlinu“. Líklega mun aflýsingin kæta Kim Jong-un einræðisherra en stjórn hans hefur ítrekað lýst yfir vanþóknun sinni á slíkum æfingum. White sagði að varnarmálaráðherrar ríkjanna tveggja, Bandaríkjamaðurinn James Mattis og hinn suðurkóreski Song Young-moo, væru þó staðráðnir í því að sjá til þess að hersveitir ríkjanna væru til alls reiðubúnar. „Þeir hétu því að halda nánu sambandi og samstarfi og að leggja mat á hvenær yrði ráðist í frekari heræfingar,“ sagði White og bætti því við að Mattis hefði rætt við Takeshi Iwaya, varnarmálaráðherra Japans, um ákvörðunina og að þeir hefðu tjáð hvor öðrum skuldbindingu sína til þess að tryggja öryggi þessa heimshluta. Þetta er ekki í fyrsta skipti á árinu sem heræfingum er aflýst vegna viðræðna við Norður-Kóreu. Í júní hættu Bandaríkin við hina svokölluðu Freedom Guardian æfingu eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti tjáði sig um vanþóknun sína á heræfingum í Suður-Kóreu. Hann sagði æfingarnar bæði ögrandi og fokdýrar, en ummælin féllu eftir leiðtogafund hans með Kim í Singapúr. Norður-Kórea hefur áratugum saman mótmælt stórum heræfingum Suður-Kóreu og Bandaríkjanna á skaganum og hafa einræðisherrar ríkisins sagt að þessir erkifjendur séu að búa sig undir innrás. Bandaríkin hafa þó alla tíð haldið því fram að æfingarnar séu haldnar í varnarskyni. Séu nauðsynlegar til þess að tryggja öryggi Suður-Kóreu í ljósi ógnarinnar sem stafar af Norður-Kóreu. Einræðisríkið réðst inn í Suður-Kóreu og var sú innrás upphaf Kóreustríðsins. Bandaríkin komu Suður-Kóreu til aðstoðar og þótt friður hafi komist á að lokum var formlegur friðarsáttmáli aldrei undirritaður. Undirritun slíks sáttmála er á meðal þess sem leiðtogar ríkjanna þriggja hafa rætt um í viðræðum sín á milli á þessu ári.
Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Fleiri fréttir Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Sjá meira