Segir Orkuveituna slá dýr lán fyrir arðgreiðslu Kristinn Ingi Jónsson skrifar 9. nóvember 2018 07:00 Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og stjórnarmaður í Orkuveitunni. Vísir Stjórnarmaður í Orkuveitu Reykjavíkur segir alvarlegt mál að félagið slái dýr lán gagngert í þeim tilgangi að greiða arð í hendur stjórnmálamanna. Orkuveitan tók lán upp á nærri þrjá milljarða króna hjá Íslandsbanka í lok árs 2016 en bankalánið átti þátt í því að veltufjárhlutfall félagsins hækkaði þannig að skilyrðum fyrir arðgreiðslu var fullnægt. Orkuveitan greiddi 750 milljóna króna arð til eigenda í fyrra og hyggst greiða 1.250 milljónir í arð á þessu ári. Reykjavíkurborg á tæplega 94 prósenta hlut í félaginu. „Þarna er Orkuveitan í raun látin sitja uppi með gríðarlegan vaxtakostnað til þess eins að greiða Reykjavíkurborg arð,“ segir Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og stjórnarmaður í Orkuveitunni. Ingvar Stefánsson, framkvæmdastjóri fjármála Orkuveitunnar, segir að samkvæmt fjárhagslegum markmiðum og skilyrðum beri Orkuveitunni, rétt eins og sveitarfélögum, að hafa veltufjárhlutallið yfir einum. „Við högum fjármögnuninni í samræmi við það og þetta lán var einn liður í því,“ nefnir hann. Hlutfall veltufjármuna af skammtímaskuldum Orkuveitunnar, svokallað veltufjárhlutfall, nam 0,8 árið 2016 en var komið vel yfir 1,0 um mitt ár 2017, þegar aðalfundur samþykkti að greiða út arð. Eitt af skilyrðum þess að félagið geti greitt út arð er að umrætt hlutfall sé yfir einum. Hildur Björnsdóttir óskaði á stjórnarfundi Orkuveitunnar í október eftir ítarlegum upplýsingum um lánið frá Íslandsbanka. „Ég kallaði fyrr í haust eftir upplýsingum um allar lántökur Orkuveitunnar síðustu árin,“ útskýrir Hildur, „og vakti þetta lán sérstaka athygli mína. Það sem vekur athygli er að lánið er greitt út 30. desember 2016, sem var síðasti virki dagur þess árs, og er það á verulega óhagstæðum kjörum miðað við þau kjör sem Orkuveitunni bjóðast. Ég spurðist frekar fyrir um lánið þar sem grunur minn var sá að lánið hafi verið gagngert tekið í einhverjum flýti til þess að uppfylla arðgreiðsluskilyrði.“ Hildur segir að um sé að ræða alvarlegt mál. „Þarna er Orkuveitan í raun látin sitja uppi með gríðarlegan vaxtakostnað til þess eins að greiða Reykjavíkurborg arð,“ nefnir hún. Það liggi fyrir að félagið sé reglulega skuldsett í þeim tilgangi að hækka veltufjárhlutfall og uppfylla arðgreiðsluskilyrði. Eðlilegra sé að skuldir félagsins séu greiddar niður og gjaldskrár lækkaðar. „Ég er fulltrúi eigenda í stjórninni, fulltrúi borgarbúa, og mér þykir eðlilegra að svigrúm í rekstrinum sé fært í hendur réttilegra eigenda með gjaldskrárlækkunum. Reykjavíkurborg innheimtir hæsta lögleyfða útsvar og er með fasteignaskatta á atvinnuhúsnæði í botni, svo dæmi séu tekin, skattar sem mér þætti í báðum tilfellum rétt að lækka, og mér þætti því eðlilegt að það skattfé myndi nægja pólitíkinni vel ríflega til þess að standa hér undir grunnþjónustu,“ nefnir Hildur. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Lét öllum illum látum og fær engar bætur Börnin fagna litlu sigrunum með bjölluhringingu Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Kaup á kínverskum kísil „með ólíkindum“ og sérsveitaræfing Sjá meira
Stjórnarmaður í Orkuveitu Reykjavíkur segir alvarlegt mál að félagið slái dýr lán gagngert í þeim tilgangi að greiða arð í hendur stjórnmálamanna. Orkuveitan tók lán upp á nærri þrjá milljarða króna hjá Íslandsbanka í lok árs 2016 en bankalánið átti þátt í því að veltufjárhlutfall félagsins hækkaði þannig að skilyrðum fyrir arðgreiðslu var fullnægt. Orkuveitan greiddi 750 milljóna króna arð til eigenda í fyrra og hyggst greiða 1.250 milljónir í arð á þessu ári. Reykjavíkurborg á tæplega 94 prósenta hlut í félaginu. „Þarna er Orkuveitan í raun látin sitja uppi með gríðarlegan vaxtakostnað til þess eins að greiða Reykjavíkurborg arð,“ segir Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og stjórnarmaður í Orkuveitunni. Ingvar Stefánsson, framkvæmdastjóri fjármála Orkuveitunnar, segir að samkvæmt fjárhagslegum markmiðum og skilyrðum beri Orkuveitunni, rétt eins og sveitarfélögum, að hafa veltufjárhlutallið yfir einum. „Við högum fjármögnuninni í samræmi við það og þetta lán var einn liður í því,“ nefnir hann. Hlutfall veltufjármuna af skammtímaskuldum Orkuveitunnar, svokallað veltufjárhlutfall, nam 0,8 árið 2016 en var komið vel yfir 1,0 um mitt ár 2017, þegar aðalfundur samþykkti að greiða út arð. Eitt af skilyrðum þess að félagið geti greitt út arð er að umrætt hlutfall sé yfir einum. Hildur Björnsdóttir óskaði á stjórnarfundi Orkuveitunnar í október eftir ítarlegum upplýsingum um lánið frá Íslandsbanka. „Ég kallaði fyrr í haust eftir upplýsingum um allar lántökur Orkuveitunnar síðustu árin,“ útskýrir Hildur, „og vakti þetta lán sérstaka athygli mína. Það sem vekur athygli er að lánið er greitt út 30. desember 2016, sem var síðasti virki dagur þess árs, og er það á verulega óhagstæðum kjörum miðað við þau kjör sem Orkuveitunni bjóðast. Ég spurðist frekar fyrir um lánið þar sem grunur minn var sá að lánið hafi verið gagngert tekið í einhverjum flýti til þess að uppfylla arðgreiðsluskilyrði.“ Hildur segir að um sé að ræða alvarlegt mál. „Þarna er Orkuveitan í raun látin sitja uppi með gríðarlegan vaxtakostnað til þess eins að greiða Reykjavíkurborg arð,“ nefnir hún. Það liggi fyrir að félagið sé reglulega skuldsett í þeim tilgangi að hækka veltufjárhlutfall og uppfylla arðgreiðsluskilyrði. Eðlilegra sé að skuldir félagsins séu greiddar niður og gjaldskrár lækkaðar. „Ég er fulltrúi eigenda í stjórninni, fulltrúi borgarbúa, og mér þykir eðlilegra að svigrúm í rekstrinum sé fært í hendur réttilegra eigenda með gjaldskrárlækkunum. Reykjavíkurborg innheimtir hæsta lögleyfða útsvar og er með fasteignaskatta á atvinnuhúsnæði í botni, svo dæmi séu tekin, skattar sem mér þætti í báðum tilfellum rétt að lækka, og mér þætti því eðlilegt að það skattfé myndi nægja pólitíkinni vel ríflega til þess að standa hér undir grunnþjónustu,“ nefnir Hildur.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Lét öllum illum látum og fær engar bætur Börnin fagna litlu sigrunum með bjölluhringingu Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Kaup á kínverskum kísil „með ólíkindum“ og sérsveitaræfing Sjá meira