Maður lét lífið í árás hákarls í Ástralíu Samúel Karl Ólason skrifar 6. nóvember 2018 10:57 Tveir hafa látið lífið og 16 hafa slasast í hákarlaárásum í Ástralíu það sem af er ársins. EPA/AAP Ástralskur maður lét lífið þegar hann var bitinn af hákarli á vinsælum ferðamannastað í Queensland í Ástralíu í gær. Atvikið átti sér stað á sama tveir aðilar voru bitnir í september. Þeir lifðu báðir af. Maðurinn sem dó í gær var bitinn í fótinn og handleggina þegar hann var að synda með vinum sínum. Hann lést á sjúkrahúsi í kjölfar atviksins. Í september var tólf ára stúlka og 46 ára kona bitin á innan við sólarhring við Cid Harbour. Stúlkan missti annan fótinn vegna bitsins. Maðurinn sem bitinn var í gær var einnig nærri Cid Harbour. Tveir hafa látið lífið og 16 hafa slasast í hákarlaárásum í Ástralíu það sem af er ársins, samkvæmt BBC.Árásirnar hafa vakið mikla athygli í Ástralíu og kallað hefur verið eftir frekari aðgerðum yfirvalda til að koma í veg fyrir árásir sem þessar. Eftir árásirnar í september var gildrum komið fyrir á svæðinu í um viku og drápust sex hákarlar á þeim tíma. Þá er reglulega notast við net, dróna, þyrlur og eru hákarlar stundum merktir með GPS-sendum. Sérfræðingar eru þó alls ekki vissir um að varnaraðferðir þessar beri í raun árangur.Ekki hægt að segja til um virkniABC News í Ástralíu ræddi við prófessorinn Colin Simpfendorfer sem segir að nægjanlegum gögnum um þessar varnaraðferðir hafi aldrei verið safnað. Ekki sé hægt að segja til um hver vel þær virka.„Við förum að mestu eftir því hve vel þær virðast virka, í stað þess að geta mælt hvernig þær virka, því við vitum ekki hvað myndi gerast ef tilteknum varnaraðferðum hefði ekki verið beitt,“ sagði Simpfendorfer. Hann sagði þó víst að hákarlaárásir væru sjaldgæfar og þá sérstaklega á baðströndum sem eru verndaðar. Þá sagði Simpfendorfer að það besta sem væri hægt að gera væri að fræða fólk um áhættuna. „Eru einhverjar vísbendingar um aukna hættu? Eins og gruggugur sjór, fiskur á svæðinu, fólk að veiða, allt þetta getur verið til marks um aukna hættu.“ Þar að auki benti hann á að tíminn skipti miklu máli. Hættulegast tíminn væri þegar sólin væri að rísa og setjast. Ástralía Eyjaálfa Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Sjá meira
Ástralskur maður lét lífið þegar hann var bitinn af hákarli á vinsælum ferðamannastað í Queensland í Ástralíu í gær. Atvikið átti sér stað á sama tveir aðilar voru bitnir í september. Þeir lifðu báðir af. Maðurinn sem dó í gær var bitinn í fótinn og handleggina þegar hann var að synda með vinum sínum. Hann lést á sjúkrahúsi í kjölfar atviksins. Í september var tólf ára stúlka og 46 ára kona bitin á innan við sólarhring við Cid Harbour. Stúlkan missti annan fótinn vegna bitsins. Maðurinn sem bitinn var í gær var einnig nærri Cid Harbour. Tveir hafa látið lífið og 16 hafa slasast í hákarlaárásum í Ástralíu það sem af er ársins, samkvæmt BBC.Árásirnar hafa vakið mikla athygli í Ástralíu og kallað hefur verið eftir frekari aðgerðum yfirvalda til að koma í veg fyrir árásir sem þessar. Eftir árásirnar í september var gildrum komið fyrir á svæðinu í um viku og drápust sex hákarlar á þeim tíma. Þá er reglulega notast við net, dróna, þyrlur og eru hákarlar stundum merktir með GPS-sendum. Sérfræðingar eru þó alls ekki vissir um að varnaraðferðir þessar beri í raun árangur.Ekki hægt að segja til um virkniABC News í Ástralíu ræddi við prófessorinn Colin Simpfendorfer sem segir að nægjanlegum gögnum um þessar varnaraðferðir hafi aldrei verið safnað. Ekki sé hægt að segja til um hver vel þær virka.„Við förum að mestu eftir því hve vel þær virðast virka, í stað þess að geta mælt hvernig þær virka, því við vitum ekki hvað myndi gerast ef tilteknum varnaraðferðum hefði ekki verið beitt,“ sagði Simpfendorfer. Hann sagði þó víst að hákarlaárásir væru sjaldgæfar og þá sérstaklega á baðströndum sem eru verndaðar. Þá sagði Simpfendorfer að það besta sem væri hægt að gera væri að fræða fólk um áhættuna. „Eru einhverjar vísbendingar um aukna hættu? Eins og gruggugur sjór, fiskur á svæðinu, fólk að veiða, allt þetta getur verið til marks um aukna hættu.“ Þar að auki benti hann á að tíminn skipti miklu máli. Hættulegast tíminn væri þegar sólin væri að rísa og setjast.
Ástralía Eyjaálfa Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Sjá meira