Meintan blekkingarleik má rekja til óstöðugrar krónu Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 6. nóvember 2018 10:59 Jens segir að venjan sé að hafa raftækjadaga á þessum tíma árs og þarafleiðandi hafi vörur sem hafi nýverið hækkað einnig farið á afslátt ásamt öðrum sem hafi ekki hækkað. Vísir/Vilhelm Jens Harðarson, verslunarstjóri Byggt og Búið, segir að veiking krónunnar síðustu mánuði útskýri hækkað vöruverð og þvertekur fyrir ásakanir þess efnis að búðin hafi hækkað verð til að lækka aftur og sýna afslátt. Málið má rekja til Facebook færslu Lilju Óskar Sigmarsdóttur þar sem hún sagðist hafa farið í lok október í Byggt og búið til að skoða kaffivélar. Hafði hún augastað á tiltekinni kaffivél en skoðaði á sama tíma aðrar vélar og tók nokkrar myndir til að skoða þær betur heima. Í millitíðinni hafi raftækjadagar hafist í Byggt og búið þar sem öll raftæki eru á afslætti og auglýstur er afsláttur upp að 50 prósentum. Lilja Ósk sagðist hafa farið inn á vef verslunarinnar um helgina og þá hafi það litið út fyrir að verðið hafi verið hækkað og afsláttur settur ofan á þannig að afslátturinn var í raun lítill sem enginn. „Gengi íslensku krónunnar er búið að veikjast um ca. 10% síðustu mánuði eins og allir ættu að vita. Það þýðir óhjákvæmilega að vöruverð mun hækka á innfluttum vörum eins og nánast allar vörur Byggt og Búið eru,“ segir Jens Harðarson, verslunarstjóri Byggt og búið, í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis.Jens Harðarson, verslunarstjóri Byggt og Búið.Fréttablaðið/Pjetur„Við höfum ekki farið þá leið að hækka allar vörur í versluninni, heldur eru vörur hækkar þegar nýjar sendingar koma eða þegar innlendir birgjar hækka á okkur verð. Þetta ferli hefur verið í gangi síðustu vikur og sér ekkert fyrir endann á því. Það er því þannig að í október hafa alls konar vörur hækkað, en langt í frá allar.“ Jens segir að venjan sé að hafa raftækjadaga á þessum tíma árs og þarafleiðandi hafi vörur sem hafi nýverið hækkað einnig farið á afslátt ásamt öðrum sem hafi ekki hækkað. „Þá lítur þetta því miður bara ekkert vel út. Eflaust hefðum við bara átt að sleppa þessum raftækjadögum, en við lærum af reynslunni. Viðurkennum vel að þetta er óheppilegt en það er fjarri lagi að einhver brögð séu hér í tafli, svo sannarlega ekki. Það eru engar vörur hækkaðar til þess að lækka aftur og sýna afslátt, og það sjá allir að þegar þessum raftækjadögum lýkur þá fara allar vörur á fyrra verð og það mun halda áfram, því gengið hefur ýtt verðinu upp.“ Neytendur Mest lesið Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Viðskipti innlent Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Viðskipti innlent Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Viðskipti innlent Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Viðskipti innlent Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Viðskipti erlent Ragnhildur til Datera Viðskipti innlent Íslensk fyrirtæki setja markið hátt í sjálfbærni Framúrskarandi fyrirtæki Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Sjá meira
Jens Harðarson, verslunarstjóri Byggt og Búið, segir að veiking krónunnar síðustu mánuði útskýri hækkað vöruverð og þvertekur fyrir ásakanir þess efnis að búðin hafi hækkað verð til að lækka aftur og sýna afslátt. Málið má rekja til Facebook færslu Lilju Óskar Sigmarsdóttur þar sem hún sagðist hafa farið í lok október í Byggt og búið til að skoða kaffivélar. Hafði hún augastað á tiltekinni kaffivél en skoðaði á sama tíma aðrar vélar og tók nokkrar myndir til að skoða þær betur heima. Í millitíðinni hafi raftækjadagar hafist í Byggt og búið þar sem öll raftæki eru á afslætti og auglýstur er afsláttur upp að 50 prósentum. Lilja Ósk sagðist hafa farið inn á vef verslunarinnar um helgina og þá hafi það litið út fyrir að verðið hafi verið hækkað og afsláttur settur ofan á þannig að afslátturinn var í raun lítill sem enginn. „Gengi íslensku krónunnar er búið að veikjast um ca. 10% síðustu mánuði eins og allir ættu að vita. Það þýðir óhjákvæmilega að vöruverð mun hækka á innfluttum vörum eins og nánast allar vörur Byggt og Búið eru,“ segir Jens Harðarson, verslunarstjóri Byggt og búið, í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis.Jens Harðarson, verslunarstjóri Byggt og Búið.Fréttablaðið/Pjetur„Við höfum ekki farið þá leið að hækka allar vörur í versluninni, heldur eru vörur hækkar þegar nýjar sendingar koma eða þegar innlendir birgjar hækka á okkur verð. Þetta ferli hefur verið í gangi síðustu vikur og sér ekkert fyrir endann á því. Það er því þannig að í október hafa alls konar vörur hækkað, en langt í frá allar.“ Jens segir að venjan sé að hafa raftækjadaga á þessum tíma árs og þarafleiðandi hafi vörur sem hafi nýverið hækkað einnig farið á afslátt ásamt öðrum sem hafi ekki hækkað. „Þá lítur þetta því miður bara ekkert vel út. Eflaust hefðum við bara átt að sleppa þessum raftækjadögum, en við lærum af reynslunni. Viðurkennum vel að þetta er óheppilegt en það er fjarri lagi að einhver brögð séu hér í tafli, svo sannarlega ekki. Það eru engar vörur hækkaðar til þess að lækka aftur og sýna afslátt, og það sjá allir að þegar þessum raftækjadögum lýkur þá fara allar vörur á fyrra verð og það mun halda áfram, því gengið hefur ýtt verðinu upp.“
Neytendur Mest lesið Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Viðskipti innlent Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Viðskipti innlent Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Viðskipti innlent Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Viðskipti innlent Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Viðskipti erlent Ragnhildur til Datera Viðskipti innlent Íslensk fyrirtæki setja markið hátt í sjálfbærni Framúrskarandi fyrirtæki Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Sjá meira