Kane hélt Tottenham á lífi í Meistaradeildinni Anton Ingi Leifsson skrifar 6. nóvember 2018 21:45 Harry Kane fagnar sigurmarkinu. Vísir/Getty Tottenham vann frábæran endurkomusigur gegn PSV á heimavelli í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Eftir að hafa lent 1-0 undir unnu Tottenham afar mikilvægan 2-1 sigur. Það voru ekki liðnar nema 63 sekúndur er fyrsta markið kom. Luuk de Jong stangaði þá hornspyrnu Gaston Pereiro í netið og PSV komið yfir. Eftir markið sóttu heimamenn í Tottenham látlaust og það bar ekki árangur fyrr en tólf mínútum fyrir leikslok er Harry Kane jafnaði metin en hann hafði fengið færin fyrr í leiknum til þess að jafna. Leikmenn Tottenham voru ekki hættir og sigurmarkið kom ekki úr óvæntri átt. Fyrirliðinn Kane var þá aftur á ferðinni en eftir nokkuð lausan skalla þá lak boltinn yfir línuna. 2-1 sigur Tottenham. Sigurinn heldur Tottenham á lífi í riðlinum. Liðið er nú í þriðja sætinu með fjögur stig en Inter er í öðru sætinu með sjö. Barcelona er á toppnum með tíu og PSV á botninum með eitt. Tvær umferðir eru eftir af riðlinum en næst fær Tottenham Inter í heimsókn á Wembley áður en liðið ferðast til Barcelona í síðustu umferðinni. Meistaradeild Evrópu
Tottenham vann frábæran endurkomusigur gegn PSV á heimavelli í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Eftir að hafa lent 1-0 undir unnu Tottenham afar mikilvægan 2-1 sigur. Það voru ekki liðnar nema 63 sekúndur er fyrsta markið kom. Luuk de Jong stangaði þá hornspyrnu Gaston Pereiro í netið og PSV komið yfir. Eftir markið sóttu heimamenn í Tottenham látlaust og það bar ekki árangur fyrr en tólf mínútum fyrir leikslok er Harry Kane jafnaði metin en hann hafði fengið færin fyrr í leiknum til þess að jafna. Leikmenn Tottenham voru ekki hættir og sigurmarkið kom ekki úr óvæntri átt. Fyrirliðinn Kane var þá aftur á ferðinni en eftir nokkuð lausan skalla þá lak boltinn yfir línuna. 2-1 sigur Tottenham. Sigurinn heldur Tottenham á lífi í riðlinum. Liðið er nú í þriðja sætinu með fjögur stig en Inter er í öðru sætinu með sjö. Barcelona er á toppnum með tíu og PSV á botninum með eitt. Tvær umferðir eru eftir af riðlinum en næst fær Tottenham Inter í heimsókn á Wembley áður en liðið ferðast til Barcelona í síðustu umferðinni.
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti