Seinni bylgjan: ÍBV á meira inni og besti leikmaðurinn sem gleymdist Tómas Þór Þórðarson skrifar 9. nóvember 2018 14:30 Íris Björk Símonardóttir er búin að vera alveg mögnuð. vísir/bára ÍBV er í öðru sæti Olís-deildar kvenna en farið var yfir fyrsta þriðjung deildarinnar í sérstökum uppgjörsþætti Seinni bylgjunnar á miðvikudagskvöldið þar sem að Ásgeir Jónsson og Þorgerður Anna Atladóttir voru sérfræðingar. Eyjakonur voru þær fyrstu til að leggja Framara að velli og virðast vera komnar í gang en allir í myndveri voru sammála um að liðið á meira inni. „Jenný er búin að vera geggjuð í markinu í flestum leikjum en sóknarnýting liðsins er döpur og Esther á gríðarlega mikið inni þar. Þetta er leikmaður sem er vanur að vera að skora 6-10 mörk en er núna með slaka skotnýtingu og að tapa svolítið af boltum. Hún á mikið inni. Sunna sömuleiðis á mikið inni,“ segir Ásgeir.Greta velur skotin betur Skyttan hávaxnka Greta Kavaliauskaite hefur farið mikinn og verið miklu betri en á síðustu leiktíð. „Hún var aðeins mistækari í fyrra en núna er hún í betra formi. Hún velur skotin sín aðeins betur heldur en í fyrra þegar að hún var að taka óþarfa skot og ætlaði að vera einhver stjarna og sýna sig. Standið á henni er mjög flott,“ segir Þorgerður Anna en bæði hafa þau smá áhyggjur af fáum hraðaupphlaupum liðsins. „Með aðeins betri vörn og meiri stöðugleika í varnarleikinn fær liðið hraðaupphlaupin sem að Karólína er ekki búin að vera að fá. Leikmaður eins og hún þrífst á þessum hraðaupphlaupum. Þau skipta máli fyrir sjálfstraustið því hún er stundum ekki að taka færin sín í horninu því sjálfstraustið er ekki í botni,“ segir Þorgerður Anna.Íris alveg mögnuð Valskonur eru á toppnum eins og spáð var. Liðið breyttist mikið á milli tímabila en sóknarleikurinn er að slípast saman eftir að vera ekkert sérstakur í byrjun móts. „Markvarslan er búin að vera svo góð og varnarleikurinn sömuleiðis. Þess vegna hefur liðið haft svigrúm til að spila ekkert sérstakan sóknarleik en náð góðum úrslitum,“ segir Ásgeir Jónsson. Íris Björk Símonardóttir, markvörður Vals, er búin að vera algjörlega frábær og gleymdist aðeins í umræðunni fyrr í þættinum þegar að Martha Hermannsdóttir, leikmaður KA/Þórs var sögð besti leikmaður fyrstu sjö umferðarinnar. Beðist var velvirðingar á því. „Hún verður bara betri með hverjum leiknum. Hún var besti markvörður landsins þegar að hún var upp á sitt besta og nú held ég að hún sé að nálgast þann titil aftur,“ segir Þorgerður Anna. „Þegar að við köstuðum því fram að það væri algjörlega borðliggjandi að Martha Hermannsdóttir væri besti leikmaður fyrstu sjö umferðarinna gleymdum við Írisi. Hún er best ásamt Mörthu,“ segir Ásgeir. „Í átta leikjum er hún búin að fara yfir 40 prósent vörslu sex sinnum og tvisvar sinnum yfir 50 prósent. Hún er búin að vera algjörlega geggjuð. Varnarleikurinn hefur verið frábær og það er ekki hægt að undirstrika það nógu mikið hversu mikilvægt það var að fá Gerði aftur inn í þetta,“ segir Ásgeir Jónsson. Alla umræðuna um tvö efstu liðin má sjá hér að neðan. Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Seinni bylgjan: Haukar vaknaðir og meistararnir mannlegir eftir allt saman Íslands- og bikarmeistarar Fram eru búnir að tapa þremur leikjum í röð í Olís-deild kvenna. 9. nóvember 2018 11:30 Seinni bylgjan: Ljósið í myrkrinu í Garðabæ og einhæfur sóknarleikur Selfyssinga Seinni bylgjan fór yfir liðin í Olís-deild kvenna í uppgjörsþætti fyrsta þriðjungs. 8. nóvember 2018 14:00 Vonar að fleiri taki sér Hrafnhildi til fyrirmyndar og fari að þjálfa í Olís-deildinni Hrafnhildur Skúladóttir er eina konan sem þjálfar lið í Olís-deild kvenna. 8. nóvember 2018 12:30 Seinni bylgjan: Vonarstjarna íslensku varnarinnar og ofurkonan á Akureyri Nýliðarnir hafa komið skemmtilega á óvart í Olís-deild kvenna. 8. nóvember 2018 15:30 Mest lesið Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Íslenski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Íslenski boltinn Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Fótbolti Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Íslenski boltinn Dagur Kári sá fyrsti sem kemst í úrslit á HM Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Sjá meira
ÍBV er í öðru sæti Olís-deildar kvenna en farið var yfir fyrsta þriðjung deildarinnar í sérstökum uppgjörsþætti Seinni bylgjunnar á miðvikudagskvöldið þar sem að Ásgeir Jónsson og Þorgerður Anna Atladóttir voru sérfræðingar. Eyjakonur voru þær fyrstu til að leggja Framara að velli og virðast vera komnar í gang en allir í myndveri voru sammála um að liðið á meira inni. „Jenný er búin að vera geggjuð í markinu í flestum leikjum en sóknarnýting liðsins er döpur og Esther á gríðarlega mikið inni þar. Þetta er leikmaður sem er vanur að vera að skora 6-10 mörk en er núna með slaka skotnýtingu og að tapa svolítið af boltum. Hún á mikið inni. Sunna sömuleiðis á mikið inni,“ segir Ásgeir.Greta velur skotin betur Skyttan hávaxnka Greta Kavaliauskaite hefur farið mikinn og verið miklu betri en á síðustu leiktíð. „Hún var aðeins mistækari í fyrra en núna er hún í betra formi. Hún velur skotin sín aðeins betur heldur en í fyrra þegar að hún var að taka óþarfa skot og ætlaði að vera einhver stjarna og sýna sig. Standið á henni er mjög flott,“ segir Þorgerður Anna en bæði hafa þau smá áhyggjur af fáum hraðaupphlaupum liðsins. „Með aðeins betri vörn og meiri stöðugleika í varnarleikinn fær liðið hraðaupphlaupin sem að Karólína er ekki búin að vera að fá. Leikmaður eins og hún þrífst á þessum hraðaupphlaupum. Þau skipta máli fyrir sjálfstraustið því hún er stundum ekki að taka færin sín í horninu því sjálfstraustið er ekki í botni,“ segir Þorgerður Anna.Íris alveg mögnuð Valskonur eru á toppnum eins og spáð var. Liðið breyttist mikið á milli tímabila en sóknarleikurinn er að slípast saman eftir að vera ekkert sérstakur í byrjun móts. „Markvarslan er búin að vera svo góð og varnarleikurinn sömuleiðis. Þess vegna hefur liðið haft svigrúm til að spila ekkert sérstakan sóknarleik en náð góðum úrslitum,“ segir Ásgeir Jónsson. Íris Björk Símonardóttir, markvörður Vals, er búin að vera algjörlega frábær og gleymdist aðeins í umræðunni fyrr í þættinum þegar að Martha Hermannsdóttir, leikmaður KA/Þórs var sögð besti leikmaður fyrstu sjö umferðarinnar. Beðist var velvirðingar á því. „Hún verður bara betri með hverjum leiknum. Hún var besti markvörður landsins þegar að hún var upp á sitt besta og nú held ég að hún sé að nálgast þann titil aftur,“ segir Þorgerður Anna. „Þegar að við köstuðum því fram að það væri algjörlega borðliggjandi að Martha Hermannsdóttir væri besti leikmaður fyrstu sjö umferðarinna gleymdum við Írisi. Hún er best ásamt Mörthu,“ segir Ásgeir. „Í átta leikjum er hún búin að fara yfir 40 prósent vörslu sex sinnum og tvisvar sinnum yfir 50 prósent. Hún er búin að vera algjörlega geggjuð. Varnarleikurinn hefur verið frábær og það er ekki hægt að undirstrika það nógu mikið hversu mikilvægt það var að fá Gerði aftur inn í þetta,“ segir Ásgeir Jónsson. Alla umræðuna um tvö efstu liðin má sjá hér að neðan.
Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Seinni bylgjan: Haukar vaknaðir og meistararnir mannlegir eftir allt saman Íslands- og bikarmeistarar Fram eru búnir að tapa þremur leikjum í röð í Olís-deild kvenna. 9. nóvember 2018 11:30 Seinni bylgjan: Ljósið í myrkrinu í Garðabæ og einhæfur sóknarleikur Selfyssinga Seinni bylgjan fór yfir liðin í Olís-deild kvenna í uppgjörsþætti fyrsta þriðjungs. 8. nóvember 2018 14:00 Vonar að fleiri taki sér Hrafnhildi til fyrirmyndar og fari að þjálfa í Olís-deildinni Hrafnhildur Skúladóttir er eina konan sem þjálfar lið í Olís-deild kvenna. 8. nóvember 2018 12:30 Seinni bylgjan: Vonarstjarna íslensku varnarinnar og ofurkonan á Akureyri Nýliðarnir hafa komið skemmtilega á óvart í Olís-deild kvenna. 8. nóvember 2018 15:30 Mest lesið Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Íslenski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Íslenski boltinn Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Fótbolti Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Íslenski boltinn Dagur Kári sá fyrsti sem kemst í úrslit á HM Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Sjá meira
Seinni bylgjan: Haukar vaknaðir og meistararnir mannlegir eftir allt saman Íslands- og bikarmeistarar Fram eru búnir að tapa þremur leikjum í röð í Olís-deild kvenna. 9. nóvember 2018 11:30
Seinni bylgjan: Ljósið í myrkrinu í Garðabæ og einhæfur sóknarleikur Selfyssinga Seinni bylgjan fór yfir liðin í Olís-deild kvenna í uppgjörsþætti fyrsta þriðjungs. 8. nóvember 2018 14:00
Vonar að fleiri taki sér Hrafnhildi til fyrirmyndar og fari að þjálfa í Olís-deildinni Hrafnhildur Skúladóttir er eina konan sem þjálfar lið í Olís-deild kvenna. 8. nóvember 2018 12:30
Seinni bylgjan: Vonarstjarna íslensku varnarinnar og ofurkonan á Akureyri Nýliðarnir hafa komið skemmtilega á óvart í Olís-deild kvenna. 8. nóvember 2018 15:30