Tugir þúsunda í fjöldagröfum Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 7. nóvember 2018 08:30 Frá uppgreftri fjöldagrafar í Sýrlandi. vísir/getty Rannsakendur skrifstofu mannréttindastjóra Sameinuðu þjóðanna og sendinefnd mannréttindaráðs SÞ í Írak hafa fundið 202 fjöldagrafir fórnarlamba hryðjuverkasamtakanna sem kenna sig við íslamskt ríki (ISIS) í Írak. Frá þessu var greint í skýrslu sem skrifstofa mannréttindastjóra birti í gær. ISIS sölsaði undir sig stóra hluta Íraks frá árinu 2014 til 2017 og innlimuðu í svokallað kalífadæmi. Í þessum hernaðaraðgerðum voru, að sögn rannsakenda, að minnsta kosti 30.000 almennir borgarar myrtir í Írak og 55.150 særðust. Tekið er fram í skýrslunni að þessar tölur endurspegli algjöran lágmarksfjölda. Flestar fjöldagrafanna 202 sem fundist hafa eru í Nínívehéraði, eða 95 talsins. Þá hafa 37 fundist í Kirkuk, 36 í Salah al-Din og 24 í Anbar. Samkvæmt útreikningum rannsakenda eru alls á milli 6.000 og 12.000 fórnarlömb ISIS grafin í fjöldagröfunum, þar af á milli 4.000 og 10.500 í Níníve. Flestar þeirra fundust í kringum borgina Mósúl og í Sinjar, en þar tilheyra flestir íbúar þjóðflokki Jasída. Þá hefur yfirvöldum tekist að grafa alls 1.258 fórnarlömb upp úr 28 fjöldagröfum. Að því er rannsakendur segja í skýrslunni eru fórnarlömbin talin hafa verið myrt vegna þess að þau pössuðu ekki inn í hugmyndafræði hryðjuverkasamtakanna. Þannig er talið að fyrrverandi embættismenn eða háttsettir ríkisstarfsmenn, læknar, lögfræðingar, blaðamenn, trúarleiðtogar og stjórnmálakonur hafi verið myrt svo fátt eitt sé nefnt. Fjölmörg þessara fórnarlamba voru dregin fyrir nokkurs konar dómstóla ISIS þar sem dauðarefsingardómar féllu. Var fólk því tekið af lífi á almannafæri. Til dæmis skotið, afhöfðað, brennt, kastað af þaki bygginga eða keyrt yfir það á jarðýtum. Illindi ISIS beindust einna helst gegn fyrrnefndum Jasídum og kemur fram í skýrslunni að skæruliðarnir hafi framið fjöldamorð, fjöldanauðganir og mannrán á Jasídum, pyntað þá og neytt til þess að taka upp trúarsiði hryðjuverkasamtakanna. Enn er talið að rúmlega 3.000 Jasídar séu í haldi ISIS Vegna þessa ástands skora bæði sendinefndin og mannréttindastjóri á Alþjóðasamfélagið að styðja vinnu Íraksstjórnar við að grafa upp og bera kennsl á fórnarlömbin sem og á Íraksstjórn að vernda fjöldagrafirnar og nálgast rannsóknir á þeim út frá fórnarlömbunum. Birtist í Fréttablaðinu Mið-Austurlönd Sameinuðu þjóðirnar Sýrland Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fleiri fréttir Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Sjá meira
Rannsakendur skrifstofu mannréttindastjóra Sameinuðu þjóðanna og sendinefnd mannréttindaráðs SÞ í Írak hafa fundið 202 fjöldagrafir fórnarlamba hryðjuverkasamtakanna sem kenna sig við íslamskt ríki (ISIS) í Írak. Frá þessu var greint í skýrslu sem skrifstofa mannréttindastjóra birti í gær. ISIS sölsaði undir sig stóra hluta Íraks frá árinu 2014 til 2017 og innlimuðu í svokallað kalífadæmi. Í þessum hernaðaraðgerðum voru, að sögn rannsakenda, að minnsta kosti 30.000 almennir borgarar myrtir í Írak og 55.150 særðust. Tekið er fram í skýrslunni að þessar tölur endurspegli algjöran lágmarksfjölda. Flestar fjöldagrafanna 202 sem fundist hafa eru í Nínívehéraði, eða 95 talsins. Þá hafa 37 fundist í Kirkuk, 36 í Salah al-Din og 24 í Anbar. Samkvæmt útreikningum rannsakenda eru alls á milli 6.000 og 12.000 fórnarlömb ISIS grafin í fjöldagröfunum, þar af á milli 4.000 og 10.500 í Níníve. Flestar þeirra fundust í kringum borgina Mósúl og í Sinjar, en þar tilheyra flestir íbúar þjóðflokki Jasída. Þá hefur yfirvöldum tekist að grafa alls 1.258 fórnarlömb upp úr 28 fjöldagröfum. Að því er rannsakendur segja í skýrslunni eru fórnarlömbin talin hafa verið myrt vegna þess að þau pössuðu ekki inn í hugmyndafræði hryðjuverkasamtakanna. Þannig er talið að fyrrverandi embættismenn eða háttsettir ríkisstarfsmenn, læknar, lögfræðingar, blaðamenn, trúarleiðtogar og stjórnmálakonur hafi verið myrt svo fátt eitt sé nefnt. Fjölmörg þessara fórnarlamba voru dregin fyrir nokkurs konar dómstóla ISIS þar sem dauðarefsingardómar féllu. Var fólk því tekið af lífi á almannafæri. Til dæmis skotið, afhöfðað, brennt, kastað af þaki bygginga eða keyrt yfir það á jarðýtum. Illindi ISIS beindust einna helst gegn fyrrnefndum Jasídum og kemur fram í skýrslunni að skæruliðarnir hafi framið fjöldamorð, fjöldanauðganir og mannrán á Jasídum, pyntað þá og neytt til þess að taka upp trúarsiði hryðjuverkasamtakanna. Enn er talið að rúmlega 3.000 Jasídar séu í haldi ISIS Vegna þessa ástands skora bæði sendinefndin og mannréttindastjóri á Alþjóðasamfélagið að styðja vinnu Íraksstjórnar við að grafa upp og bera kennsl á fórnarlömbin sem og á Íraksstjórn að vernda fjöldagrafirnar og nálgast rannsóknir á þeim út frá fórnarlömbunum.
Birtist í Fréttablaðinu Mið-Austurlönd Sameinuðu þjóðirnar Sýrland Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fleiri fréttir Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Sjá meira