Frjálst þungunarrof? Já takk! Þóra Kristín Þórsdóttir skrifar 31. október 2018 14:05 Heilbrigðisráðherra vinnur nú að endurvinnslu frumvarps um þungunarrof sem, ef fram fær að ganga í þeirri mynd sem nú er unnið að, verður eitt róttækasta skref sem tekið hefur verið í jafnréttismálum hérlendis á undanförnum árum. Frumvarpið gerir nefnilega þungunarrof frjálst, en frá 1975 hafa barnshafandi einstaklingar þurft að leita til tveggja heilbrigðisstarfsmanna til að kvitta upp á að aðgerðin sé nauðsynleg, og að fyrir því liggi annað hvort félagslegar eða læknisfræðilegar ástæður. Þó í praxís sé þetta formsatriði hefur þetta valdið mörgum konum kvíða. Eftirleiðis mun sumsé enginn annar þurfa að samþykkja ákvörðunina. Minn líkami, mitt val. Það þarf vart að fjölyrða um það hve löngu tímabær þessi breyting er. Í fyrstu drögum frumvarpsins voru tímamörkin ákvörðuð 18 vikur en nú að gefnum umsögnum og umræðu hefur ráðherra gefið út að í lokadrögum frumvarpsins verði tímamörkin 22 vikur. Fólk mun því geta farið í þungunarrof, óháð ástæðu, og getur þá m.a. tekið ákvörðun út frá upplýsingum sem koma fram í 20 vikna skoðuninni. Á undanförnum dögum hafa ýmsir aðilar farið mikinn út af þessu máli. Sjálfsákvörðunarréttur kvenna þykir sjálfsagður, en einungis í ákveðinn tíma. Styrinn stendur um það að nú geti konur farið í þungunarrof þrátt fyrir að vera gengnar fram yfir hálfa meðgöngu, enda séu (0-10%) líkur á að barn sem fætt er á 23.viku meðgöngu geti lifað utan líkama móðurinnar. Andstæðingar frumvarpsins hafa því gert þetta 22ja vikna mark að algjöru aðalatriði og finnst skelfilegt til þess að hugsa að barnshafandi einstaklingur gæti tekið þessa ákvörðun á þessum tímapunkti án þess að læknisfræðilegar ástæður lægju fyrir. Nú eru Íslendingar ekki að finna upp hjólið, heldur þvert á móti, eru frekar seinir í að endurskoða löggjöfina um þetta mál miðað við nágrannaþjóðirnar. Í Bretlandi hefur þungunarrof verið leyfilegt (að því formsatriði gefnu að tveir læknar skrifi upp á það) fram að 24 vikum síðan árið 1967. Þar eru 4 af hverjum 5 slíkum aðgerðum framkvæmdar innan tíu vikna, og 9 af hverjum 10 á fyrstu 13 vikunum. Aðeins 1-2% aðgerða eru framkvæmdar eftir viku 20 og þá langflestar af læknisfræðilegum ástæðum. Sömu sögu er að segja um reynsluna í Svíþjóð og öðrum ríkjum þar sem rétturinn til þungunarrofs er rúmari en hér. Þá sýnir tölfræði Landlæknis að ríflega 8 af hverjum 10 tilfellum þungunarrofs á Íslandi eiga sér stað innan fyrstu 9 viknanna og aðeins eitt af hverjum hundrað eftir sextándu viku. Það er því ekki í samræmi við nein gögn, og lyktar raunar af gríðarlegu kvenhatri, að mála þá mynd að konur fari hér umvörpum að þramma í þungunarrof langt gengnar. Þegar barnshafandi einstaklingur tekur þá ákvörðun að ganga eða ganga ekki með barn er sú ákvörðun ekki tekin í tómarúmi heldur tekur mið af alls konar þáttum, bæði persónulegum og samfélagslegum. Þar skiptir auðvitað miklu máli hvort viðkomandi langar að verða foreldri, sem og í hvaða aðstæðum viðkomandi getnaður varð, en einnig skipta efnahagslegir þættir eins og fjöldi barna á heimili fyrir, hvort viðkomandi býr í eigin húsnæði, hár daggæslukostnaður fyrstu árin og ótal margt fleira máli. Þar er mikilvægt að hafa í huga að okkur hefur langt í frá tekist að skapa hér samfélag þar sem öll njóta jafnrar virðingar og tækifæra, fötluð og ófötluð, sama hvar á landinu þau búa, og það er við þær aðstæður sem upplýsingar sem koma fram í 20 vikna skoðun eru metnar. Aðalatriðið er að þegar einstaklingur hefur gengið með barn í 20 vikur og ákveður þá að rjúfa meðgöngu er eitthvað sérstakt á seyði, svo sem heimilisofbeldi, fíknivandi, eða að 20 vikna skoðunin hefur leitt í ljós eitthvað óvenjulegt sem viðkomandi treystir sér ekki að takast á við. Fólk sem neyðist til að endurmeta hvort halda eigi meðgöngu áfram á þessum tímapunkti á samúð og stuðning skilið. En réttinn til þungunarrofs verður það að hafa.Höfundur er forynja Kvennahreyfingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þóra Kristín Þórsdóttir Mest lesið Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Baslað í fyrirmyndarbænum Karl Pétur Jónsson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Hverfið mitt í Reykjavík 2018 Halldór Auðar Svansson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Betri þjónusta Strætó Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Heilbrigðisráðherra vinnur nú að endurvinnslu frumvarps um þungunarrof sem, ef fram fær að ganga í þeirri mynd sem nú er unnið að, verður eitt róttækasta skref sem tekið hefur verið í jafnréttismálum hérlendis á undanförnum árum. Frumvarpið gerir nefnilega þungunarrof frjálst, en frá 1975 hafa barnshafandi einstaklingar þurft að leita til tveggja heilbrigðisstarfsmanna til að kvitta upp á að aðgerðin sé nauðsynleg, og að fyrir því liggi annað hvort félagslegar eða læknisfræðilegar ástæður. Þó í praxís sé þetta formsatriði hefur þetta valdið mörgum konum kvíða. Eftirleiðis mun sumsé enginn annar þurfa að samþykkja ákvörðunina. Minn líkami, mitt val. Það þarf vart að fjölyrða um það hve löngu tímabær þessi breyting er. Í fyrstu drögum frumvarpsins voru tímamörkin ákvörðuð 18 vikur en nú að gefnum umsögnum og umræðu hefur ráðherra gefið út að í lokadrögum frumvarpsins verði tímamörkin 22 vikur. Fólk mun því geta farið í þungunarrof, óháð ástæðu, og getur þá m.a. tekið ákvörðun út frá upplýsingum sem koma fram í 20 vikna skoðuninni. Á undanförnum dögum hafa ýmsir aðilar farið mikinn út af þessu máli. Sjálfsákvörðunarréttur kvenna þykir sjálfsagður, en einungis í ákveðinn tíma. Styrinn stendur um það að nú geti konur farið í þungunarrof þrátt fyrir að vera gengnar fram yfir hálfa meðgöngu, enda séu (0-10%) líkur á að barn sem fætt er á 23.viku meðgöngu geti lifað utan líkama móðurinnar. Andstæðingar frumvarpsins hafa því gert þetta 22ja vikna mark að algjöru aðalatriði og finnst skelfilegt til þess að hugsa að barnshafandi einstaklingur gæti tekið þessa ákvörðun á þessum tímapunkti án þess að læknisfræðilegar ástæður lægju fyrir. Nú eru Íslendingar ekki að finna upp hjólið, heldur þvert á móti, eru frekar seinir í að endurskoða löggjöfina um þetta mál miðað við nágrannaþjóðirnar. Í Bretlandi hefur þungunarrof verið leyfilegt (að því formsatriði gefnu að tveir læknar skrifi upp á það) fram að 24 vikum síðan árið 1967. Þar eru 4 af hverjum 5 slíkum aðgerðum framkvæmdar innan tíu vikna, og 9 af hverjum 10 á fyrstu 13 vikunum. Aðeins 1-2% aðgerða eru framkvæmdar eftir viku 20 og þá langflestar af læknisfræðilegum ástæðum. Sömu sögu er að segja um reynsluna í Svíþjóð og öðrum ríkjum þar sem rétturinn til þungunarrofs er rúmari en hér. Þá sýnir tölfræði Landlæknis að ríflega 8 af hverjum 10 tilfellum þungunarrofs á Íslandi eiga sér stað innan fyrstu 9 viknanna og aðeins eitt af hverjum hundrað eftir sextándu viku. Það er því ekki í samræmi við nein gögn, og lyktar raunar af gríðarlegu kvenhatri, að mála þá mynd að konur fari hér umvörpum að þramma í þungunarrof langt gengnar. Þegar barnshafandi einstaklingur tekur þá ákvörðun að ganga eða ganga ekki með barn er sú ákvörðun ekki tekin í tómarúmi heldur tekur mið af alls konar þáttum, bæði persónulegum og samfélagslegum. Þar skiptir auðvitað miklu máli hvort viðkomandi langar að verða foreldri, sem og í hvaða aðstæðum viðkomandi getnaður varð, en einnig skipta efnahagslegir þættir eins og fjöldi barna á heimili fyrir, hvort viðkomandi býr í eigin húsnæði, hár daggæslukostnaður fyrstu árin og ótal margt fleira máli. Þar er mikilvægt að hafa í huga að okkur hefur langt í frá tekist að skapa hér samfélag þar sem öll njóta jafnrar virðingar og tækifæra, fötluð og ófötluð, sama hvar á landinu þau búa, og það er við þær aðstæður sem upplýsingar sem koma fram í 20 vikna skoðun eru metnar. Aðalatriðið er að þegar einstaklingur hefur gengið með barn í 20 vikur og ákveður þá að rjúfa meðgöngu er eitthvað sérstakt á seyði, svo sem heimilisofbeldi, fíknivandi, eða að 20 vikna skoðunin hefur leitt í ljós eitthvað óvenjulegt sem viðkomandi treystir sér ekki að takast á við. Fólk sem neyðist til að endurmeta hvort halda eigi meðgöngu áfram á þessum tímapunkti á samúð og stuðning skilið. En réttinn til þungunarrofs verður það að hafa.Höfundur er forynja Kvennahreyfingarinnar.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar