Sjá fram á kreppu í veitingageiranum Sighvatur Arnmundsson skrifar 31. október 2018 06:30 Aðrir taka undir og benda á að veitingastaðir séu þegar að fara á hausinn vegna aukins kostnaðar og hækkana á launum, leigu og hráefni. Fyrirséð sé að veitingastaðir muni draga úr þjónustu og framboði. Staðir muni minnka, starfsfólki fækka og úrval dragast saman. Vísir/Vilhelm „Verkalýðsfélögin koma vopnuð á vígvöllinn og ætla sér að koma með heildarlausn á markaðinn. Dæmin sem þau taka eiga hins vegar bara við handfylli af fyrirtækjum sem þau vilja siða til en stráfella alla hina í leiðinni.“ Þetta segir Sigmar Vilhjálmsson, sem stýrir Keiluhöllinni í Egilshöll og veitingastaðnum Shake & Pizza. Sigmar, líkt og fjöldi veitingamanna sem blaðið hefur rætt við, er uggandi vegna komandi kjaraviðræðna. Kjarasamningar eru lausir frá áramótum. Stærstu verkalýðsfélögin fara fram á umtalsverðar launahækkanir. „Atvinnulífið og starfsmenn þurfa að fara að þétta raðirnar og horfa á ríkiskassann. Skattalækkanir eru ekki síður leið til þess að auka kaupmátt,“ segir Sigmar. „Þessi umræða er oft á villigötum.“ Sigmar segir oft gleymast að megnið af fyrirtækjum í veitingageiranum sé ekki að skila miklum hagnaði. Staðan sé erfiðust fyrir þá á ferðamannamarkaði. Þeir sem eru í miðbænum glími svo við háa leigu og minnkandi viðskipti sökum sterks gengis krónunnar. Hann segir að laun séu um 30 prósent kostnaðar hjá vel reknum veitingastöðum. Þegar laun hækki bætist við að hráefniskostnaður hækki. Kollegar hans séu hver á fætur öðrum að hækka verðið hjá sér. Þeir sem reki fyrirtæki af ábyrgð þurfi að bregðast við. Veitingamenn í miðbænum sem blaðið ræddi við segja stöðuna erfiða. Það sé ekkert svigrúm til launahækkana. „Þetta mun leiða til verðhækkana, eins og venjulega,“ sagði einn veitingamaður. Aðrir taka undir og benda á að veitingastaðir séu þegar að fara á hausinn vegna aukins kostnaðar og hækkana á launum, leigu og hráefni. Fyrirséð sé að veitingastaðir muni draga úr þjónustu og framboði. Staðir muni minnka, starfsfólki fækka og úrval dragast saman. „Hingað til höfum við haft á okkur orð fyrir góða þjónustulund. Það tekur ekki langan tíma að snúa því við. Minni gæði og verri þjónusta hafa fljótt áhrif á ímyndina og ef krónan er áfram sterk bætist það við að þessi vara er of dýr.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira
„Verkalýðsfélögin koma vopnuð á vígvöllinn og ætla sér að koma með heildarlausn á markaðinn. Dæmin sem þau taka eiga hins vegar bara við handfylli af fyrirtækjum sem þau vilja siða til en stráfella alla hina í leiðinni.“ Þetta segir Sigmar Vilhjálmsson, sem stýrir Keiluhöllinni í Egilshöll og veitingastaðnum Shake & Pizza. Sigmar, líkt og fjöldi veitingamanna sem blaðið hefur rætt við, er uggandi vegna komandi kjaraviðræðna. Kjarasamningar eru lausir frá áramótum. Stærstu verkalýðsfélögin fara fram á umtalsverðar launahækkanir. „Atvinnulífið og starfsmenn þurfa að fara að þétta raðirnar og horfa á ríkiskassann. Skattalækkanir eru ekki síður leið til þess að auka kaupmátt,“ segir Sigmar. „Þessi umræða er oft á villigötum.“ Sigmar segir oft gleymast að megnið af fyrirtækjum í veitingageiranum sé ekki að skila miklum hagnaði. Staðan sé erfiðust fyrir þá á ferðamannamarkaði. Þeir sem eru í miðbænum glími svo við háa leigu og minnkandi viðskipti sökum sterks gengis krónunnar. Hann segir að laun séu um 30 prósent kostnaðar hjá vel reknum veitingastöðum. Þegar laun hækki bætist við að hráefniskostnaður hækki. Kollegar hans séu hver á fætur öðrum að hækka verðið hjá sér. Þeir sem reki fyrirtæki af ábyrgð þurfi að bregðast við. Veitingamenn í miðbænum sem blaðið ræddi við segja stöðuna erfiða. Það sé ekkert svigrúm til launahækkana. „Þetta mun leiða til verðhækkana, eins og venjulega,“ sagði einn veitingamaður. Aðrir taka undir og benda á að veitingastaðir séu þegar að fara á hausinn vegna aukins kostnaðar og hækkana á launum, leigu og hráefni. Fyrirséð sé að veitingastaðir muni draga úr þjónustu og framboði. Staðir muni minnka, starfsfólki fækka og úrval dragast saman. „Hingað til höfum við haft á okkur orð fyrir góða þjónustulund. Það tekur ekki langan tíma að snúa því við. Minni gæði og verri þjónusta hafa fljótt áhrif á ímyndina og ef krónan er áfram sterk bætist það við að þessi vara er of dýr.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira