Liverpool tapaði mikilvægum stigum í Belgrad og Mónakó skellt í Belgíu Anton Ingi Leifsson skrifar 6. nóvember 2018 19:45 Mikið stuð í Belgrad í kvöld. Vísir/Getty Rauða Stjarnan frá Belgrad gerði sér lítið fyrir og skellti Liverpool, 2-0, í Meistaradeildinni í kvöld en leikið var í Belgrad. Þessi sömu lið mættust í Liverpool fyrir um tveimur vikum síðan og þá léku Liverpool-menn sér að Rauðu stjörnunni. Lokatölur 4-0 sigur Liverpool þá. Í kvöld var allt annað upp á teningnum og heimamenn komust yfir á 22. mínútu með hörkuskalla Milan Pavkov. Sjö mínútum síðar var staðna orðin 2-0. Aftur var það Pavkov sem skoraði en nú var það með þrumuskoti sem Alisson í marki Liverpool réð ekki við. Staðan 2-0 fyrir heimamenn í hálfeik. Illa gekk Liverpool að skapa sér tækifæri í síðari hálfleik og lokatölur urðu 2-0 sigur heimamanna. Frækinn sigur þeirra og mikill viðsnúningur á tveimur vikum. Liverpool er með sex stig í C-riðlinum en Rauða stjarnan með fjögur. Napoli er með fimm og PSG fjögur en þessi lið mætast síðar í kvöld. Liverpool mætir PSG á útivelli í næstu umferð.Thierry Henry er í vandræðum með Mónakó.vísir/gettyÞað gengur ekki né rekur hjá Mónakó sem tapaði í kvöld 0-4 fyrir Club Brugge á heimavelli í A-riðli Meistaradeildarinnar. Thierry Henry tók við liði Mónakó í síðasta mánuði en liðið er nú í næst neðsta sæti frönsku deildarinnar. Mikil vonbrigði þar á bæ. Club Brugge var 2-0 yfir eftir sautján mínútur en Hans Vanaken skoraði bæði mörkin. Wesley og Ruud Vormer bættu við sitt hvoru markinu og lokatölur 4-0. Borussia Dortmund er á toppi rðilsins með níu stig, Atletico Madrid í öðru með sex, Brugge í þriðja með þrjú stig en Mónakó á botninum með eitt. Brekka.Crvena Zvezda are the first club from Serbia to win a CL match (CL era since 1992). This was the 16th match of a Serbian team in the CL.#REDLIV— Gracenote Live (@GracenoteLive) November 6, 2018 Meistaradeild Evrópu
Rauða Stjarnan frá Belgrad gerði sér lítið fyrir og skellti Liverpool, 2-0, í Meistaradeildinni í kvöld en leikið var í Belgrad. Þessi sömu lið mættust í Liverpool fyrir um tveimur vikum síðan og þá léku Liverpool-menn sér að Rauðu stjörnunni. Lokatölur 4-0 sigur Liverpool þá. Í kvöld var allt annað upp á teningnum og heimamenn komust yfir á 22. mínútu með hörkuskalla Milan Pavkov. Sjö mínútum síðar var staðna orðin 2-0. Aftur var það Pavkov sem skoraði en nú var það með þrumuskoti sem Alisson í marki Liverpool réð ekki við. Staðan 2-0 fyrir heimamenn í hálfeik. Illa gekk Liverpool að skapa sér tækifæri í síðari hálfleik og lokatölur urðu 2-0 sigur heimamanna. Frækinn sigur þeirra og mikill viðsnúningur á tveimur vikum. Liverpool er með sex stig í C-riðlinum en Rauða stjarnan með fjögur. Napoli er með fimm og PSG fjögur en þessi lið mætast síðar í kvöld. Liverpool mætir PSG á útivelli í næstu umferð.Thierry Henry er í vandræðum með Mónakó.vísir/gettyÞað gengur ekki né rekur hjá Mónakó sem tapaði í kvöld 0-4 fyrir Club Brugge á heimavelli í A-riðli Meistaradeildarinnar. Thierry Henry tók við liði Mónakó í síðasta mánuði en liðið er nú í næst neðsta sæti frönsku deildarinnar. Mikil vonbrigði þar á bæ. Club Brugge var 2-0 yfir eftir sautján mínútur en Hans Vanaken skoraði bæði mörkin. Wesley og Ruud Vormer bættu við sitt hvoru markinu og lokatölur 4-0. Borussia Dortmund er á toppi rðilsins með níu stig, Atletico Madrid í öðru með sex, Brugge í þriðja með þrjú stig en Mónakó á botninum með eitt. Brekka.Crvena Zvezda are the first club from Serbia to win a CL match (CL era since 1992). This was the 16th match of a Serbian team in the CL.#REDLIV— Gracenote Live (@GracenoteLive) November 6, 2018
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti