Dauðadómur konu fyrir guðlast felldur niður í Pakistan Samúel Karl Ólason skrifar 31. október 2018 12:41 Úrskurðinum hefur verið mótmælt víða í Pakistan AP/Shakil Adil Hæstiréttur Pakistan hefur fellt niður úrskurð neðri dómstóla um að taka skyldi Asia Bibi af lífi fyrir guðlast. Bibi, sem er kristin, var dæmd til dauða árið 2010. Málið er rakið til ársins 2009 þegar Bibi sótti vatn fyrir sig og samstarfsmenn hennar á bóndabæ í Pakistan. Tvær samstarfskonu hennar neituðu að drekka úr sama íláti og hún, vegna þess að hún væri kristin. Hún á að hafa brugðist reið við og á hún að hafa framið guðlast. Bibi sjálf segist aldrei hafa framið guðlast.Asia Bibi var fangelsuð árið 2010.Vísir/APNokkrum dögum síðar sakaði æstur múgur hana um guðlast. Í kjölfarið var hún ákærð, sakfelld og dæmd til dauða. AP fréttaveitan segir að hópar æsts fólks komi reglulega saman í Pakistan og myrði jafnvel fólk sem sakað hefur verið um guðlast. Harðlínumenn í Pakistan noti slík tilvik til að stappa stáli í stuðningsmenn sína.Ríkisstjóri Punjab-héraðs, Salman Taseer, var skotinn til bana af einum af lífvörðum sínum árið 2011, vegna þess að hann hafði stutt Bibi og gagnrýnt lög Pakistan varðandi guðlast. Harðlínumenn hafa fagnað morðingja hans, Mumtaz Qadri, sem píslarvotti eftir að hann var hengdur fyrir morðið. Milljónir hafa heimsótt skríni sem sett var upp honum til heiðurs nærri Islamabad, höfuðborg Pakistan. Klerkurinn Khadim Hussain Rizvi hefur í aðdraganda úrskurðarins kallað eftir því að stuðningsmenn hans komi saman víða um landið og mótmæli ef Bibi yrði sleppt. Yfirvöld Pakistan hafa aukið öryggi við kirkjur í landinu vegna úrskurðarins. Bibi hefur verið haldið á leynilegum stað í öryggisskyni. Búist er við því að hún muni fara úr landi. Hæstiréttur felldi lögin sem varða guðlast í rauninni ekki niður heldur úrskurðaði að saksóknurum hefði mistekist að sanna að Bibi hefði framið guðlast. Eiginmaður hennar hefur fagnað úrskurðinum. „Eiginkona mín hefur varið mörgum árum í fangelsi og við vonumst til þess að verða saman aftur sem fyrst á friðsömum stað.“ Asía Pakistan Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Fleiri fréttir Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Sjá meira
Hæstiréttur Pakistan hefur fellt niður úrskurð neðri dómstóla um að taka skyldi Asia Bibi af lífi fyrir guðlast. Bibi, sem er kristin, var dæmd til dauða árið 2010. Málið er rakið til ársins 2009 þegar Bibi sótti vatn fyrir sig og samstarfsmenn hennar á bóndabæ í Pakistan. Tvær samstarfskonu hennar neituðu að drekka úr sama íláti og hún, vegna þess að hún væri kristin. Hún á að hafa brugðist reið við og á hún að hafa framið guðlast. Bibi sjálf segist aldrei hafa framið guðlast.Asia Bibi var fangelsuð árið 2010.Vísir/APNokkrum dögum síðar sakaði æstur múgur hana um guðlast. Í kjölfarið var hún ákærð, sakfelld og dæmd til dauða. AP fréttaveitan segir að hópar æsts fólks komi reglulega saman í Pakistan og myrði jafnvel fólk sem sakað hefur verið um guðlast. Harðlínumenn í Pakistan noti slík tilvik til að stappa stáli í stuðningsmenn sína.Ríkisstjóri Punjab-héraðs, Salman Taseer, var skotinn til bana af einum af lífvörðum sínum árið 2011, vegna þess að hann hafði stutt Bibi og gagnrýnt lög Pakistan varðandi guðlast. Harðlínumenn hafa fagnað morðingja hans, Mumtaz Qadri, sem píslarvotti eftir að hann var hengdur fyrir morðið. Milljónir hafa heimsótt skríni sem sett var upp honum til heiðurs nærri Islamabad, höfuðborg Pakistan. Klerkurinn Khadim Hussain Rizvi hefur í aðdraganda úrskurðarins kallað eftir því að stuðningsmenn hans komi saman víða um landið og mótmæli ef Bibi yrði sleppt. Yfirvöld Pakistan hafa aukið öryggi við kirkjur í landinu vegna úrskurðarins. Bibi hefur verið haldið á leynilegum stað í öryggisskyni. Búist er við því að hún muni fara úr landi. Hæstiréttur felldi lögin sem varða guðlast í rauninni ekki niður heldur úrskurðaði að saksóknurum hefði mistekist að sanna að Bibi hefði framið guðlast. Eiginmaður hennar hefur fagnað úrskurðinum. „Eiginkona mín hefur varið mörgum árum í fangelsi og við vonumst til þess að verða saman aftur sem fyrst á friðsömum stað.“
Asía Pakistan Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Fleiri fréttir Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Sjá meira