Fleiri upplifa áreitni á netinu Jóhann Óli Eiðsson skrifar 30. október 2018 06:15 Helgi Gunnlaugsson, afbrotafræðingur og prófessor í félagsfræði við HÍ FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Fleiri upplifa sig sem þolendur netbrota nú en fyrir tveimur árum. Sérstaklega mikill munur sést í tölum um þolendur kynferðislegrar áreitni á netinu. Þetta er meðal niðurstaðna rannsóknar afbrotafræðingsins Helga Gunnlaugssonar og Jónasar Orra Jónassonar, sérfræðings hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, sem kynnt var á Þjóðarspeglinum á föstudag. Sambærileg rannsókn var fyrst unnin fyrir tveimur árum. Greindu þá um 13 prósent svarenda frá því að þeir hefðu orðið fyrir netbroti á síðustu þremur mánuðum. Stærstur hluti, um þriðjungur, taldi sig hafa orðið fyrir ærumeiðingum og rúmur fjórðungur upplifað svik í viðskiptum. Tæplega 20 prósent höfðu lent í því að myndum af þeim var dreift án leyfis og 12 prósent brotanna voru kynferðisleg áreitni. Niðurstöður könnunarinnar nú sýna að tæplega einn af hverjum fimm hefur upplifað netbrot undanfarin þrjú ár. Skipting þeirra niður á mismunandi tegundir brota er að stærstum hluta sú sama og fyrir tveimur árum en kynferðisleg áreitni sker sig úr. Einn af hverjum fimm segist nú hafa upplifað slíkt. „Fjölgun netbrota milli ára skýrist fyrst og fremst af þeim fjölda kvenna sem telur sig hafa orðið fyrir kynferðislegri áreitni,“ segir Helgi Gunnlaugsson. „Ég tel að þolendur kynferðislegrar áreitni, sem nær alltaf eru konur, séu næmari á umhverfi sitt og birtingarmyndir þess frekar en að brotum hafi fjölgað sérstaklega. Þær sjá háttsemina miklu frekar sem kynferðislega áreitni heldur en tillitsleysi, ókurteisi eða óþægindi.“ Helgi telur líklegustu skýringuna að baki auknum fjölda vera vitundarvakningu sem megi að stórum hluta rekja til MeToo-hreyfingarinnar. Vakningin hafi leitt til þess að þolendur líti ekki á dónaskapinn sem hvert annað hundsbit heldur sem ólíðandi kynferðislega áreitni. Heimsóknir á klámfengnar síður voru kannaðar. Fjórðungur sagðist hafa gert slíkt síðustu þrjá mánuði. Karlar sem höfðu horft á klám voru tæplega sjöfalt fleiri en konurnar. „Síðast þegar könnunin var gerð var munur milli kynjanna en hann hefur aukist mjög. Það dregur úr notkun kvenna á slíkum miðlum en karlar bæta í,“ segir Helgi. Þá leiddi könnunin einnig í ljós að niðurhal notenda á höfundaréttarvörðu efni dróst saman milli ára. Það rekur Helgi beint til aukins aðgengis að löglegum efnisveitum á borð við Netflix og Spotify. Könnunin var netkönnun unnin af Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands í maí 2018. Úrtakið var 1.800 manns, átján ára og eldri. Var svarhlutfall 47 prósent. Svörin voru vigtuð til að endurspegla þýðið. Birtist í Fréttablaðinu MeToo Mest lesið Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Margrét Hauksdóttir er látin Innlent Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Innlent Nauðlending á þjóðveginum Innlent Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Innlent Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Innlent Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Innlent Náðar spilltan fógeta Erlent Segir Guðmund Hrafn ekki sjá bjálkann í eigin auga Innlent Fleiri fréttir Erfiðast að læra íslenskuna Afnema lengri opnunartíma í ákveðnum leikskólum borgarinnar Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Utanríkisráðherra Bretlands á leið til Íslands Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Fjórða hvert ungmenni talar sjaldnar en einu sinni í viku við foreldra sína Ungliðahreyfing Viðreisnar ályktar gegn ákvörðun ríkisstjórnarinnar Lýstu yfir óvissustigi vegna sömu flugvélar Hefur lagt tillögur á borðið en tjáir sig ekki um lögreglustjóra Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Áhyggjuefni hversu fáir treysta íslenskum fjölmiðlum Uppsagnir yfirvofandi á Húsavík Hnífi beitt í heimahúsi á Húsavík Frábiður sér að nördum sé líkt við Sósíalista Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Fyrrverandi þingmenn í nýrri stjórn Evrópuhreyfingarinnar Segir Guðmund Hrafn ekki sjá bjálkann í eigin auga Mannréttindadómstóllinn sýknar ríkið af kröfum mótmælenda Flestir urðu varir við „falsfréttir“ fyrir síðustu alþingiskosningar Margrét Hauksdóttir er látin Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Þorbjörg sögð bjóða Helga embætti vararíkislögreglustjóra Nauðlending á þjóðveginum Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Lækkandi fæðingartíðni ekki hundaflauta: „Ég bara hafna algjörlega forsendunum“ Hætt í VG og segir spillingu grassera í íslenskum stjórnmálum Ný forysta stefni í ranga átt „Einhver erfiðasti tími sem ég hef gengið í gegnum“ „Og ég treysti því að dómstólar snúi því við“ Sendir í leyfi fyrir að vinna ekki nógu mikið Sjá meira
Fleiri upplifa sig sem þolendur netbrota nú en fyrir tveimur árum. Sérstaklega mikill munur sést í tölum um þolendur kynferðislegrar áreitni á netinu. Þetta er meðal niðurstaðna rannsóknar afbrotafræðingsins Helga Gunnlaugssonar og Jónasar Orra Jónassonar, sérfræðings hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, sem kynnt var á Þjóðarspeglinum á föstudag. Sambærileg rannsókn var fyrst unnin fyrir tveimur árum. Greindu þá um 13 prósent svarenda frá því að þeir hefðu orðið fyrir netbroti á síðustu þremur mánuðum. Stærstur hluti, um þriðjungur, taldi sig hafa orðið fyrir ærumeiðingum og rúmur fjórðungur upplifað svik í viðskiptum. Tæplega 20 prósent höfðu lent í því að myndum af þeim var dreift án leyfis og 12 prósent brotanna voru kynferðisleg áreitni. Niðurstöður könnunarinnar nú sýna að tæplega einn af hverjum fimm hefur upplifað netbrot undanfarin þrjú ár. Skipting þeirra niður á mismunandi tegundir brota er að stærstum hluta sú sama og fyrir tveimur árum en kynferðisleg áreitni sker sig úr. Einn af hverjum fimm segist nú hafa upplifað slíkt. „Fjölgun netbrota milli ára skýrist fyrst og fremst af þeim fjölda kvenna sem telur sig hafa orðið fyrir kynferðislegri áreitni,“ segir Helgi Gunnlaugsson. „Ég tel að þolendur kynferðislegrar áreitni, sem nær alltaf eru konur, séu næmari á umhverfi sitt og birtingarmyndir þess frekar en að brotum hafi fjölgað sérstaklega. Þær sjá háttsemina miklu frekar sem kynferðislega áreitni heldur en tillitsleysi, ókurteisi eða óþægindi.“ Helgi telur líklegustu skýringuna að baki auknum fjölda vera vitundarvakningu sem megi að stórum hluta rekja til MeToo-hreyfingarinnar. Vakningin hafi leitt til þess að þolendur líti ekki á dónaskapinn sem hvert annað hundsbit heldur sem ólíðandi kynferðislega áreitni. Heimsóknir á klámfengnar síður voru kannaðar. Fjórðungur sagðist hafa gert slíkt síðustu þrjá mánuði. Karlar sem höfðu horft á klám voru tæplega sjöfalt fleiri en konurnar. „Síðast þegar könnunin var gerð var munur milli kynjanna en hann hefur aukist mjög. Það dregur úr notkun kvenna á slíkum miðlum en karlar bæta í,“ segir Helgi. Þá leiddi könnunin einnig í ljós að niðurhal notenda á höfundaréttarvörðu efni dróst saman milli ára. Það rekur Helgi beint til aukins aðgengis að löglegum efnisveitum á borð við Netflix og Spotify. Könnunin var netkönnun unnin af Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands í maí 2018. Úrtakið var 1.800 manns, átján ára og eldri. Var svarhlutfall 47 prósent. Svörin voru vigtuð til að endurspegla þýðið.
Birtist í Fréttablaðinu MeToo Mest lesið Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Margrét Hauksdóttir er látin Innlent Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Innlent Nauðlending á þjóðveginum Innlent Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Innlent Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Innlent Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Innlent Náðar spilltan fógeta Erlent Segir Guðmund Hrafn ekki sjá bjálkann í eigin auga Innlent Fleiri fréttir Erfiðast að læra íslenskuna Afnema lengri opnunartíma í ákveðnum leikskólum borgarinnar Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Utanríkisráðherra Bretlands á leið til Íslands Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Fjórða hvert ungmenni talar sjaldnar en einu sinni í viku við foreldra sína Ungliðahreyfing Viðreisnar ályktar gegn ákvörðun ríkisstjórnarinnar Lýstu yfir óvissustigi vegna sömu flugvélar Hefur lagt tillögur á borðið en tjáir sig ekki um lögreglustjóra Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Áhyggjuefni hversu fáir treysta íslenskum fjölmiðlum Uppsagnir yfirvofandi á Húsavík Hnífi beitt í heimahúsi á Húsavík Frábiður sér að nördum sé líkt við Sósíalista Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Fyrrverandi þingmenn í nýrri stjórn Evrópuhreyfingarinnar Segir Guðmund Hrafn ekki sjá bjálkann í eigin auga Mannréttindadómstóllinn sýknar ríkið af kröfum mótmælenda Flestir urðu varir við „falsfréttir“ fyrir síðustu alþingiskosningar Margrét Hauksdóttir er látin Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Þorbjörg sögð bjóða Helga embætti vararíkislögreglustjóra Nauðlending á þjóðveginum Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Lækkandi fæðingartíðni ekki hundaflauta: „Ég bara hafna algjörlega forsendunum“ Hætt í VG og segir spillingu grassera í íslenskum stjórnmálum Ný forysta stefni í ranga átt „Einhver erfiðasti tími sem ég hef gengið í gegnum“ „Og ég treysti því að dómstólar snúi því við“ Sendir í leyfi fyrir að vinna ekki nógu mikið Sjá meira