Ótrúleg endurkoma United gegn Juventus Anton Ingi Leifsson skrifar 7. nóvember 2018 21:45 Leikmenn United fagna í kvöld. Vísir/Getty Manchester United vann afar öflugan endurkomusigur gegn Juventus í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Eftir að hafa lent 1-0 undir kom United til baka og hafði betur 2-1. Staðan var markalaus í hálfleik en í fyrri hálfleik voru heimamenn í Juventus mun betri. Þéttur varnarmúr United hélt vel en þeir náðu lítið að skapa sér fram á við. Juventus komst yfir á 65. mínútu og það var fyrrum leikmaður Manchester United, Cristiano Ronaldo, sem skoraði. Eftir frábæra sendingu Leonardo Bonucci kláraði Portúgalinn færið frábærlega. United voru ekki af baki dottnir. Þeir gerðu tvöfalda skiptingu á 79. mínútu en þeir Alexis Sanchez og Ander Herrera fóru útaf. Inn komu þeir Juan Mata og Marouane Fellaini. Eftir flotta sókn United fengu þeir aukaspyrnu fjórum mínútum fyrir lok venjulegs leiktíma. Brotið var á Paul Pogba og aukaspyrnuna tók Juan Mata. Hann skrúfaði boltann yfir vegginn og í netið. Í uppbótartímanum kom svo sigurmarkið. Eftir aukaspyrnu utan af kanti og eftir mikinn darraðadans fór boltinn í Alex Sandro, leikmann Juventus, og í netið. Sjálfsmark og mögnuð endurkoma United, lokatölur 2-1. Eftir sigurinn er Juventus enn á toppi riðilsins með níu stig en Manchester United er komið í annað sætið með sjö stig. Valencia er í þriðja sætinu með fimm stig og Young Boys á botninum með eitt stig. Meistaradeild Evrópu
Manchester United vann afar öflugan endurkomusigur gegn Juventus í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Eftir að hafa lent 1-0 undir kom United til baka og hafði betur 2-1. Staðan var markalaus í hálfleik en í fyrri hálfleik voru heimamenn í Juventus mun betri. Þéttur varnarmúr United hélt vel en þeir náðu lítið að skapa sér fram á við. Juventus komst yfir á 65. mínútu og það var fyrrum leikmaður Manchester United, Cristiano Ronaldo, sem skoraði. Eftir frábæra sendingu Leonardo Bonucci kláraði Portúgalinn færið frábærlega. United voru ekki af baki dottnir. Þeir gerðu tvöfalda skiptingu á 79. mínútu en þeir Alexis Sanchez og Ander Herrera fóru útaf. Inn komu þeir Juan Mata og Marouane Fellaini. Eftir flotta sókn United fengu þeir aukaspyrnu fjórum mínútum fyrir lok venjulegs leiktíma. Brotið var á Paul Pogba og aukaspyrnuna tók Juan Mata. Hann skrúfaði boltann yfir vegginn og í netið. Í uppbótartímanum kom svo sigurmarkið. Eftir aukaspyrnu utan af kanti og eftir mikinn darraðadans fór boltinn í Alex Sandro, leikmann Juventus, og í netið. Sjálfsmark og mögnuð endurkoma United, lokatölur 2-1. Eftir sigurinn er Juventus enn á toppi riðilsins með níu stig en Manchester United er komið í annað sætið með sjö stig. Valencia er í þriðja sætinu með fimm stig og Young Boys á botninum með eitt stig.
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti