Trójuhesturinn Hafró og skipulagssvik í Hafnarfirði Guðmundur Ingi Markússon skrifar 7. nóvember 2018 07:00 Á hrekkjavöku þann 31. október sl. sveik meirihluti bæjarstjórnar íbúalýðræði í Hafnarfirði. Grikkurinn fólst í því að fella úr gildi skipulagslýsingu Flensborgarhafnar frá 2016 – útkomu tveggja ára samráðsverkefnis með verkefnisstjórn, íbúafundum, vinnustofum, menningargöngu, bloggsíðu, o.fl. Gjörningurinn á sér stað á sama tíma og íbúar mótmæla fyrirhuguðum á framkvæmdum á Flensborgarhöfn, þar sem byggja á stórhýsi sem að hluta munu hýsa Hafrannsóknastofnun. Í andmælum sínum hafa íbúar einmitt bent á niðurstöður skipulagslýsingarinnar máli sínu til stuðnings: • Lágreistar byggingar sem falla vel að aðliggjandi byggð • Byggingamagn á svæðinu verði aukið í góðri sátt við aðliggjandi byggð • Hæð nýrrar byggðar verði einnig í góðri sátt við nærliggjandi byggð Ljóst er að 22 metra há og um 185 metra löng blokkalengja gengur þvert á þessar niðurstöður.Hvers vegna er skipulagslýsingin afnumin? Ekki vantaði fögur fyrirheit þegar samráðsverkefnið fór af stað. Bæjarfulltrúinn Ólafur Ingi Tómasson (D), sá hinn sami og nú fellir skipulagslýsinguna úr gildi, sagði á Facebook í janúar 2015: „Nú er verkefnið komið af stað og vona ég að sátt náist um framtíðarskipulag svæðisins sem er að mínu mati verðmætasta svæði okkar Hafnfirðinga, ekki hvað varðar virði krónu og aura heldur lífsgæði …“ Nú er sáttin fyrir bí og niðurstaða samráðsverkefnisins (skipulagslýsingin) farin út um gluggann. Ástæðan er sögð vera sú, að í janúar sl. hafi verið samþykkt keppnislýsing fyrir arkitekta um framtíð svæðisins sem stangist á við skipulagslýsinguna. Þegar vel er að gáð sést, að efnislega liggur munurinn í því, að í keppnislýsingunni er ekki talað um „lágreistar byggingar“ heldu aðeins um „hæð og umfang“. Með því að henda skipulagslýsingunni hverfur þetta óþægilega atriði (lágreistar byggingar), og ætlunin er því að slá vopn úr höndum þeirra bæjarbúa sem hafa andmælt áformunum nú í haust.Hagsmunir hverra? Í grein í Fréttablaðinu þann 1.11. sl. segir Ólafur Ingi að „Allir sem koma að gerð skipulagsmála vilja ná sem bestri sátt hverju sinni en það eru alltaf einhverjir sem telja vegið að eigin hagsmunum. Svæðisskipulagið horfir til hagsmuna heildarinnar.“ Það má réttlæta allar stórframkvæmdir með því að segja að hagsmunir heildarinnar trompi hag nærsamfélagsins – þetta er því ekkert annað en málsvörn verktakaræðisins. Staðreyndin er sú, að 22 metra háu stórhýsin á Flensborgarhöfn snúast um hag hinna örfáu – fjársterkra aðila með víðtæk tengsl sem kjörnir fulltrúar eru handgengnir. Þegar hagsmunir þeirra stangast á við niðurstöðu íbúasamráðs er því hent út. Þessum aðilum nægir ekki óuppsegjanlegur leigusamningur við ríkið til 25 ára upp á 3,6 milljarða fyrir Hafrannsóknastofnun – þeir vilja byggja langt umfram þarfir stofnunarinnar. Hafnfirðingar gleðjast yfir komu Hafró til bæjarins. Hins vegar er það dapurlegt að stofnunin sé notuð sem trójuhestur fyrir háhýsi og útblásið byggingarmagn sem hæglega mun hafa fordæmisgildi um framtíð svæðisins. Kynnið ykkur málið á:www.sudurbakki.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Á hrekkjavöku þann 31. október sl. sveik meirihluti bæjarstjórnar íbúalýðræði í Hafnarfirði. Grikkurinn fólst í því að fella úr gildi skipulagslýsingu Flensborgarhafnar frá 2016 – útkomu tveggja ára samráðsverkefnis með verkefnisstjórn, íbúafundum, vinnustofum, menningargöngu, bloggsíðu, o.fl. Gjörningurinn á sér stað á sama tíma og íbúar mótmæla fyrirhuguðum á framkvæmdum á Flensborgarhöfn, þar sem byggja á stórhýsi sem að hluta munu hýsa Hafrannsóknastofnun. Í andmælum sínum hafa íbúar einmitt bent á niðurstöður skipulagslýsingarinnar máli sínu til stuðnings: • Lágreistar byggingar sem falla vel að aðliggjandi byggð • Byggingamagn á svæðinu verði aukið í góðri sátt við aðliggjandi byggð • Hæð nýrrar byggðar verði einnig í góðri sátt við nærliggjandi byggð Ljóst er að 22 metra há og um 185 metra löng blokkalengja gengur þvert á þessar niðurstöður.Hvers vegna er skipulagslýsingin afnumin? Ekki vantaði fögur fyrirheit þegar samráðsverkefnið fór af stað. Bæjarfulltrúinn Ólafur Ingi Tómasson (D), sá hinn sami og nú fellir skipulagslýsinguna úr gildi, sagði á Facebook í janúar 2015: „Nú er verkefnið komið af stað og vona ég að sátt náist um framtíðarskipulag svæðisins sem er að mínu mati verðmætasta svæði okkar Hafnfirðinga, ekki hvað varðar virði krónu og aura heldur lífsgæði …“ Nú er sáttin fyrir bí og niðurstaða samráðsverkefnisins (skipulagslýsingin) farin út um gluggann. Ástæðan er sögð vera sú, að í janúar sl. hafi verið samþykkt keppnislýsing fyrir arkitekta um framtíð svæðisins sem stangist á við skipulagslýsinguna. Þegar vel er að gáð sést, að efnislega liggur munurinn í því, að í keppnislýsingunni er ekki talað um „lágreistar byggingar“ heldu aðeins um „hæð og umfang“. Með því að henda skipulagslýsingunni hverfur þetta óþægilega atriði (lágreistar byggingar), og ætlunin er því að slá vopn úr höndum þeirra bæjarbúa sem hafa andmælt áformunum nú í haust.Hagsmunir hverra? Í grein í Fréttablaðinu þann 1.11. sl. segir Ólafur Ingi að „Allir sem koma að gerð skipulagsmála vilja ná sem bestri sátt hverju sinni en það eru alltaf einhverjir sem telja vegið að eigin hagsmunum. Svæðisskipulagið horfir til hagsmuna heildarinnar.“ Það má réttlæta allar stórframkvæmdir með því að segja að hagsmunir heildarinnar trompi hag nærsamfélagsins – þetta er því ekkert annað en málsvörn verktakaræðisins. Staðreyndin er sú, að 22 metra háu stórhýsin á Flensborgarhöfn snúast um hag hinna örfáu – fjársterkra aðila með víðtæk tengsl sem kjörnir fulltrúar eru handgengnir. Þegar hagsmunir þeirra stangast á við niðurstöðu íbúasamráðs er því hent út. Þessum aðilum nægir ekki óuppsegjanlegur leigusamningur við ríkið til 25 ára upp á 3,6 milljarða fyrir Hafrannsóknastofnun – þeir vilja byggja langt umfram þarfir stofnunarinnar. Hafnfirðingar gleðjast yfir komu Hafró til bæjarins. Hins vegar er það dapurlegt að stofnunin sé notuð sem trójuhestur fyrir háhýsi og útblásið byggingarmagn sem hæglega mun hafa fordæmisgildi um framtíð svæðisins. Kynnið ykkur málið á:www.sudurbakki.is.
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun