Árekstur tveggja bíla varð á einbreiðri brú yfir Kotá milli Fagurhólsmýrar og Skaftafells í morgun. Bílarnir eru fastir á brúnni og unnið er að því að ná þeim burt. Þjóðvegur 1 er því lokaður á meðan hreinsun fer fram á vettvangi, að sögn Sveins Kristjáns Rúnarssonar, yfirlögregluþjóns á Suðurlandi. Fyrst var greint frá slysinu á vef RÚV.
Enginn var fluttur á slysadeild eftir slysið, að því er Sveinn Kristján best vissi og eru meiðsl á fólki talin engin eða minniháttar. Þá gerði Sveinn Kristján ráð fyrir að opnað yrði fljótlega fyrir umferð um þjóðveginn.
Uppfært klukkan 10:30:
Búið er að opna veginn milli Skaftafells og Fagurhólsmýrar, samkvæmt tilkynningu frá Vegagerðinni.
