Fólk sem gerir ómerkilega hluti Haukur Örn Birgisson skrifar 30. október 2018 07:00 Áður fyrr voru samskipti kynjanna einfaldari og maður hafði færri leiðir til að tjá sig. Ef enginn svaraði í heimasímann þá prófaði maður bara aftur daginn eftir. Smáskilaboðin voru skrifuð á miða, sem var svo látinn ganga um kennslustofuna. Ástarbréfinu var laumað ofan í skólatöskuna og kveðjunni var svo fylgt eftir í útvarpinu um kvöldið. Þótt samfélagsmiðlar hafi að mörgu leyti fært okkur nær hvert öðru þá hafa þeir einnig kynt undir ágreiningi og verið gróðrarstía hatrammra orðaskipta. Ég er ekki frá því að með tilkomu þeirra hafi samskipti fólks hreinlega beðið skipbrot. Sérstakar spjallsíður eru nú settar upp í þeim eina tilgangi að hæðast að hinu kyninu og svívirðingunum er gefinn laus taumurinn. Af umræðunum er ekki annað að sjá en til séu tvær tegundir fólks – karlar og konur. Þetta eru svarnir andstæðingar sem heyja blóðuga baráttu á hverjum degi – allir skulu berjast áfram þar til annað kynið stendur eftir, sigri hrósandi. Ég velti því fyrir mér hvort fólkinu, sem þarna kemur saman, finnist hegðun sín vera til eftirbreytni. Hvort það telji sig vera fyrirmyndir barna sinna – sem er alltaf fínn mælikvarði á eigin hegðun. Í minningunni voru samskipti fólks vandaðri og ég minnist þess ekki að fólk hafi haft sömu þörf fyrir að koma rætinni hugsun á framfæri. Ef maður hafði ekkert gott að segja þá sleppti maður því bara. Það nennti enginn að leggja sig fram við að svívirða aðra. Ekki veit ég hvort þessu fólki hefur fjölgað eða hvort samfélagsmiðlarnir hafa kallað það fram úr fylgsnum sínum. Hvort sem er, þá er þetta fólk ekki að gera merkilega hluti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Haukur Örn Birgisson Skoðun Mest lesið Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið kostar Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir skrifar Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Sjá meira
Áður fyrr voru samskipti kynjanna einfaldari og maður hafði færri leiðir til að tjá sig. Ef enginn svaraði í heimasímann þá prófaði maður bara aftur daginn eftir. Smáskilaboðin voru skrifuð á miða, sem var svo látinn ganga um kennslustofuna. Ástarbréfinu var laumað ofan í skólatöskuna og kveðjunni var svo fylgt eftir í útvarpinu um kvöldið. Þótt samfélagsmiðlar hafi að mörgu leyti fært okkur nær hvert öðru þá hafa þeir einnig kynt undir ágreiningi og verið gróðrarstía hatrammra orðaskipta. Ég er ekki frá því að með tilkomu þeirra hafi samskipti fólks hreinlega beðið skipbrot. Sérstakar spjallsíður eru nú settar upp í þeim eina tilgangi að hæðast að hinu kyninu og svívirðingunum er gefinn laus taumurinn. Af umræðunum er ekki annað að sjá en til séu tvær tegundir fólks – karlar og konur. Þetta eru svarnir andstæðingar sem heyja blóðuga baráttu á hverjum degi – allir skulu berjast áfram þar til annað kynið stendur eftir, sigri hrósandi. Ég velti því fyrir mér hvort fólkinu, sem þarna kemur saman, finnist hegðun sín vera til eftirbreytni. Hvort það telji sig vera fyrirmyndir barna sinna – sem er alltaf fínn mælikvarði á eigin hegðun. Í minningunni voru samskipti fólks vandaðri og ég minnist þess ekki að fólk hafi haft sömu þörf fyrir að koma rætinni hugsun á framfæri. Ef maður hafði ekkert gott að segja þá sleppti maður því bara. Það nennti enginn að leggja sig fram við að svívirða aðra. Ekki veit ég hvort þessu fólki hefur fjölgað eða hvort samfélagsmiðlarnir hafa kallað það fram úr fylgsnum sínum. Hvort sem er, þá er þetta fólk ekki að gera merkilega hluti.
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar