Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Skallagrímur 93-83 │Fyrsti sigur Blika Víkingur Goði Sigurðarson skrifar 31. október 2018 21:15 Frá leiknum í kvöld. vísir/daníel Breiðablik vann í kvöld sinn fyrsta sigur í Dominos deild karla. Blikar fengu Skallagrím í heimsókn í nýliðaslag og unnu leikinn 93-83. Blikar voru yfir allan leikinn þrátt fyrir góðar endurkomu tilraunir gestanna. Blikar sýndu strax í upphafi leiks að þeir ætluðu sér að sækja sín fyrstu stig í kvöld. Komust fljótt yfir og Skallagrímur tók sitt fyrsta leikhlé eftir rúmar 3 mínútur. Blikar pressuðu maður á mann yfir heilan völl til að byrja með og var augljóst að þeir vildu keyra upp tempóið. Það gekk vel og þeir náðu að komast í fullt af hraðaupphlaupum strax í fyrsta leikhluta. Skallagrímur kastaði boltanum frá sér fimm sinnum í fyrsta leikhluta og Blikar refsuðu í hvert einasta skipti. Staðan eftir fyrsta leikhluta var 34-23. Annar leikhluti var mjög svipaður þeim fyrsta, Finnur reyndi að taka leikhlé en það gerði ekki mikið. Blikar sóttu hratt og sóttu vel á meðan Skallagrímur þurfti alltaf einstaklingsframtök til að skora. Staðan í hálfleik var 53-39. Liðin skiptust á körfum í upphafi þriðja leikhluta en í miðjum þriðja leikhluta skiptu Skallagrímur yfir í svæðisvörn. Eftir að Skallagrímur skiptu yfir í svæðisvörn misstu Blikar smá dampinn sóknarlega, fóru að kasta boltanum frá sér og klúðra úr opnum skotum. Skallagrímur nýtti sér þetta og kom með áhlaup í lok þriðja leikhluta þar sem þeir minnkuðu muninn niður í 74-65. Fjörugur fjórði leikhluti byrjaði á tveimur Blikakörfum. Eyjólfur Ásberg Halldórsson leikmaður Skallagríms minnkaði muninn þó aftur niður í tíu stig með þrist og hélt Skallagrím í leiknum. Finnur Jónsson þjálfari Skallagríms tók leikhlé þegar það voru 6 mínútur eftir af fjórða leikhluta. Eftir það fóru liðin að skiptast á körfum en Blikar vörðu forystuna vel þrátt fyrir hetjulegar tilraunir Skallagríms til að minnka muninn frekar.Hart var barist í kvöld.vísir/daníelAf hverju vann Breiðablik? Leiðinleg klisja að segja þetta en í upphafi leiks þá vildu Blikarnir þetta bara miklu meira. Blikar skoruðu mikið af hraðaupphlaupskörfum í fyrri hálfleik á meðan Skallagrímur þurftu að harka fyrir hvert einasta stig. Blikarnir spiluðu betur saman allan leikinn á meðan það þurfti eiginlega allt að vera einstaklingsframtak hjá Borgnesingunum.Hverjir stóðu upp úr? Arnór Hermannsson kveikti kannski ekki í tölfræðiskýrslunni en hann stýrði sóknarleik Blika frábærlega , lét boltann ganga hratt og barðist vel í vörninni. Christian Covile erlendi leikmaður Blika var nákvæmlega það sem Blikar þurftu í dag. Þrátt fyrir að skotvalið hans sé oft vafasamt og nýtingin hafi ekki verið frábær í kvöld þá setti hann niður mikilvægar körfur þegar Blikar þurftu á þeim að halda. Reif einnig niður 22 fráköst, var oft fljótur að koma boltanum af stað og startaði mikið af skyndisóknum þannig. Snorri og Snorri voru flottir báðu megin á vellinum í kvöld fyrir Blikana. Börðust fyrir hverjum einasta bolta og nýttu sín tækifæri í sókninni. Eyjólfur Ásberg Halldórsson var besti leikmaður Skallagríms í dag en hann á það samt til að drippla loftið úr boltanum og hægja á sóknarleiknum. Umgjörðin hjá Blikum og stuðningssveitin einnig til fyrirmyndar í kvöld. Gaman að sjá hjá nýliðunum.Hvað gekk illa? Fyrsti leikhluti Skallagríms varnarlega var eitthvað sem á ekki að sjást í efstu deild. Voru að hleypa Blikum í auðveld færi trekk í trekk. Skallagrímsmenn voru ekki að nenna að hlaupa aftur í vörn þegar þeir misstu boltann og borguðu fyrir það. Blikar voru með 20 sóknarfráköst í leiknum og skoruðu samtals 14 stig eftir sóknarfráköst. Skallagrímur getur ekki leyft svona ef þeir ætla að sækja sigra á útivelli í vetur. Blikar létu boltann ganga vel í þessum leik og voru að fá opin skot fyrir utan en tóku einungis 7 vítaskot í leiknum. 3 af þessum vítum komu þegar það var brotið á Snorra Vignissyni í þriggja stiga skoti. Blikar fá semsagt einungis 4 víti í leiknum með að keyra á körfuna og verður að segjast að það er áhyggjuatriði.Hvað gerist næst? Það er bikarhelgi framundan. Blikar fara í Garðabæinn og reyna að hefna fyrir tapið í annarri umferð. Skallagrímur fljúga hinsvegar til Egilsstaða og spila við Hött sem hafa verið mjög nálægt því að komast í höllina tvö ár í röð.Pétur reiður í kvöld.vísir/daníelPétur: Fyrir tveimur árum hefði ég tekið leikhlé Blikar voru sigurlausir fyrir leik kvöldsins og Pétur Ingvarsson þjálfari liðsins var eins og við mátti búast ánægður eftir leik kvöldsins. „Já að sjálfsögðu. Þetta var bara liðssigur, Skallagrímur er hörkulið og þeir eru búnir að vera að spila rosalega vel í vetur þannig að það var mjög gott að ná að klára þá hérna”. „Við spiluðum ágætis vörn á köflum, svo náðum við aðeins að tengja í sókninni. Þeir hægðu svolítið á okkur með svæðisvörninni. Ég er svona að reyna að ná þessum 100 stigum, þá megum við fá á okkur 99 en við fengum bara á okkur 83 svo þetta gekk ágætlega í kvöld”, sagði Pétur þegar hann var spurður hvað hafði gengið upp í kvöld. Eins og Pétur segir þá hægðu Borgnesingarnir aðeins á Blikunum þegar þeir fóru í svæði í seinni hálfleik. Blikar fóru að klúðra úr opnum skotum og kasta boltanum frá sér. „Við erum búnir að fara vel yfir svæðisvörn svo að strákarnir vissu hvað þeir áttu að gera og hvar þeir eiga að vera staðsettir gegn svæðinu. Þeir þurfa hinsvegar að setja þessi skot ofaní, þau eru auðvitað erfið þrátt fyrir að þau séu opin, menn eru stressaðir og svona en þetta gekk upp í kvöld”. „Sveinbjörn og Snorri Hrafnkels fengu galopin sniðskot hjá körfunni svo við náðum aðeins að opna þá þegar þeir voru orðnir þreyttir í vörninni, óskipulagðir og óþolinmóðir”. Pétur notaði í fyrsta skipti í leiknum leikhlé með tæpar tvær mínútur eftir af leiknum. Skallarnir var á þeim tímapunkti oft búnir að taka lítil áhlaup þar sem væri hægt að hugsa sér að þjálfarinn myndi taka leikhlé. Á þessum tímabili hefur Pétur almennt ekki verið mikið í að taka leikhlé en þeir leikir hafa ekki gengið eins vel og í kvöld. „Auðvitað hugsar maður það en ég vil láta strákana halda uppi tempói. Okkar plan er náttúrulega að keyra upp hraðan og rúlla mönnum inn. Það drepur tempóið þegar maður tekur leikhlé, það hefði þurft kannski eina körfu í viðbót til að ég hefði tekið leikhlé. Þetta virkaði í kvöld en það hefur ekki virkað hingað til að taka ekki leikhlé. Fyrir tveimur árum hefði ég tekið leikhlé en ég gerði það ekki núna, þetta bara annar stíll og annað lið”. „Við eigum léttan útileik á mánudaginn gegn Stjörnunni í Garðabæ svo það verður spennandi”, sagði Pétur um næsta leik liðsins.Finnur var ekki sáttur með sína menn í kvöld og sagði að frammistaðan hafi bara verið léleg.vísir/daníelFinnur Jóns: „Lexía fyrir okkur” Tap í kvöld Finnur, hvað fannst þér um frammistöðuna? „Bara léleg”. „Við vissum að þeir myndu vilja spila hratt og við reyndum að undirbúa okkur en það bara gekk ekki betur”, sagði Finnur Jónsson þjálfari Skallagríms aðspurður hvað honum fannst um allar þær hraðaupphlaupskörfur sem Blikar skoruðu í leik kvöldsins. „Slæm. Þetta var bara mjög lélegt, þeir voru bara betri í dag og eiga hrós skilið”, sagði Finnur aðspuður um skotvalið hjá sínu liði. Er eitthvað jákvætt sem þið getið tekið úr leiknum? „Já bara lexía fyrir okkur að koma ekki aftur svona til leiks, það er það jákvæða sem er hægt að taka úr þessum leik”.Eyjólfur Ásberg og hans félagar komust lítt áleiðis í kvöld.vísir/daníelSnorri Vignis: Unnum betur saman í kvöld Þinn fyrsti sigur í Dominos deildinni staðreynd, hvernig er tilfinningin? „Hún er geggjuð, þetta er búið að vera lengi á leiðinni en þetta er bara geggjað. Við erum búnir að taka fjóra leiki þar sem við teljum okkur vera í stöðu til að sigra en náum einhvern veginn ekki að slútta því en það var geggjað að ná að klára það”. „Mér fannst við vinna betur saman í þessum leik en í seinustu leikjum þegar skipti máli undir lokinn. Í seinustu leikjum vorum við mikið að reyna að slútta þessu sjálfir en í kvöld var meiri samvinna í að reyna að klára leikinn”, sagði Snorri Vignisson leikmaður Breiðabliks aðspuður hver munurinn væri á leik kvöldsins sem þeir ná að klára og þeim leikjum sem þeir hafa tapað í upphafi tímabils. Þú klúðraðir troðslu í kvöld, muntu ekki örugglega reyna aftur næst þegar tækifæri gefst? „Jú, ef ég fæ tækifæri þá reyni ég. Ég er ekki búinn að reyna að troða í leik í tvö ár svo ég ætla að skrá það á það að hafa klúðrað”. Dominos-deild karla
Breiðablik vann í kvöld sinn fyrsta sigur í Dominos deild karla. Blikar fengu Skallagrím í heimsókn í nýliðaslag og unnu leikinn 93-83. Blikar voru yfir allan leikinn þrátt fyrir góðar endurkomu tilraunir gestanna. Blikar sýndu strax í upphafi leiks að þeir ætluðu sér að sækja sín fyrstu stig í kvöld. Komust fljótt yfir og Skallagrímur tók sitt fyrsta leikhlé eftir rúmar 3 mínútur. Blikar pressuðu maður á mann yfir heilan völl til að byrja með og var augljóst að þeir vildu keyra upp tempóið. Það gekk vel og þeir náðu að komast í fullt af hraðaupphlaupum strax í fyrsta leikhluta. Skallagrímur kastaði boltanum frá sér fimm sinnum í fyrsta leikhluta og Blikar refsuðu í hvert einasta skipti. Staðan eftir fyrsta leikhluta var 34-23. Annar leikhluti var mjög svipaður þeim fyrsta, Finnur reyndi að taka leikhlé en það gerði ekki mikið. Blikar sóttu hratt og sóttu vel á meðan Skallagrímur þurfti alltaf einstaklingsframtök til að skora. Staðan í hálfleik var 53-39. Liðin skiptust á körfum í upphafi þriðja leikhluta en í miðjum þriðja leikhluta skiptu Skallagrímur yfir í svæðisvörn. Eftir að Skallagrímur skiptu yfir í svæðisvörn misstu Blikar smá dampinn sóknarlega, fóru að kasta boltanum frá sér og klúðra úr opnum skotum. Skallagrímur nýtti sér þetta og kom með áhlaup í lok þriðja leikhluta þar sem þeir minnkuðu muninn niður í 74-65. Fjörugur fjórði leikhluti byrjaði á tveimur Blikakörfum. Eyjólfur Ásberg Halldórsson leikmaður Skallagríms minnkaði muninn þó aftur niður í tíu stig með þrist og hélt Skallagrím í leiknum. Finnur Jónsson þjálfari Skallagríms tók leikhlé þegar það voru 6 mínútur eftir af fjórða leikhluta. Eftir það fóru liðin að skiptast á körfum en Blikar vörðu forystuna vel þrátt fyrir hetjulegar tilraunir Skallagríms til að minnka muninn frekar.Hart var barist í kvöld.vísir/daníelAf hverju vann Breiðablik? Leiðinleg klisja að segja þetta en í upphafi leiks þá vildu Blikarnir þetta bara miklu meira. Blikar skoruðu mikið af hraðaupphlaupskörfum í fyrri hálfleik á meðan Skallagrímur þurftu að harka fyrir hvert einasta stig. Blikarnir spiluðu betur saman allan leikinn á meðan það þurfti eiginlega allt að vera einstaklingsframtak hjá Borgnesingunum.Hverjir stóðu upp úr? Arnór Hermannsson kveikti kannski ekki í tölfræðiskýrslunni en hann stýrði sóknarleik Blika frábærlega , lét boltann ganga hratt og barðist vel í vörninni. Christian Covile erlendi leikmaður Blika var nákvæmlega það sem Blikar þurftu í dag. Þrátt fyrir að skotvalið hans sé oft vafasamt og nýtingin hafi ekki verið frábær í kvöld þá setti hann niður mikilvægar körfur þegar Blikar þurftu á þeim að halda. Reif einnig niður 22 fráköst, var oft fljótur að koma boltanum af stað og startaði mikið af skyndisóknum þannig. Snorri og Snorri voru flottir báðu megin á vellinum í kvöld fyrir Blikana. Börðust fyrir hverjum einasta bolta og nýttu sín tækifæri í sókninni. Eyjólfur Ásberg Halldórsson var besti leikmaður Skallagríms í dag en hann á það samt til að drippla loftið úr boltanum og hægja á sóknarleiknum. Umgjörðin hjá Blikum og stuðningssveitin einnig til fyrirmyndar í kvöld. Gaman að sjá hjá nýliðunum.Hvað gekk illa? Fyrsti leikhluti Skallagríms varnarlega var eitthvað sem á ekki að sjást í efstu deild. Voru að hleypa Blikum í auðveld færi trekk í trekk. Skallagrímsmenn voru ekki að nenna að hlaupa aftur í vörn þegar þeir misstu boltann og borguðu fyrir það. Blikar voru með 20 sóknarfráköst í leiknum og skoruðu samtals 14 stig eftir sóknarfráköst. Skallagrímur getur ekki leyft svona ef þeir ætla að sækja sigra á útivelli í vetur. Blikar létu boltann ganga vel í þessum leik og voru að fá opin skot fyrir utan en tóku einungis 7 vítaskot í leiknum. 3 af þessum vítum komu þegar það var brotið á Snorra Vignissyni í þriggja stiga skoti. Blikar fá semsagt einungis 4 víti í leiknum með að keyra á körfuna og verður að segjast að það er áhyggjuatriði.Hvað gerist næst? Það er bikarhelgi framundan. Blikar fara í Garðabæinn og reyna að hefna fyrir tapið í annarri umferð. Skallagrímur fljúga hinsvegar til Egilsstaða og spila við Hött sem hafa verið mjög nálægt því að komast í höllina tvö ár í röð.Pétur reiður í kvöld.vísir/daníelPétur: Fyrir tveimur árum hefði ég tekið leikhlé Blikar voru sigurlausir fyrir leik kvöldsins og Pétur Ingvarsson þjálfari liðsins var eins og við mátti búast ánægður eftir leik kvöldsins. „Já að sjálfsögðu. Þetta var bara liðssigur, Skallagrímur er hörkulið og þeir eru búnir að vera að spila rosalega vel í vetur þannig að það var mjög gott að ná að klára þá hérna”. „Við spiluðum ágætis vörn á köflum, svo náðum við aðeins að tengja í sókninni. Þeir hægðu svolítið á okkur með svæðisvörninni. Ég er svona að reyna að ná þessum 100 stigum, þá megum við fá á okkur 99 en við fengum bara á okkur 83 svo þetta gekk ágætlega í kvöld”, sagði Pétur þegar hann var spurður hvað hafði gengið upp í kvöld. Eins og Pétur segir þá hægðu Borgnesingarnir aðeins á Blikunum þegar þeir fóru í svæði í seinni hálfleik. Blikar fóru að klúðra úr opnum skotum og kasta boltanum frá sér. „Við erum búnir að fara vel yfir svæðisvörn svo að strákarnir vissu hvað þeir áttu að gera og hvar þeir eiga að vera staðsettir gegn svæðinu. Þeir þurfa hinsvegar að setja þessi skot ofaní, þau eru auðvitað erfið þrátt fyrir að þau séu opin, menn eru stressaðir og svona en þetta gekk upp í kvöld”. „Sveinbjörn og Snorri Hrafnkels fengu galopin sniðskot hjá körfunni svo við náðum aðeins að opna þá þegar þeir voru orðnir þreyttir í vörninni, óskipulagðir og óþolinmóðir”. Pétur notaði í fyrsta skipti í leiknum leikhlé með tæpar tvær mínútur eftir af leiknum. Skallarnir var á þeim tímapunkti oft búnir að taka lítil áhlaup þar sem væri hægt að hugsa sér að þjálfarinn myndi taka leikhlé. Á þessum tímabili hefur Pétur almennt ekki verið mikið í að taka leikhlé en þeir leikir hafa ekki gengið eins vel og í kvöld. „Auðvitað hugsar maður það en ég vil láta strákana halda uppi tempói. Okkar plan er náttúrulega að keyra upp hraðan og rúlla mönnum inn. Það drepur tempóið þegar maður tekur leikhlé, það hefði þurft kannski eina körfu í viðbót til að ég hefði tekið leikhlé. Þetta virkaði í kvöld en það hefur ekki virkað hingað til að taka ekki leikhlé. Fyrir tveimur árum hefði ég tekið leikhlé en ég gerði það ekki núna, þetta bara annar stíll og annað lið”. „Við eigum léttan útileik á mánudaginn gegn Stjörnunni í Garðabæ svo það verður spennandi”, sagði Pétur um næsta leik liðsins.Finnur var ekki sáttur með sína menn í kvöld og sagði að frammistaðan hafi bara verið léleg.vísir/daníelFinnur Jóns: „Lexía fyrir okkur” Tap í kvöld Finnur, hvað fannst þér um frammistöðuna? „Bara léleg”. „Við vissum að þeir myndu vilja spila hratt og við reyndum að undirbúa okkur en það bara gekk ekki betur”, sagði Finnur Jónsson þjálfari Skallagríms aðspurður hvað honum fannst um allar þær hraðaupphlaupskörfur sem Blikar skoruðu í leik kvöldsins. „Slæm. Þetta var bara mjög lélegt, þeir voru bara betri í dag og eiga hrós skilið”, sagði Finnur aðspuður um skotvalið hjá sínu liði. Er eitthvað jákvætt sem þið getið tekið úr leiknum? „Já bara lexía fyrir okkur að koma ekki aftur svona til leiks, það er það jákvæða sem er hægt að taka úr þessum leik”.Eyjólfur Ásberg og hans félagar komust lítt áleiðis í kvöld.vísir/daníelSnorri Vignis: Unnum betur saman í kvöld Þinn fyrsti sigur í Dominos deildinni staðreynd, hvernig er tilfinningin? „Hún er geggjuð, þetta er búið að vera lengi á leiðinni en þetta er bara geggjað. Við erum búnir að taka fjóra leiki þar sem við teljum okkur vera í stöðu til að sigra en náum einhvern veginn ekki að slútta því en það var geggjað að ná að klára það”. „Mér fannst við vinna betur saman í þessum leik en í seinustu leikjum þegar skipti máli undir lokinn. Í seinustu leikjum vorum við mikið að reyna að slútta þessu sjálfir en í kvöld var meiri samvinna í að reyna að klára leikinn”, sagði Snorri Vignisson leikmaður Breiðabliks aðspuður hver munurinn væri á leik kvöldsins sem þeir ná að klára og þeim leikjum sem þeir hafa tapað í upphafi tímabils. Þú klúðraðir troðslu í kvöld, muntu ekki örugglega reyna aftur næst þegar tækifæri gefst? „Jú, ef ég fæ tækifæri þá reyni ég. Ég er ekki búinn að reyna að troða í leik í tvö ár svo ég ætla að skrá það á það að hafa klúðrað”.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti