Borgin tekur meira en ríkið Eyþór Arnalds skrifar 7. nóvember 2018 07:00 Það kemur sennilega flestum ef ekki öllum á óvart að Reykjavíkurborg tekur mun fleiri krónur af launum borgarbúa en ríkið. Þannig er hlutfall borgarinnar í skatttekjum borgarbúa 56% á meðan hlutfall ríkisins er 44% samkvæmt útreikningum fjármálaráðuneytisins. Tökum dæmi um faglærðan leikskólakennara en hann fær samkvæmt kjarasamningi 469 þúsund krónur í mánaðarlaun. Skattur af þessum launum er í kringum 109 þúsund krónur sem skiptast þannig að 45 þúsund krónur renna inn í ríkissjóð á meðan borgin fær 64 þúsund. Þ.e.a.s. 41% fer til ríkissjóðs á meðan 59% fara inn í borgarsjóð. Reykjavíkurborg getur ekki skorast undan þeirri ábyrgð að taka þátt í að bæta kjör borgarbúa enda eru fjárhæðirnar sem borgin fær talsvert stærri en þær sem ríkið fær. Það þýðir ekki alltaf fyrir borgarfulltrúa meirihlutans að benda á ríkið og kvarta yfir að fjármagn sé ekki nægjanlegt til þess að halda almennilega á mikilvægum málaflokkum. Útsvarslækkun ætti að vera framlag Reykjavíkurborgar í komandi kjaraviðræðum enda á launafólk mikið undir því að skattar lækki nú í stað þess að höfrungahlaupið fari af stað með verðbólgu. Við leggjum líka til að afslættir til aldraðra og öryrkja verði auknir en tekjutenging afsláttanna er tekjuskerðing fyrir bæði aldraða og öryrkja. Borgin á að leggja áherslu á að bæta kaupmátt Reykvíkinga með ábyrgum hætti og hætta að taka meira en nágrannasveitarfélögin af launum borgarbúa. Álögur eru í hæstu hæðum. Fasteignaskattar hækka mikið á milli ára, bæði af atvinnu- og íbúðarhúsnæði. Ef borgarstjórn breytir ekki frá þeim forsendum sem hér er lagt upp með fer hækkunin lóðbeint út í leiguverð með tilheyrandi neikvæðum áhrifum, bæði af atvinnu- og íbúðarhúsnæði. Útsvar er hæst á höfuðborgarsvæðinu af öllum sveitarfélögum á svæðinu. Launaskattur er hvergi hærri en í Reykjavík. Útsvarið var hækkað af Samfylkingunni og núverandi borgarstjóra í topp. Önnur sveitarfélög í kringum okkur taka talsvert færri krónur af launafólki. Snúum af þessari braut. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Eyþór Arnalds Mest lesið Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson Skoðun Skoðun Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Snúið til betri vegar Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Stöðvum blóðmerahaldið á Íslandi Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Forysta til framtíðar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Höfum gott fólk í forystu – kjósum Höllu í VR Gísli Jafetsson skrifar Skoðun Sjálfsmynd og heyrnarskerðing – Grein í tilefni Dags heyrnar Elín Ýr Arnar skrifar Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð skrifar Sjá meira
Það kemur sennilega flestum ef ekki öllum á óvart að Reykjavíkurborg tekur mun fleiri krónur af launum borgarbúa en ríkið. Þannig er hlutfall borgarinnar í skatttekjum borgarbúa 56% á meðan hlutfall ríkisins er 44% samkvæmt útreikningum fjármálaráðuneytisins. Tökum dæmi um faglærðan leikskólakennara en hann fær samkvæmt kjarasamningi 469 þúsund krónur í mánaðarlaun. Skattur af þessum launum er í kringum 109 þúsund krónur sem skiptast þannig að 45 þúsund krónur renna inn í ríkissjóð á meðan borgin fær 64 þúsund. Þ.e.a.s. 41% fer til ríkissjóðs á meðan 59% fara inn í borgarsjóð. Reykjavíkurborg getur ekki skorast undan þeirri ábyrgð að taka þátt í að bæta kjör borgarbúa enda eru fjárhæðirnar sem borgin fær talsvert stærri en þær sem ríkið fær. Það þýðir ekki alltaf fyrir borgarfulltrúa meirihlutans að benda á ríkið og kvarta yfir að fjármagn sé ekki nægjanlegt til þess að halda almennilega á mikilvægum málaflokkum. Útsvarslækkun ætti að vera framlag Reykjavíkurborgar í komandi kjaraviðræðum enda á launafólk mikið undir því að skattar lækki nú í stað þess að höfrungahlaupið fari af stað með verðbólgu. Við leggjum líka til að afslættir til aldraðra og öryrkja verði auknir en tekjutenging afsláttanna er tekjuskerðing fyrir bæði aldraða og öryrkja. Borgin á að leggja áherslu á að bæta kaupmátt Reykvíkinga með ábyrgum hætti og hætta að taka meira en nágrannasveitarfélögin af launum borgarbúa. Álögur eru í hæstu hæðum. Fasteignaskattar hækka mikið á milli ára, bæði af atvinnu- og íbúðarhúsnæði. Ef borgarstjórn breytir ekki frá þeim forsendum sem hér er lagt upp með fer hækkunin lóðbeint út í leiguverð með tilheyrandi neikvæðum áhrifum, bæði af atvinnu- og íbúðarhúsnæði. Útsvar er hæst á höfuðborgarsvæðinu af öllum sveitarfélögum á svæðinu. Launaskattur er hvergi hærri en í Reykjavík. Útsvarið var hækkað af Samfylkingunni og núverandi borgarstjóra í topp. Önnur sveitarfélög í kringum okkur taka talsvert færri krónur af launafólki. Snúum af þessari braut.
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar